Austurglugginn - 05.03.2009, Side 9
Fimmtudagur 5 . mars AUSTUR · GLUGGINN 9
Ágæti lesandi. Ég heiti Örlygur
Hnefill Jónsson og er héraðsdóms-
lögmaður og formaður stjórnar
Byggðastofnunar. Frekari deili á
mér eru þau að móðir mín heitir
Emilía Sigurjónsdóttir frá Flatey
á Skjálfanda og faðir Jón Hnefill
Aðalsteinsson frá Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal. Rætur mínar eru
þannig nánast úr flæðamálinu til
efstu byggða Íslands. Frændgarð á
ég því mikinn um Austurland allt,
fríðleiks kvenna og nokkurra karla
og vil kannast allt það fólk og sumt
þess við mig. Nú fara kosningar
í hönd á miklum óvissutímum í
okkar þjóðfélagi og undanfari þeirra
eru prófkjör eins og meðal annars
Samfylkingin heldur með opnum
kjörfundum laugardaginn 7. mars
2009. Ég gef kost á mér í prófkjöri
þessu til að skipa framvarðarsveit
Samfylkingarinnar í kjördæminu
okkar.
Ég tel þau mál sem skipta okkur hvað
mestu hér í Norðausturkjördæmi,
sem er eina kjördæmið sem ekki er
í landfræðilegri snertingu við höf-
uðborgarsvæðið, vera byggðamál,
atvinnumál og nýtingu auðlinda
landsbyggðarinnar. Þetta er sá jarð-
vegur sem öflugar menntastofnanir,
heilbrigðisþjónusta og innviðir vax-
andi samfélaga spretta úr.
Ég hefi því alla tíð barist fyrir
byggðamálum sem einn þeirra sem
á heimili og starfsvettvang á lands-
byggðinni. Ægivald höfuðborg-
arsvæðisins og forgangur þess til
opinberra starfa og þjónustu hefur
veikt landsbyggðina, á sama tíma
og kvótakerfi í sjávarútvegi með
niðurskurði og tilflutningi veiði-
heimilda og veiking landbúnaðar
er mótdrægt búsetu- og atvinnu-
öryggi á landsbyggðinni. Þetta allt
þekkja byggðir Austurlands í neðra
og efra.
Á sama hátt þekki ég það í störfum
mínum fyrir Byggðastofnun hve
þar hefur verið unnið mikið verk
varðandi atvinnulíf á landsbyggð-
inni í sjávarútvegi, ferðaþjón-
ustu, landbúnaði, nýsköpun o.fl.
Einnig hversu miklu máli tilvist
stofnunarinnar er, ekki síst þegar
á móti blæs. Stofnunin var þannig
fengin sérstaklega til að koma að
málum, sumarið 2007, þegar þorsk-
veiðiheimildir voru skornar niður
um þriðjung, en það hafði fyrst og
fremst afleiðingar á landsbyggð-
inni. Þá hefur núverandi ríkisstjórn
það einnig sem sérstakt stefnumál
í endureisninni að auka útlánagetu
Byggðastofnunar.
Eitt aðal baráttumál mitt til langs
tíma er að þær auðlindir sem eru
á landsbyggðinni séu nýttar til að
styrkja byggð, atvinnu og eignir
fólks þar. Ég studdi þannig frá
upphafi hina miklu atvinnuupp-
byggingu á Austurlandi sem fylgdi
Hálslóni, Fljótsdalsstöð og álverinu
á Reyðarfirði. Menn geta haft
skiptar skoðanir á framkvæmdum,
en í mínum huga var þetta með
stærstu byggðaaðgerðum lýðveld-
istímans og á pari við það þegar end-
urnýjun togaraflotans varð upp úr
1970, undir forystu Austfirðingsins
Lúðvíks Jósepssonar. Á þeim árum
fjölgaði á landsbyggðinni.
Í samræmi við framanritað hefi ég
barist fyrir nýtingu orkuauðlinda
í Þingeyjarsýslum til atvinnuupp-
byggingar, sem mun skapa hundruð
starfa þar og á Húsavík, Akureyri og
Eyjafjarðarsvæðinu. Á alþingi árið
2004 lagði ég fram fyrirspurn um
virkjanlega orku í Þingeyjarsýslum
og var svarið að það væru varlega
áætluð 610 MW, sem er sambæri-
legt við orku Fljótsdalsstöðvar.
Af þessu sést að kjördæmi okkar á
marga möguleika til að brauðfæða
íbúana hér um ókomna tíð. Ég leita
stuðnings til að taka þátt í þeirri
endurnýjun og uppbyggingu sem
í hönd fer.
Höfundur býður sig fram í 1.-4.
sæti á lista Samfylkingarinnar í
NA-kjördæmi.
Hvers vegna er ég að þessu? Vegna
þess að mig þyrstir í breytingar,
miklar breytingar, þjóðina þyrstir
í breytingar. Breytingar sem gefa
okkur von um betra líf með fjöl-
skylduna í forgrunni, líf þar sem við
höfum meiri tíma fyrir börnin okkar
og ekki síst getum lifað af laun-
unum okkar. Líf þar sem við höfum
tíma til að lifa. Breytingar sem gefa
okkur von um bjartari tíma, tíma
sem við getum hlakkað til að upp-
lifa. Hvers vegna er ég að leggja á
mig alla þessa vinnu sem fylgir því
að fara í prófkör? Vegna þess að ég
er svo reið, svo reið yfir því hvernig
búið er að fara með okkur, búið að
kippa fótunum undan mörgum fjöl-
skyldum þessa lands, venjulegu fólki
sem lifði venjulegu lífi, litlum og
stórum fyrirtækjum sem stunduðu
venjuleg viðskipi, námsmönnum
sem voru að afla sér þekkingar til
framtíðar og sakleysingjum sem
ekkert höfðu til saka unnið. Alveg
öskureið vegna allra þeirra sem hafa
misst vinnuna, allra þeirra fyrirtækja
sem hafa orðið gjaldþrota og allra
þeirra námsmanna sem hafa ekki
lengur tækifæri til að mennta sig.
Hvers vegna er kona á miðjum
aldri, norðan af landi, að gefa kost
á sér til setu á Alþingi Íslendinga?
Vegna þess að hún er hluti af þessari
þjóð og vill leggja sitt af mörkum
í þeirri miklu og erfiðu vinnu sem
framundan er. Nýta þá reynslu sem
hún hefur öðlast á sínum 47 árum,
reynslu sem móðir og húsmóðir,
reynslu sem námsmaður, reynslu
sem virkur þátttakandi í atvinnulíf-
inu, reynslu sem farandverkamaður,
reynslu af því að búa á mismunandi
svæðum, reynslu af að búa erlendis,
reynslu af að stunda vinnu í mis-
munandi löndum, reynslu af eigin
atvinnurekstri. Vegna þess að hún
er venjulegur Íslendingur sem lifir
venjulegu lífi. Hún er hluti almenn-
ings, þess almennings sem er orð-
inn þreyttur á að bíða, þreyttur á
að hlusta á þrasið í núverandi þing-
mönnum um hver gerði hvað og
hver sagði hvað hvenær. Þreyttur á
hálfsannleikanum, aðgerðarleysinu
og ákvarðanafælni fyrri ríkisstjórna.
Þreyttur á loforðum sem lítil inni-
stæða var fyrir, þreyttur á ofur-
launum og bruðli.
Hvers vegna ættir þú að veita þessari
konu brautargengi og gefa henni þitt
atkvæði? Jú, vegna þess að hún hefur
kjark og þor til að horfast í augu við
vandamálin og vilja til að vinna að
lausn þeirra. Vegna þess að hún gerir
sér grein fyrir því að vandamálin eru
risavaxin og þau verða ekki leyst á
einni nóttu, hún gerir sér fulla grein
fyrir að litlir peningar eru til í rík-
iskassanum vegna efnahagshruns
sem rekja má til græðgisvæðingar,
skorts á aðhaldi við fjármálastofn-
anir, óásættanlegrar ríkisábyrgðar
á einkafyrirtækjum og mistaka við
einkavæðingu ríkisbankanna. Hún
veit að það þarf að taka sársauka-
fullar og erfiðar ákvarðanir, hún veit
að það þarf að segja sannleikann og
upplýsa þjóðina um raunverulega
stöðu mála, hún veit að það þarf
aðhald í ríkisfjármálum, að minnka
yfirbyggingu og forgangsraða í fjár-
útlátum.
En ekki síður vegna þess að hún er
stolt af því að vera Íslendingur, stolt
af að tilheyra þessari þjóð, þessari
þjóð sem býr yfir þrautseigju og
krafti, þjóð sem hefur alla burði til
að vera sjálfbær, þjóð sem á miklar
auðlindir. Auðlindir í náttúrunni,
fólkinu og hafinu kringum landið.
Auðlindir sem nýta verður af skyn-
semi og sanngirni. Búa til verðmæti
úr raunverulegum hlutum, fullvinna
afurðir, hvort heldur þær koma úr
sjó eða af landi. Nýta þau tæki og
tól sem við höfum aðgang að hér
heima, fólkið, landið og sjóinn.
Nýta frumkvöðlakraftinn, mennt-
unina, tæknina, orkuna og læra af
mistökum fyrri kynslóða.
Höfundur býður sig fram í 1.-2.
sæti á lista Samfylkingarinnar í
NA-kjördæmi.
Hvers vegna er ég að þessu?
Agnes Arnardóttir skrifar:
Byggðamál og nýting auðlinda
Örlygur Hnefill Jónsson
skrifar: