Austurglugginn


Austurglugginn - 28.02.2019, Blaðsíða 7

Austurglugginn - 28.02.2019, Blaðsíða 7
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 28. febrúar þær hljóta að vera mikilvægar fyrst þú manst þær og jafnvel mjög vel. Ég fór því að tala við fólk og koma upp skiltum á stöðunum þar sem atburðirnir urðu. Að sjá þau án nokkurrar skýringar er furðulegt, bæði fyrir heima- og ferðafólk, en fær það til að horfa öðrum augum á umhverfið. Mér finnst fólk í dag stundum horfa of mikið á dekkri hliðar sögunnar en ég vildi horfa á þær björtu því það er fyllilega jafn mikilvægt.“ Geimverusögur Nokkrir plattar með slíkum sögum eru komnir upp en Emanda safnaði mun fleirum. Hún segist vilja gefa þær út á bók og í því skyni kom hún aftur til Norðfjarðar í september í fyrra. „Hugmyndin var að bókin væri komin út núna en hún er það ekki,“ segir hún meðan við tölum saman. Hún segist hafa látið upptökurnar með frásögnunum liggja í nokkurn tíma á meðan hún hugsaði hvaða form hentaði þeim best. „Það er áhugavert að skrifa út frá minningum annars fólks því yfirleitt er ég bara með eigið ímyndunarafl og þarf ekki að svara fyrir það gagnvart neinum. Hins vegar þarf stundum að láta efni liggja í 1-2 ár og leyfa því að þróast frekar en reyna að þröngva því inn í eitthvert form. Ég lenti í sömu erfiðleikum bæði hér og á Stöðvarfirði. Sögurnar eru margar mjög góðar þegar þær eru sagðar munnlega en þær eru ekki endilega góðar ritaðar á pappír. Síðan var sumt fólkið sem vildi ekki að það þekktist í sögunum eða hvaðan þær kæmu. Ég varð því að sleppa því að fara nákvæmlega eftir minningunni en finna leið til að halda í kjarna hennar, eins og þegar kvikmynd er gerð eftir skáldsögu. Það verður að færa hjarta bókarinnar í kvikmyndina fremur en elta allt nákvæmlega sem gerist í henni. Ég samdi því ljóð, smásögur og hækur út frá minningunum. Ein sagan er sögð frá sjónarhóli geimveru. Það var kona sem bjó inni í sveit sem barn og hún kom einu sinni í kaupstaðinn og týndist. Maðurinn hennar sagði mér söguna og við spurðum hvernig hægt væri að týnast í bæ þar sem eru þrjár götur? Ég fór því að hugsa hvernig það væri ef geimvera kæmist inn í hausinn á þér og reyndi að endurstilla hann en það mistækist og þú yrðir bara ruglaður. Sagan er því sögð eins og um sé að ræða skýrslu sem geimveran gefur yfirmanni sínum um það sem fór úrskeiðis.“ Bókin er að miklu leyti tilbúin. Hún verður um 50 síður, myndskreytt af íslenskri listakonu sem dvaldi á Norðfiðri á vegum Art Attack 2017. Nokkurn tíma tók að finna þýðanda til að koma efninu af ensku á íslensku en það tókst í janúar. Þjóðsaga að veturinn sé dimmur Meðal annars þess vegna lá Emöndu ekki á að fara frá Norðfirði og réði sig í vinnu á Hótel Hildibrand. „Mig hefur alltaf langað til að upplifa dimman vetur og sjá hvernig ég þyldi það andlega. Veturinn hér er hins vegar ekkert svo dimmur. Dimmur vetur þýðir að það sé ekkert ljós, en hér er engin sól. Ég áttaði mig á hvað ég hafði saknað hennar þegar hún kom aftur. Ég fór út og baðaði mig í geislum hennar báðar mínúturnar sem hún skein. Það er ekki uppáhaldið mitt að starfa við taka á móti gestum en það var gott að komast í vinnu. Þannig fékk ég að hitta samfélagið og mig vantaði peninga. Ég er reyndar með miða í sundlaugina í gegnum Art Attack, án þess væri erfitt að ná tengslunum. Ég yrði hálf rugluð ef ég stundaði ekki félagslíf.“ Sé aldrei fólk úti að ganga Hún hefur líka notið þess að fylgjast með siðum og venjum Norðfirðinga. „Mér finnst mannlegt samfélag heillandi þótt ég vilji stundum standa ögn utan við það. Ég velti fyrir mér hvernig sé að búa í litlu samfélagi þegar enginn fer út á veturna. Ég sé fólk aldrei úti að ganga. Ég sé það fara inn í húsið sitt og koma út úr því daginn aftur og setjast upp í bílinn sinn. Ég skil það með þá sem eiga börn, en ef þú ferð bara í vinnuna tekur það þig jafn langan tíma að ganga og að koma bílnum af stað. Þeir sem ganga eru svo fáir að ég þekki þá alla í sjón. Ég bý í Þórsmörk og þar var líka ítölsk stelpa fram í nóvember. Hún spurði mig hvort það byggi eitthvert fólk í bænum því hún sæi aldrei neinn. Aldrei væri neinn úti með hundinn sinn. Eftir jól fór fólkið á stjá og þá tók ég myndir og sendi henni til sönnunar. Ég er orðin fertug og kann ágætlega við mig ein en ég ímynda mér að yngra fólk eigi erfitt hér því það skortir félagslíf. Ég þrái reyndar orðið menningar- líf. Ég hefði farið í frí ef ég væri ekki að fara heim hvort sem er. Ég sá uppfærslu Verkmenntaskólans á Mamma Mia. Það var gaman því ég hafði unnið með mörgum þeirra í gegnum Art Attack. Samgöngurnar eru erfiðar, ef þú átt ekki bíl. Það er ágætt að geta farið með rútunni yfir á Reyðarfjörð á morgnana en maður vill ekki endilega eyða átta tímum þar. Fólkið hér er indælt en í Ástralíu er fólk alltaf að bjóða í heimsókn, hér heldur fólk sig meira bara við fjölskylduna. Það er líka fallegt. Hér virðast líka allir eiga börn – en ég á þau ekki. Þetta er öðruvísi félagslíf en ég hef vanist. Ég velti líka fyrir mér hvers vegna Austfirðingar gera ekki meira með gönguleiðirnar sínar. Fólk ferðast um allan heim til að fara í fjallgöngur og Austurland er með gönguleiðir sem jafnast á við það besta í Evrópu. Þær eru töfrandi því það er enginn annar á ferðinni og svo rekstu bara allt í einu á hreindýr – og allir fríka út. Ég vissi ekkert um gönguhópinn fyrr en í desember og hér væri fullt af leiðum.“ Landið mótar fólkið Um miðjan febrúar flaug Emanda af landi brott, heim til Perth í Ástralíu þar sem hún hefur fast starf við uppsetningu listaverka sem standa við ströndina í tvær vikur. Á milli Ástralíu og Íslands er löng leið og löndin tvö eru um margt ólíkt. Umhverfið mótar fólkið sem hrærist í því og Emanda finnur fyrir breytingu eftir dvölina á Íslandi. „Það er hægt að segja að það sé allt og ekkert sem breytir þér, á endanum ertu sá eða sú sem þú ert. Ég vonaðist eftir uppljómun því ég hefði tíma og frið til að hugsa – en það var ekki alltaf gott. Á mann leita athuganir sem maður hefur gert á sjálfum sér en náð að ýta í burtu. Ég veit að ég er ekki í smá- atriðunum sem gera áætlanir að veruleika. Ég missi athyglina og fer í annað. Ég þurfti að viðurkenna að það er hluti af því sem ég er. Mér finnst Stöðvarfjörður ótrúlegur staður, ég elska hann en bærinn er lítill. Ég veit hins vegar um listamenn sem réðu ekki við að vera þar. Það eru töfrar sem laða fólk til Íslands og landið breytir fólkinu þótt það geri sér ekki grein fyrir því. Það sér eitthvað sem það hefur ekki séð annars staðar. Hér er enn samfélag í tengslum við náttúruna, fólk lætur sér annt um hana. Í hröðum heimi eru einstaklingar oft uppteknir af hugmyndinni að þurfa að sanna sig aftur og aftur fyrir fólki sem þeim er, í hreinskilni sagt, skítsama um í gegnum raftæki. Þótt sú fíkn hverfi ekki býr eitthvað í landinu sem gerir þér grein fyrir að þetta er ekki vandamál. Fólk fær líka að vera fullorðið hér. Við köllum Ástralíu barnagæsluríki [e. nanny state]. Þar gilda svo margar reglur og eru svo mörg skilti sem segja þér að þú megir ekki gera þetta eða hitt. Afleiðingin er að fólk sætir aldrei ábyrgð neinna gjörða sinna, tekur barnalegar ákvarðanir og verður svo brjálað. Íslendingarnir umbera mistökin, þeir bölva fávitunum sem sitja fastir í skaflinum en hjálpa þeim samt. Ég finn líka tækifæri til að vera eitthvað annað. Fólk er tilbúið að gefa mér tækifæri til að vinna þótt ég hafi ekki fimm háskólagráður. Ég get auðveldlega skipt um vettvang. Ég held að það eigi sinn þátt í að fólk vill gjarnan koma hingað.“ GG „Ísland minnir þig til dæmis á að þú getur aldrei sigrað landið, það mun alltaf sigra þig.“ Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.