Sambandstíðindi - 03.06.1981, Side 1
sambands
TIÐINDI
ÚTG: SAMBAND ÍSL. BANKAMANNA
LAUGAVEGI 103, 105 REYKJAVlK
PÓSTHÓLF 5506
11. tbl. 12. arg.
FJÖRBLÖÐUNGUR 2/1981
3 . júní 1981.
SAMNINGAR LAUSIR FRA
1. SEPTEMBER
SlB sagöi upp hinn 26. maí gild-
andi kjarasamningum, sem gerðir
voru 15. desember 1980. Upp-
sögnin er miðuö við 31. ágúst, í
samræmi við ákvæði samninganna
um gildistíma og uppsagnarákvæði
Samkvæmt þessu verða kjarasamn-
ingar bankamanna lausir frá og
með 1. september í haust.
Ákvörðun um uppsögn samninganna
var tekin á fundi stjórnar SfB
og formanna starfsmannafélaganna
sem haldinn var hinn 14. maí.
Jafnhliða uppsögn kjarasamning-
anna hinn 26. maí var lögð fram
kröfugerð Sambands íslenskra
bankamanna og megintillögur sam-
bandsins að nýjum kjarasamningi.
Kröfugerð SlB var unnin £ fram-
haldi af kjaramálaályktun 32.
þings SÍB, en í henni segir með-
al annars: "32. þing SÍB
felur stjórn SÍB að skipa kjara-
nefnd til að starfa að undirbún-
ingi næstu kjarasamninga. Nefnd
þessi hafi ályktun kjaranefndar
þingsins í vegarnesti, ásamt
þeirri reynslu, sem fékkst í síð
ustu kjarasamningum".
X samræmi við þetta skipaði
stjórn SXB eftirtalda félagsmenn
í kjaranefnd:
Hinrik Greipsson, sem var formað
ur nefndarinnar, Jón Xvarsson,
Gísla Jafetsson, Eirxk Guðjóns-
son, Unni Hauksdóttur, Jóhannes
Magnússon, Sigurð Guðmundsson og
Friðbert Traustason.
Kjaranefndin leitaði til allra
starfsmannafélaga sambandsins og
bað um tillögur að nýrri kröfu-
gerð .
Níu af sextán starfsmannafélögum
sendu nefndinni tillögur og
athugasemdir varðandi kröfugerð-
ina og tók nefndin þær til hlið-
sjónar í starfi sínu.
Kröfugerðin var síðan samþykkt
á fundi stjórnar SXB, samninga-
nefndar og formanna starfsmanna-
félaganna hinn 26. maí og var
hún lögð fram samdægurs; ásamt
uppsögn samninganna.
Kröfugerðin hefur þegar verið
send starfsmannafélögunum.
Trúnaðarmenn munu fá hana í
hendur innan skamms og síðan mun
hún birt X heild í Bankablaðinu,
sem út kemur innan tíðar.
Nánar segir frá meginatriðum
kröfugerðar SXB á bls. 2 X Sam-
bandstíðindum.
X samninganefnd SXB X komandi
kjarasamningaviðræðum munu eftir-
taldir eiga sæti:
Sveinn Sveinsson, formaður nefnd-
arinnar, Hinrik Greipsson, Jens
Sörensen, Björn Gunnarsson,
Þórunn Ragnarsdóttir og Ásdís
Gunnarsdóttir. Ennfremur er gert
ráð fyrir að formenn þriggja
stærstu starfsmannafélaganna taki
þátt í viðræðum. Starfsmaður
samninganefndarinnar verður
Vilhelm G. Kristinsson.
UMSJÓN: Vilhelm G. Kristinsson, Björg Árnadóttir.