SÍB tíðindi - 09.01.1992, Blaðsíða 1

SÍB tíðindi - 09.01.1992, Blaðsíða 1
SÍI r-> TÍÐINDI fÉ|| Útg.: Samband íslenskra bankamanna. Tjarnargötu 14. M Pósthólf 488,121 Reykjavík. Símar: 26944 og 26252. Telefax 21644. Kennitala: 550269-7679. 1. tbl. - 23. árg. 9. janúar 1992 ATVINNUORYGGI OG STARFSHÆFNI: STYRKUR Norræna bankamannasambandiö (NBU) - sem er sambana samtaka bankamanna i Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð - auglýsir hér með til umsóknar styrk sem getur numið allt að SEK 30.000. Það fer eftir umfangi og eðli náms, hversu hár styrkurinn er, hve margir hljóta hann og þörf umsækjenda fyrir fjárhagsaðstoð. Styrkur ársins 1992 er ætlaður til að styrkþegar kynni sér annaö eða hvort tveggja Átvinnuörvaoi oa starfshæfni á Norðurlöndum eða í V-Evrópu. Með atvinnuöryggi er t.d. átt við fjárhagslega siöðu banka og starfsmannastefnu, reglur um fækkun starfsmanna komi til uppsagna, hlutverk stéttarfélagsins/ trúnaðarmannsins I þessu sambandi ásamt kröfum til tryggrar atvinnu í sameinaðri Evrópu. Með staríshæfni er átt við þekkingu á stefnumótun og skipulagi bankanna, starfsmenntun innan þeirra samanborið við utanaðkomandi menntun, réttindi starfsmanna, raunhæfir möguleikar til starfsmenntunar og hlutverk trúnaðarmanna. Umsóknum skal skila á sérstöku eyöublaði sem fæst á skrifstofu SIB. Umsóknir sendist til: Nordiska bankmannaunionen, Box 7375, S-103 91 Stockholm, fyrir 31. mars 1992. Nánari upplýsingar veitir Jan-Erik Lidström, framkyæmdastjóri NBU í síma 90-46-08- 614 03 00, eöa Eva Örnólfsdóttir, fræöslufulltrúi SÍB, Tjarnargötu 14, Reykjavík I síma Umsjón: Eva Örnólfsdóttir.

x

SÍB tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB tíðindi
https://timarit.is/publication/1702

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.