SÍB tíðindi - 07.10.1993, Síða 3

SÍB tíðindi - 07.10.1993, Síða 3
Kaupmáttur ráðstöfunartekna miðast við vísi- tölu framfærslukostnaðar. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla verði 4,3% minni á þessu ári en í fyrra. Neyslan minnkar því minna en tekjumar, þannig að heimilin ganga á spamað sinn eða taka neyslu- lán. Til viðbótar þessu er reiknað með að at- vinnuleysi aukist og verði um 5,5% af mann- afla á árinu 1994. Þótt samtök launafólks verði að sjálfsögðu að taka mið af stöðu þjóðarbúsins og horfum í efnahagsmálum í kjarabaráttu sinni, liggur ljóst fyrir að þessu ástandi verður ekki unað öllu lengur. Atvinnuleysi bankamanna vex Eins og kunnugt er hefur SÍB fengið aðild að Atvinnuleysistryggingarsjóði. Þar með greiða bankamir ekki lengur atvinnuleysisbæt- ur, heldur Atvinnuleysistryggingarsjóður. Skrifstofa SÍB annast útreikning bóta- greiðslna og sér um útborganir. Þann 1. október fá 89 atvinnulausir banka- menn greiddar atvinnuleysisbætur. Atvinnu- lausir bankamenn em þó fleiri, um 10 manns em á biðtíma, sex nýjar óafgreiddar umsóknir hafa borist og uppsagnarfrestur nokkurra bankamanna er enn ekki liðinn. Þannig em at- vinnulausir bankamenn á annað hundrað eða um það bil 3,3% félagsmanna. Úrslit 1 íþróttamóti SÍB íþróttamót SÍB var að þessu sinni haldið í íþróttahúsinu á Seltjamamesi dagana 24. og 25. september sl. Keppt var í hinum hefðbundnu boltagreinum og var þátttaka ágæt. Sigurvegarar í einstöku greinum urðu sem hér segir: Körfubolta: í karlaflokki, lið Búnaðarbanka íslands í kvennaflokki, lið Landsbanka íslands Fótbolta: í karlaflokld, lið Búnaðarbanka íslands í kvennaflokki, lið íslandsbanka Blaki: í karlaflokki, lið Reiknistofu bankanna í kvennaflokki, lið Landsbanka íslands Handbolta: í karlaflokki, lið Landsbanka íslands í kvennaflokki, lið íslandsbanka Keppnin fór vel og drengilega fram. Að keppni lokinni var haldið veglegt hóf fyrir keppendur og skipuleggjendur mótsins í sal SÍB að Tjamargötu 14. Um 50 manns mættu til hófsins og skemmtu menn sér hið besta. SÍB óskar sigurvegumnum til hamingju og þakkar keppendum þátttökuna og þá ekki síður þeim sem unnu við framkvæmd mótsins. Viðskiptabankar og sparisjóðir (Ekld em talin með stöðugildi hjá RB eða þjónustustofnunum sparisjóðanna) Á þessu súluriti kemur fram að stöðugildum í bönkum og sparisjóðum hefur fækkað um 115 milli áranna 1991 og 1992 og alls um 371 frá árinu 1988 eða 12%. Ljóst er að á þessu ári verður fækkunin umtalsverð. SÍB telur að sú þróun sem fram kemur í súluritinu sýni svart á hvítu að fjöldauppsagnir á borð við þær sem vom í Landsbankanum 1. júní em ónauðsynlegar.

x

SÍB tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB tíðindi
https://timarit.is/publication/1702

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.