SÍB tíðindi - 07.10.1993, Page 4
Viðskiptabankar og sparisjóðir
(Meðtalið fyrir árið 1989 eru 450 m.kr. framlög á verðlagi 1992 sem færð voru utan rekstrarreiknings
og fyrir árið 1992 var sams konar fjárhæð 369 m.kr.)
Á þessu súluriti sést hve mikið bankar og sparisjóðir hafa séð sig knúna til að leggja til hliðar vegna
útlánaafskrifta. Á sl. ári er þessi upphæð röskir 7 milljarðar, en til samanburðar eru heildarlaunagreiðsl-
ur og launatengd gjöld til allra í bönkum og sparisjóðum það ár innan við 6 milljarðar króna. Vandi ís-
lenska bankakerfisins er því ekki of hár starfsmannakostnaður eins og sífellt er verið að koma inn hjá
þjóðinni. Starfsmannakostnaður banka og sparisjóða lækkaði um 3% að raungildi milli áranna 1991 og
1992.
Þess ber að geta að hér er ekki um raunveruleg útlánatöp að ræða. Á sl. ári afskrifuðu bankar og
sparisjóðir samtals tæpa 3,1 milljarða króna. Staða afskriftareikninga viðskiptabanka og sparisjóða um
síðustu áramót var 9,7 milljarðar króna eða um 4,9% sem hlutfall af lánum og endurlánum viðskipta-
banka og hefur þetta hlutfall hækkað um þriðjung frá 1987 þrátt fyrir hin miklu útlánatöp. Nú er það
svo að afskriftareikningur útlána á ekki að mynda dulið eigið fé, heldur gefa góða vísbendingu um út-
lánatöp í framtíðinni. Engu að síður hlýtur að vera hægt að álykta að stærstu skellir útlánatapa séu að
baki og bankamir geti af þeim sökum horft fram til betri afkomu.
(Ekki eru talin með stöðugildi hjá RB eða þjónustustofnunum sparisjóðanna)
Hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings er einkum notað sem kennitala af bankaeftirlitinu og í al-
þjóðlegum samanburði. Súluritið af ofan sýnir vel hvaða þróun á sér stað í bankakerfinu hér og um leið
gífurlega afkastaaukningu bankastarfsmanna. Ef allt væri eðlilegt í umhverfinu ætti sú afkastaaukning
að skila sér til starfsmanna í hækkuðum launum.