Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.12.1931, Page 16

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.12.1931, Page 16
16 ast skal klapparhala suður úr skerinu, og ber því að fara um 8 m. frá háskerinu. Sunnan við leiðina eru smá blindsker, sem ber að varast. Lendingin er talin miður góð, betri um flóð. e. BAKKAGERÐISÞORP (Skipafjara) Lendingin er fram af verzlunarhúsum Kaupfélags Borgar- fjarðar, fyrir norðan klettahleinar, er ganga þar fram i sjó. Lend- ingin liggur í vestur. Malar- og sandbotn. Leiðarmerki eru engin. Fram af vörinni eru blindsker. Syðsta skerið er fram af hlein- inni og er upp úr sjó um 4 klst. hverja fjöru. Um 10—12 m. norð- ur af því er smásker, sem aðeins stendur upp úr um stórstraums- fjöru. Leiðin er aðeins laust við þetta sker, því þar fyrir norðan tekur við skerjaklasi milli lendinganna Bakkafjöru og Skipafjöru. Lendingin er talin miður góð, bæði um flóð og um fjöru. f. BAKKAGERÐISÞORP (Bakkagerðisfjara) Lendingin er fjara sú, er tekur við sunnan við klettahleinar þær, er ganga fram í sjó frá verzlunarhúsi Kaupfélags Borgar- fjarðar. Lendingin liggur í suðvestur. Malar- og sandbotn. Leið- armerki eru engin. Lendingin slæm bæði um flóð og um fjöru. g. HOFSTRÖXD Lendingin er Stekkavík, út og niður af bænum Hofströnd, skammt innan við Hofstrandarhamar. Lent er rétt utan við yztu klöppina niður af fjárréttinni á sjávarbakkanum. Lendingin liggur í suður. Klapparbotn með malarfjöru. Lendingin er hrein, utan við hana eru blindsker, sem sést á um fjöru. Lendingin er allgóð, betri um flóð. h. HÖFN Lendingin er í Hellisfjöru fast innan við Hafnartún og er önnur fjara inn frá Hafnarhólma, innan við Skarfasker, sem er 80—100 m. fyrir innan Hafnarhólma. Malarfjara, nokkuð brött, kólfhörð, en hreint úti fyrir. Leiðarmerki eru engin. Lendingin er allgóð, bezt um hálffallinn sjó. i. BRÚNAVÍK Lendingin er norðanmegin í Brúnavíkinni, um 200 m. frá sandi þeim, sem er fyrir botni víkurinnar, beint undan yzta jaðri Brúnavíkurtúnsins, í háaustur frá ibúðarhúsinu i Brúnavik. Lendingin er í norðvestur. Grjót og klappir. Leiðarmerki eru engin. Á leiðinni eru blindsker og boði. Lendingin er talin góð fyrir kunnuga, bezt um hálffallinn sjó.

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.