Heilbrigðisskýrslur - 09.12.1990, Qupperneq 9
komist í kast við lögin (eru með ákærufrestun) er svipaður. Enginn vafi leikur því á að ferill
margra þeirra ungmenna er síðar gista meðferðarstofnanir og vistast í fangelsum er eins og
lýst hefur verið hér að framan. Hópurinn ræddi ýmsar tillögur til úrbóta og m.a. þær sem þesar
hefur verið gripið til. Ýmislegt hefur verið vel gert af félagsmálastofnunum, félagasamtökum
og skólum. Enn fremur er nú verið að taka í notkun meðferðarheimili fyrir unga
fíkniefnaneytendur á Móum á Kjalarnesi á vegum Unglingaheimilis ríkisins.
Fangelsismálastofnunin er nú farin að senda unga fanga með vímuefnavandamál í meðferð
þangað og er það nýjung.
Helst er til ráða:
• Efla verður aðstoð við heimili og fjölskyldur er minna mega sín. Hafa verður nokkra
hliðsjón af hvaða breytur í uppeldi tengjast fráhvarfi nemenda úr námi. Samkvæmt athugun
prófessors Sigurjóns Bjömssonar, (Börn í Reykjavík 1980), kom í Ijós að þær breytur
varða fremur hið innra andrúmsloft fjölskyldunnar þ.e. slæm hjúkskaparaðlögun,
sinnuleysi, skortur á hlýju, ósamkvæmni eða mikill strangleiki foreldra og eru taldar hafa
veruleg áhrif á böm í yfir 15% hjónabanda. Nokkur tengsl em við sumar ytri aðstæður s.s.
starf föðurs og menntun, greind bams, geðheilsu og námsárangur. Enginn vafi leikur á að
óhemju vinnuálag margra foreldra og miklar fjarvistir frá heimilinu hafa hér áhrif.
(Mannvernd, Landlceknisembœttið, 1988).
• Gera þarf skólum kleift að sinna betur þeim nemendum sem eiga erfítt með að fylgjast með
í náminu. Nú eru skólar nokkuð einhliða sniðnir eftir kröfum þeirra er ætla í
háskólanám.Ýmsir hafa ekki hug á slíku námi. Frekari úrræði þurfa því að vera til
fyrir þessa nemendur s.s. möguleiki á námi í sérdeildum og starfsnámi,
þ.e. námi við framleiðslu-, þjónustu-, iðnaðar- og skrifstofustörf. Hér er
ekki síst átt við þá nemendur sem eiga í erfíðleikum í fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Slík
starfsemi er nú þegar hafin í a.m.k. einum skóla. í könnun Sigurjóns Bjömssonar
prófessors, (Börn í Reykjavík 1980), kom í ljós að 1975 höfðu 1% úr hveijum árgangi af
800 unglinga úrtaki hætt í skóla fyrir 15 ára aldur en það þýðir að 10-15 hafi hætt á ári.
Virðist því ástandið ekki hafa batnað en trúlega versnað. Einnig kom fram að
36% 22-25 ára ljúka ekki menntun sem nægir til starfsréttinda. Á tímum tæknialdar eiga
þessir unglingar fárra kosta völ. Nú á tímum eru þau ungmenni sem ekki hafa lokið
einhvetjum prófum eða starfsþjálfun úti í kuldanum á atvinnumarkaðnum. Það er nokkur
þversögn að þrátt fyrir tilkomu fjölbrautarskóla virðist ástandið ekki hafa
batnað hvað þetta varðar á sl. 15 árum. Enginn vafí leikur þó á að tilkoma þessara
skóla hefur í heild haft gífurlega góð áhrif á menntunarmöguleika unglinga.
I Bandaríkjunum og mörgum vestrænum löndum er talið að 80-85% 18 ára unglinga sem
ekki halda áfram í lengra námi ljúki einhveiju námi sem gefur starfsréttindi (Managment
Publ. Ltd, nóv. 1990).
• Stórefla verður rannsóknir á áhrifum uppeldis og skólavistar.
• Taka þarf upp kennslu í uppeldisfræðum í grunnskólum og framhaldsskólum. Efla þarf
starf foreldrasamtaka. Meginmálið er að kenna fólki að ala upp böm og skila sem flestum
einstaklingum með starfsréttindi út í lífið. Upplýsa ber foreldra betur um áhrif
uppeldis á feril unglinga, t.d. að meðal þeirra unglinga sem verja engum
eða litlum tómstundum með foreldrum, eru allt að helmingi meiri líkur á
áfengisneyslu og 5-7 sinnum meiri líkur á kannabis- og sniffnotkun en
meðal þeirra er verja miklum frístundum með foreldrum. Enn fremur að
meðal skilnaðarbarna og sérstaklega þeirra sem upplifa skilnað á unga aldri
eru verulega meiri líkur á vímuefnanotkun en meðal þeirra er alast upp í
traustum fjölskylduböndum. Áfengisnotkun og önnur vímuefnanotkun er til
muna algengari á heimilum þeirra unglinga, sem síðar eiga við
vímuefnavandmál að stríða en þeirra er ekki lenda í slíkum vandræðum.
(Mannvernd, Landlœknisembœttið 1988).
-7-