Rit (Vísindafélag Íslendinga) - 01.06.1984, Blaðsíða 335
EKNISÁGRIP
331
Orsakir eldvirkninnar og alkalískrar
samsetningar bergsins
Jarðsagan, eins og hún heíur verið rakin íyrir Norður-Atlantshafssvæðið,
sýnir að jarðskorpuþróun í Norður-Atlantshafi hefur verið flókin og marg-
þætt borið saman við langflest önnur úthafssvæði. I þessari flóknu þróun er
fólginn sá lykill sem hér er notaður til þess að útskýra þá staðreynd að
eldvirkni er á Jan Mayen og eins hina alkalísku samsetningu bergkvikanna,
sem þar verða til.
Fyrir um það bil 60 miljónum ára skildust Grænland og Noregur að,
þegar mcginlandsjarðskorpan klofnaði og Ægisrekhryggurinn varð til. Hann
dó út fyrir um það bil 30 miljónum ára og rekið fluttist til vesturs þar sem
það klauf meginlandsbrún Austur-Grænlands, á sömu slóðum og Ægis^
hryggurinn hafði gert 30 miljónum árum áður. I þetta sinn varð Kolbeins-
eyjarhryggurinn til, en um hann rekur nú á þessu hafsvæði.
Þróun í samsetningu úthafsskorpunnar má rekja beint til þeirra kviku- og
ummyndunarferla (magmatic- and metamorphic processes), sem að verki
eru í rekhryggjunum og þeirra breyttu ytri skilyrða, sem bergið gengur í
gegnum við efnisflutninga rekferlisins. Bergið leitar sífellt jafnvægis við ný
skilyrði hitastigs, þrýstings og efnaumhverfis. Þetta leiðir til þess að sam-
setning bergsins breytist í átt til aukinnar þróunar (compositional evolu-
tion). Endurtekin rekhryggjamyndun á sama stað, eins og að ofan var lýst,
er þannig eins konar öfgatilfelli, sem leiðir til þróunar á viðkomandi
úthafsskorpu, sem gengur lengra en gerist við venjulegan og stöðugan
rekhrygg. A umræddu svæði hefur á þennan hátt orðið til háþróaður
jarðskorpubútur. Hin þróaða samsetning skorpubútsins einkennist fyrst og
fremst af alkalíauðgun og hækkuðu innihaldi hjásetuefna (incompatible
elements) ef' miðað er við venjulegri úthafsbotn. í steindasamsetningu
kemur þessi þróun fram sem aukið magn alkalífeldspata og steinda (t. d.
amfíból) sem innihalda reikul efni. Þessar steindir hafa lægra bræðslumark
en flestar steindir frumstæðra bergtegunda í úthafsskorpunni.
Rekið á Kolbeinseyjarhryggnum flytur nú jarðskorpu til austurs meðfram
Jan Mayen þverbrotabeltinu, en það hliðrar reki á milli Kolbeinseyjar- og
Mohnshryggjarins. Þann háþróaða jarðskorpubút, sem að ofan getur, rekur
nú inn í háan jarðhitastigul Mohnshryggjarins. Hár jarðhitastigull er al-
mcnnt á rekhryggjunum sjálfum, en í þessu tilviki er um að ræða háan
stigul, sem fellur til suðvesturs í framhaldi af enda Mohnshryggjarins sjálfs,
þar sem hann hættir norðan við Jan Mayen þverbrotabeltið. Þegar hinn
þróaði skorpubútur, sem hefur tiltölulega lágt bræðslumark, berst inn í
þennan háa hitastigul hefst bráðnun og nýmyndun bergkviku. Tvær gerðir
af kviku verða til við þessar aðstæður og eru báðar þróaðar að samsetningu
(enda báðar orðnar til við bráðnun úr þróaðri skorpu). Þær verða til á
mismunandi dýpi, við mismunandi hitastig og úr mismunandi skorpuefni.
Annars vegar er kísil- og alkalírík trakítkvika, sem verður til ofar, við