Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Blaðsíða 6

Barnadagsblaðið - 20.04.1939, Blaðsíða 6
ooooom 6 BARNADAGURINN 1989 Happdrætti Háskóla r Islands Endurnýjun til 3. fl. hefst 24. apríl. Endurnýjunarverð 1.50 V4 miði. Söluverð nýrra miða 4,50 V4 miði. Dregið verður í 3. fi. 10. maí. 250 vinningar — 48.800 krónur. ick>oooooooooooc>ooooooooooooooooo<i } Sjóklæðagerð Islands h.f, > Reykjavik. Símar: 4085 & 2063. Framleiðum allan algengan OLÍUFA TNAÐ fyrir menn til sjós og lands. GÚMMÍKÁPUR fyrir karla, konur og börn. RYKFRAKKA (Gaberdine) fyrir karlmenn. VINNUVETTLINGA, ýmsar tegundir. ooooooooooooooooooooooooooooooo<a K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K*<~K~K~K~K~Í~K~K~K~> ‘ •> T T I T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ? ? Bezta Sumargjötin ungum og öldruðum er góð bók frá Bókaverzlun Sígf. Eymundsssnar eða Bókabúð Austurbæjar B. S. E., Laugav. 34. ¥ I T T T T T T T ? ? ? | I ♦K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~K~> heiðra minningu látins manns á virðingarverðari hátt en þennan. Hver sumardvalarstaður er vitanlega nokkuð dýr í rekstri. Það verður að útvega rúm og rúmföt handa börn- unum og þjónustufólki eldunaráhöld, dálítið af húsbúnaði o. s. frv. En fyrst og fremst verður þó að fá þak yfir höfuð- ið. Það myndi reynast mjög dýrt að byggja hús fyrir hvern dvalarstað, og fjárhagslega mjög óhagnýtt, þar sem slíkt hús yrði að standa autt, nema rétt í sumarleyfinu. Barna~ dvalarstaðir Stokkhólmsbúa eiga samt sem áður talsvert mörg eigin hús t. d. á „Barnaeynni", en einnig á öðrum stöðum í landinu. En venjulegast er, að stjórnir dvalarstað- anna leigi hjá bændum, sem hafa meiri húsakynni en þeir þurfa sjálfir. Það getur verið hagkvæmt fyrir báða aðila: Bóndinn fær reiðu peninga og tækifæri til að selja búsaf- urðir sínar, og börnin fá tækifæri til að kynnast og lifa sveitalífi, þau eins og fá tilfinningu fyrir að eiga heima á bænum, og þau fá tækifæri til að taka þátt í þeim störfum, sem bezt á við fyrir þau. Þetta — og ekki sízt að kynnast húsdýrunum — er mjög gott og verðmætt fyrir þau. Eins og áður hefir verið sagt, er sumardvalarstaðastarf- semin fastur Iiður í starfi hvers barnaskóla í borgunum, alveg á sama hátt og sparisjóðsstarfsemin, matarúthlutun til barna o. s. frv. og útheimtir persónulegan áhuga og samstarf frá öllum kennurum. Allir foreldrar vilja koma börnum sínum út í sveitina. Það; er alls ekki neitt auðvelt verk fyrir bekkjarkennarann, að raða niður og tölusetja umsóknirnar áður en hann sendir þær til nefndar þeirrar, er endanlega ákveður ,,örlög“ hvers barns. Stundum hefir hann kannske 10 umsóknir, en veit að aðeins er hægt að taka 3 eða 4. — Helzt vill maður þá setja nr. 1 á hverja einustu! En alltaf verður niðurstað- an sú, að maður neyðist til að tilkynna að meira en helm- ingur umsækjendanna geti ekki komið til greina. — Þá er eftir möguleikinn að koma með gegn hálfri borgun, og ég hygg, að margir kennarar hafi oft gripið til þess að borga úr eigin vasa, til þess að bjarga barninu og móður þess frá vonbrigðunum — en það er ekki víst, að neinn raunveru- lega hafi orðið fátækari fyrir það. Hér í Reykjavík fer það áreiðanlega að verða meira og meira áhyggjuefni bæði foreldra og kennara, hversu mörg börn verða að fara á mis við það, að geta komist burt úr bænum einhvern hluta sumarsins; ef til vill geta sumar- dvalarstaðir þeir, er hér hafa verið gerðir að umtalsefni, að einhverju Ieyti orðið til fyrirmyndar eða hliðsjónar í því framtíðarstarfi fyrir velferð barnanna, sem hér bíður. Estrid Falberg-Brekkan. Lilla: Mamma, ég er búin að safna tveim krónum í bauk- inn minn. M.amma: Þú ert dugleg stúlka. Hvað ætlarðu nú að gera við þær, góða mín? Lilla: Ég ætla að fá að kaupa „Sólskin" og fara á eina skemmtun á barnadaginn.

x

Barnadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.