Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 1
Gildi-lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyris- sjóður landsins með um 26 þúsund lífeyris- þega, 53 þúsund greiðandi sjóðfélaga og yfir 250 þúsund einstaklingar eiga réttindi hjá sjóðnum. Eignir sjóðsins um síðustu áramót námu um 916 milljörðum króna. Sjóðurinn rekur bæði samtryggingardeild og séreignardeild. Gildi hefur sett sér stefnu í starfsmanna- og jafnlaunamálum og hefur hlotið jafnlaunavottun. Gildi-lífeyrissjóður auglýsir eftir einstaklingum til að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum hjá sjóðnum. Hjá sjóðnum starfar samhentur fjörutíu og fjögurra manna hópur og leggur Gildi áherslu á góðan starfsanda, góð starfsskilyrði og jafnræði kynjanna. Gildi var Fyrirmyndarfyrirtæki VR árið 2021. Umsjón með störfunum hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Spennandi störf hjá öflugum lífeyrissjóði Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Eignastýring Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með reynslu á fjármálamarkaði til starfa í eignastýringu sjóðsins. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri greiningarhæfni, metnaði og vilja til að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignastýringar. Starfssvið: • Uppbygging og utanumhald eignasafna sjóðsins. • Greining markaða og fjárfestingarkosta innanlands sem utan. • Arðsemismat, áhættumat og mat á sjálfbærni (UFS/ESG). • Fjárfestingar og eftirfylgni þeirra. • Upplýsinga- og skýrslugjöf. • Samskipti við innlenda og erlenda aðila á fjármálamarkaði. • Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun. • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði. • Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur. • Góð greiningarhæfni og geta til að setja fram niðurstöður með skipulögðum hætti. Lögfræðingur Leitað er að lögfræðingi til að leysa úr fjölbreyttum verkefnum s.s. ráðgjöf við stjórn, framkvæmda- stjóra og einstakar deildir sjóðsins varðandi dagleg viðfangsefni lífeyrissjóðsins. Lögfræðingurinn þarf að búa yfir nákvæmni og ögun í vinnubrögðum, vilja og metnaði til að leysa flókin verkefni. Næsti yfirmaður er yfirlögfræðingur sjóðsins. Starfssvið: • Túlkun og framkvæmd laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. • Túlkun og framkvæmd laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. • Þátttaka í eftirfylgni með framkvæmd ýmissa laga og reglna sem varða starfsemi sjóðsins. • Aðstoð við greiningu og innleiðingu á nýjum reglum þegar það á við. • Ráðgjöf við deildir sjóðsins varðandi lögfræðileg álitaefni og önnur tengd verkefni, m.a. varðandi samningsgerð. • Önnur lögfræðileg greining og undirbúningur verkefna sem varða rekstur lífeyrissjóðs. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistara- eða embættispróf í lögfræði. • Reynsla af lögfræðilegum viðfangsefnum, einkum þeim sem helstu verkefni taka til. • Færni í að greina viðfangsefni. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um /#')- 3-",(*4)1- %-+ 4" .0.)4 &%4'!)$2 Leitað er að einstaklingum sem búa yfir:: • Frumkvæði og metnaði. • Sjálfstæði í starfi, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra. • Góðri færni í íslensku og ensku bæði í ræðu og riti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.