Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 25.08.2022, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 Embætti hagstofustjóra laust til umsóknar Hagstofa Íslands starfar á grundvelli laga um Hagstofu Íslands, nr. 163/2007. Hún er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál. Leitað er að metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi sem er vel fær um að takast á hendur rekstur stofnunarinnar, sjá til þess að lögbundnum verkefnum hennar sé sinnt af fagmennsku, geti sinnt og hafi skilning á þörfum samfélagsins og stjórnvalda fyrir vandaðar hagskýrslur og talnaefni, svo sem á sviði sjálfbærrar þróunar og velsældarmarkmiða, og sjái til þess að stofnunin sinni vel þjónustu við almenning og atvinnulíf. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólapróf í hagfræði, tölfræði, félagsfræði eða skyldum greinum, þekking og reynsla af hagskýrslugerð eða notkun hagtalna. • Hæfileiki og þekking til að veita stofnuninni forystu og móta hlutverk hennar til framtíðar. • Skýr sýn á hlutverk Hagstofunnar í nútíð og framtíð, m.a. þjónustuhlutverk hennar og umbótaþörf með hliðsjón af þörfum samfélagsins, samfélagsbreytingum, tækniþróun og upplýsingaþörf. • Þekking á og reynsla af miðlun flókinna upplýsinga. • Farsæl reynsla af umbótavinnu og breytingastjórnun er kostur. • Hæfileiki til að tjá sig m.a. um málefni stofnunarinnar í ræðu og riti, a.m.k. á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli. Við skipun í embætti hagstofustjóra verður einnig horft til þátta sem skilgreindir hafa verið í stjórnendastefnu ríkisins sem eru heilindi, leiðtogahæfni, árangursmiðuð stjórnun og samskiptahæfni. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá, þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæður umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Um laun og önnur launakjör hagstofustjóra fer skv. 39. gr. a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2022 og skal umsóknum skilað á starfatorg.is með viðeigandi fylgigögnum fyrir lok þess dags. Forsætisráðherra mun skipa þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Embætti hagstofustjóra er laust til umsóknar frá og með 1. nóvember 2022, en forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu; bryndis.hlodversdottir@for.is Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.