Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2022 9 Gos í Meradölum Nýja gos- sprungan í Meradölum Loftmyndir ehf. Fagradalsfjall Meradalir Geldingadalir Hraunið frá 2021 Suðu rs t randa r vegu r Eldgosið sem hófst í Meradölum í gær er fimm til tíu sinnum stærra en eldgosið í Geldingadöl- um í fyrra, að mati Magnúsar Tuma Guð- mundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Há- skóla Íslands. Um er að ræða sprungugos á samfelldri sprungu, sem er allt að þrjú hundruð metra löng. Talið er að um 20 til 50 rúmmetrar af kviku spúist út á hverri sekúndu. Eldgosið er þó ekki talið stórt og eru engir innviðir í hættu eins og er. Almannavarnir hafa farið úr neyðarstigi nið- ur á hættustig, en talið er að eldgosið ógni ekki byggð eða mannvirkjum. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að upptök eld- gossins séu á einum ákjósanlegasta staðnum hvað hraunrennsli varðar. Eldgosinu fylgir meira gas í samanburði við gosið í fyrra. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, segir það skýrast af því að mun meiri kvika komi nú upp. Mikilvægt sé að fólk fari ekki ofan í dældina og dalinn þegar það heimsækir gosið, heldur haldi sig uppi á hnjúkunum í kring. Þá sé gönguleiðin að gosinu eingöngu fyrir vant og vel búið göngufólk. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að nú geti reynt meira á lögreglu og björgunarsveitir. „Það er flóknara að koma að þessu gosi heldur en því sem varð hérna í upp- hafi.“ „Oft varað í einhverja áratugi“ Ekki er ár liðið frá því síðasta gosi við Fagra- dalsfjall lauk, en það hófst 19. mars í fyrra. Áð- ur hafði ekki gosið á Reykjanesskaganum í nærri átta hundruð ár. Þessi tvö eldgos gætu þess vegna markað upphaf nýs gostímabils að mati jarðfræðinga. Síðast stóðu Reykjaneseld- ar yfir í um þrjátíu ár á 13. öld. „Það er erfitt að spá fyrir um hvað þessir eld- ar verða langir en þeir hafa oft varað í einhverja áratugi. Kannski um tuttugu til þrjátíu ár,“ seg- ir Magnús Á. Sigurgeirsson jarðfræðingur. Freysteinn Sigmundsson eldfjallafræðingur segir eðli eldgossins vera svipað og síðasta goss en það sé þó kröftugra núna og flæðið af berg- kviku sé meira. „Frá því að innskotavirknin hófst var metið að það væri talsvert meira kvikustreymi og það er að skila sér núna upp á yfirborðið.“ Frey- steinn segir að það verði áhugavert að sjá hvort gosið muni einangrast á staka gíga eða hvort bæti í virknina. JARÐELDAR Í MERADÖLUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldur úr iðrum jarðar Þessa flugvél bar við hraunbreiðuna þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi. Sjá má hvernig sprungan opnaðist í útjaðri eldra hraunsins. - Tvö eldgos eftir nærri 800 ára hlé gætu markað upphaf nýs tímabils - Talið fimm til tíu sinnum stærra en gosið í Geldingadölum í fyrra- Erfitt að spá fyrir um hversu lengi eldarnir muni vara á Reykjanesskaga MEldgosið »2,4 og 6 F I M M T U D A G U R 4. Á G Ú S T 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 180. tölublað . 110. árgangur . 4.–7. ágúst Sigraðu innkaupin Embætti hagstofustjóra laust til umsóknar Hagstofa Íslands starfar á grundvelli laga um Hagstofu Íslands, nr. 163/2007. Hún er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er m iðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu u m tilhögun, samræmingu og framkvæmd henna r og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál. Leitað er að metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi sem er vel fær um að takast á hendur rekstur stofnunarinnar, sjá til þess að lögbundnum verkefnum hennar sé sinnt af fagmennsku, geti sinnt og hafi skilning á þörf um samfélagsins og stjórnvalda fyrir vandaðar hagskýrslur og talnaefni, svo sem á sviði sjálfbærrar þróunar og velsældarmark miða, og sjái til þess að stofnunin sinni vel þjónustu við al menning og atvinnulíf. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólapróf í hagfræði, tölfræði, félagsfræði eða skyldum greinum, þekking og reynsla af hagskýrslugerð eða notkun hagtalna. • Hæfileiki og þekking til að veita stofnuninni f orystu og móta hlutverk hennar til framtíðar. • Skýr sýn á hlutverk Hagstofunnar í nútíð og fr amtíð, m.a. þjónustuhlutverk hennar og umbótaþörf með hliðsjón af þörfum samfélagsins, samfélagsbreytingum, tækniþr óun og upplýsingaþörf. • Þekking á og reynsla af miðlun flókinna upplý singa. • Farsæl reynsla af umbótavinnu og breytingas tjórnun er kostur. • Hæfileiki til að tjá sig m.a. um málefni stofnunarinnar í ræðu og riti, a.m.k. á íslensku, ensku og einu öðru Norðurlandamáli. Við skipun í embætti hagstofustjóra verður ei nnig horft til þátta sem skilgreindir hafa verið í stjórnendastefnu ríkisins sem eru heilindi, leiðtogahæfni, árangursmiðuð st jórnun og samskiptahæfni. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá, þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt kynningarbréfi með upplýsingum um ástæður umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Um laun og önnur launakjör hagstofustjóra fer sk v. 39. gr. a. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2 022 og skal umsóknum skilað á starfatorg.is með viðeigandi fylgigögnum fyrir lok þess dags. Forsætisráðherra mun skipa þriggja manna hæ fnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra. Embætti hagstofustjóra er laust til umsóknar frá og með 1. nóvember 2022, en forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Hlöðversdó ttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu; bryndis.hlodversdottir@for.is 28 | 01 | 2022 RAFBÍLAR Öflugir radarvarar frá COBRA og ESCO RT Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is Á fullri ferð ... ... að safna punktum? Sótt er um starfið neðst ámbl.is eðameð því að skanna kóðann Ert þú brilliant í kynningar- ogmarkaðsmálum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.