Vesturland - 01.12.2007, Blaðsíða 7
Gísli H. Halldórsson og Gerður Eðvarðsdóttir
matreiða jólamatinn fyrir Vesturland:
RJÚPUR, SPEKKAÐAR MEÐ REYKTU SVÍNAFLESKI
Rjúpurnar eru saltaðar og pipraðar og heilsteiktar snöggt í smjöri á pönnu. Síðan
eru þær settar í pott sem inniheldur rúmlega '/2 lítra af rjóma og örlítið vatn, og
soðnar í 15-20 mínútur. Rjúpurnar teknar upp úr pottinum, þeim haldið heitum og
soðið síað. Bætt í það rifsberjahlaupi (eða bláberjasultu), gráðosti og villisveppum
(rauðhettu). Saltað og piprað eftir smekk. Útbúin smjörbolla til þykkingar og úr
verður dýrindis rjúpusósa.
Með rjúpunni er nauðsynlegt að bera fram brúnaðar kartöflur og rifsberjahlaup og
að sjáfsögðu Waldorfsalat og ekki síst ljúffenga heimalagaða rauðkálið:
WALDORFSALAT
2 dósir sýrður rjómi 18% • 1 msk sykur • 70 g sellerístilkar, saxaðir
2 græn epli, afhýdd og skorin í hæfilega bita • 300 g græn vínber
valhnetukjarnar, um 50 g.
Hrærið saman sýrðum rjóma og sykri. Blandið síðan saman við sellerí, eplum,
vínberjum og valhnetukjörnum.
RAUÐKÁL
1 stór rauðkálshaus • 3 msk smjör • 2-3 msk síróp • 2 stór epli • safi af
einni sítrónu • 2 msk vínedik • 1 tsk salt
Kálið skorið í strimla (kjarninn fjarlægður) og svissað í smjörinu á pönnu. Sírópinu
er dreift yfir og blandan soðin við vægan hita í um 20 mínútur. Eplin skorin í bita
og sett út í, ásamt sítrónusafa og vínediki, þetta er allt látið sjóða saman í 1,5-2
klst, hrært í af og til. Smakkað til með salti, pipar, sírópi og ediki ef vill.
JÓLAÍSINN HENNAR MÖMMU
4 egg • 6-7 msk sykur • vanillusykur • 1 peli rjómi
Egg og sykur þeytt saman, bragðbætt með vanillusykri. Rjóminn þeyttur og honum
blanda varlega saman við eggjablönduna. Fryst í einhverju fallegu jólaboxi. Einnig
má nota „After eight“ súkkulaði og blanda saman við, það gefur skemmtilegt
myntubragð af ísnum.
Verði ykkur að góðu og gleðilega jólahátíð.
Mótorbáturinn Ying Mei.
boði innfæddra, farið í leiki og kveikt á
blysum. Við þraukuðum fram yfir mið-
nættið en áhöfnin var orðin ansi þreytt því
bátalífið býður ekki upp á annað en að vakna
með sólinni. Semma að morgni nýársdags
sigldum við af stað til baka til Maya Maya.
Það atvikaðist reyndar þannig að það gaf vel
á bátinn á leiðinni og sjóveiki gerði vart við
sig meðal flestra og varla varð stætt um borð
fyrir veltingi. Nánastallt lauslegtfórafstað
og báturinn leit út eins og eftir styrjöld þegar
ég loksins staulaðist niður. Það var djúpt á
sjóaranum í mér og ég lá fyrir alla leiðina
og stóð líklega ekki upp fyrir en eftir
fimmtán tíma lárétta legu. Engin hætta var
á ferðum en það var ákveðið að reyna að
komast Iandleiðina þegar sjóleiðin varð
hálfnuð. Steindór skipstjóri og Kristján
vinur hans urðu eftir um borð og þeim ætlað
að koma bátnum í höfn. Landleiðin varð á
endanum heldur meira æ vintýri en við bjugg-
umst við. Við bjuggum okkur af stað frá litlu
þorpi í leigubíl frá innfæddum. Við töldum
bílinn fullan þegar við vorum búin að koma
okkur fyrir, fimm fullorðin og tvö börn, níu
og tíu ára - hinir voru ekki alveg sammála
okkur og tróðu sér með einir tveir til við-
bótar, einn í skottið og einn til fóta hjá
Bjarka. Þegar við komum á staðinn var
uppselt í ferjuna sem við þurftum að komast
Qföendunt ððestfirdinjum nær öjfjœrjók- öj
áramótakredju öj pökkum mdskiptm á liðnum árum.
ÍSAFJARÐARBÆR
Hafnarstræti 1,400 ísafirði • Sími 450 8000
BOLUNGARVIKURKAUPSTAÐUR
Aðalstrætí 12
415BOLUNGARVÍK
SÍMI: 450 7000
www.bolungarvik.is
SUÐAVIKURHREPPUR
GRUNDARSTÍG 3
420 SÚÐAVÍK
SÍMI: 456 4912
www.sudavik.is
TALKNAFJARÐARHREPPUR
Miðtúni 1
460 Tálknafirði
SÍMI: 456 2539
www.talknafjordur.is
LIFEYRISSjOÐUR
VESTFIRÐINGA
Hafnarstræti 9-13» 400 Ísaljörður • Simi 456 4233 • Fax 456 4710
KIC
\Suðurgötu
HÁSKÓLASETUR VESTFJARÐA
UNIVERSITY CENTRE OF THE WEST FJORDS
12,400 ísafirði • Simi 450 3040 • www.hsvest.is .
l .U, Y f . \
rf]Yrh HAFNARSTRÆTI 1 A \ F & S hópferðabílar
| I4yj | 400 ÍSAFIRÐI <8 Vallargötu 15
LÖGSÝNEHF. SIMI: 456 4577 ^ guesthouse Sími 8931058
VESTFIRSKIR Skeiði 3,
VERKTAKAR
400 Isafiröi
Sími 456 6600
Hafnarstræti 9- 13, 400 ísafirði
Sími: 456 5460 • Fax: 456 5466 J
Garðvinna
Múrverk
tsei^ Plöntur
Hellusteypa
^Sindragótu 27,400 isafirði • Sími: 456 4200 • www.asel.is ^
©
Pollgötu 2
400 ísafirði
Sími: 456 3092
Fax: 456 4592
www.pollinn.is
EYRARODDI hf
Hafnarbakka, 425 Flateyri
Sími: 456 0101
KLOFNINGUR ehf
Aðalgötu 59, 430 Suðureyri
Sími: 456 6293
Sindragötu 11
llSúMivlHSJ 400 'sa,írði
|HnIfSbivLjjjr Sími: 456 3622
D fiSSa Fax: 456 3323
ÞORSBERG ehf
Strandgötu 25, 460 Tálknafirði
Sími: 456 2553
SÆRÖST ehf.
Strandgötu 43, 460 Tálknafirði
Sími: 893 5676 / 862 2723
Strandveiðifélagið
KRÓKUR
^Félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu^/
EIK ehf.
TRÉSMIÐJA
Strandgötu 37, 460 Tálknafiröi
Sími: 456 2513/894 2313
með og góð ráð dýr. Einhverjir innfæddir
sérfræðingar buðust til að sigla með okkur
öll í trillu yftr á White Beach þar sem við
gætum náð annarri ferju til Bantangas.
Fararstjóranir ákváðu að taka boðinu og
upphófst tveggja tíma sigling meðfram
ströndinni norður eftir. Eg hélt reyndar að
þau væru að grínast en miðað við að ferðin
gengi vel var enn útlit fyrir að við næðum
fluginu heim svo það var þess virði að reyna.
A endanum gekk allt vel og allir komu heilir
heim. Við vorum þreytt, skítug og slæpt
þegar við komum í menninguna og á meðan
við biðum eftir að vatnið hitnaði í sturtunni
fórum við skötuhjúin í ekta fótanudd.
Handan við hornið er næsta jólahátíð. Ég
vil nota tækifærið og óska ykkur öllum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Sérstaklega vil ég þakka öllu því góða fólki
sem ég starfaði með í aðdraganda kosn-
inganna í vor.
7