Skutull - 13.04.1983, Qupperneq 1
cz
SKUTULL
Blað Alþýðuf lokksins í Vestf jaróakjördæmi
58. Argangur ísafirði 13. apríl 1983 1. Tbl. ..... i. . .— ii
I 1 ■ 41 1
1 ■ 1 I r —n
Karvel Pálmason
Sighvatur Björgvinsson
Gunnar R. Pétursson
Helgi Már Arthúrsson
Framboðslisti
Alþýðuflokksins á Vestfjörðum
við Alþingiskosningarnar
23. apríl 1983
Björn I. Bjarnason
HH *'
Kristín Ólafsdóttir Karitas Pálsdóttir
Ásthildur Ágústsdóttir
Pétur Sigurðsson
Hefjum jafnaðarstefnuna til öndvegis á Vestfjörðum
Á kjördæmisþingi Al-
þýðuflokksins á Vestfjörð-
um, sem haldið var nýlega á
ísafirði, og var eitt hið fjöl-
mennasta, sem haldið hefur
verið, ríkti einhugur, bar-
áttugleði og trú á vaxandi
fylgi við málstað jafnaðar-
stefnunnar. Engum sem til
þekkir þarf að koma á óvart
þessi baráttugleði vest-
firskra jafnaðarmanna,
enda hefur þessi stefna átt
greiða leið að hugum Vest-
firðinga allt frá því hún tók
að skjóta rótum á íslandi.
Brautryðjendur og for-
ystumenn jafnaðarstefn-
unnar á Vestfjörðum hafa í
gegnum árin sýnt svo ekki
verður um villst, að sú
stefna getur lyft Grettistaki,
og varðað veginn út úr því
efnahagslega öngþveiti, sem
misvirtir forystumenn isma
og öfgastefna ýmis konar
hafa leitt yfir þjóðina. Það
er því fagnaðarefni vest-
firskum jafnaðarmönnum
sú samstaða og einhugur,
sem ríkti á kjördæmisþing-
inu í málefnum Alþýðu-
flokksins, jafnaðarstefn-
unnnar og í málefnum kjör-
dæmisins. Sá einhugur lofar
góðu fyrir árangur þeirrar
kosningabaráttu, sem nú
stendur yfir. Baráttu, sem
getur orðið afdrifarík, ekki
síst fyrir Vestfirðinga. Á
þessu kjördæmisþingi var
einróma samþykktur listi
Alþýðuflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi við kom-
andi kosningar. Listi sem
vestfirskir jafnaðarmenn
geta verið stoltir af, því þar
er hvert sæti vel skipað.
Ég hvet alla Vestfirðinga
til að íhuga vel, hversu mik-
ils virði það er fyrir Vest-
firði, að eiga heilsteypta
baráttuglaða og raunsæja
sveit Alþýðuflokksfólks,
sem berst undir merkjum
jafnaðarstefnunnar. Sveit,
sem berst fyrir betra og rétt-
látara mannlífi, jöfnuði og
jákvæðu hugarfari til lausn-
ar þeim miklu vandamál-
um, sem við blasa.
Ég hvet alla Vestfirðinga
til að leggja þeirra baráttu
lið með þeirri von, að í
þessum kosningum verði
jafnaðarstefnan í öndvegi.
Alþýðuflokksfólk! Herð-
um sóknina og sýnum, að
vöxtur og viðgangur jafnað-
arstefnunnar blómstrar á
Vestfjörðum.
Skilum tveim mönnum af
A-listanum inná þing þann
23. apríl!
Karvel Pálmason
Kosningaskrif-
stofur Alþýöu-
flokksins á
Vestfjörðum
Á vegum Alþýðuflokks-
ins hafa verið opnaðar,
eða verða opnaðar á næst-
unni, kosningaskrifstofur á
eftirtöldum stöðum:
ÍSAFJÖRÐUR
Kosningaskrifstofa Al-
þýðuflokksins, Mjallargötu
5, símar: 3944 og 4388
Kosningastjóri: Margrét
Pálmarsdóttir
Skrifstofan er opin frá kl.
13 — 19 og frá20 — 22.
BOLUNGARVÍK
Kosningaskrifstofa Al-
þýðuflokksins Hafnargötu
37, símar 7575 og 7585
Kosningastjóri: Steindór
Karvelsson
Skrifstofan f Bolungarvík
verður opin frá n.k. mánu-
degi.
PATREKSFJÖRÐUR
Kosningaskrifstofa Al-
þýðuflokksins
Aðalstræti 41, sími: 1121
Skrifstofan er opin frá kl.
20 — 22 á kvöldin.
Á skrifstofunni verða þau
Gunnar R. Pétursson,
Hjörleifur Guðmundsson,
Ásthildur Ágústsdóttir og
Guðfinnur Pálsson.
FLATEYRI
Á Flateyri stjórna eftirtaldir
menn kosningabaráttu Al-
þýðuflokksins: Ægir Haf-
berg, sími 7662, Björn Ingi
Bjarnason, sími 7722, og
Böðvar Gfslason, sími
7684.
KOSNINGANEFNDIR
OG TRÚNAÐAR-
MENN ALÞÝÐU-
FLOKKSINS í KOSN-
INGABARJÁTTUNNI
Bolungarvfk: Steindór
Karvelsson, sími 7468,
Valdimar Gíslason, sími
7195, Daði Guðmundsson,
sími 7231.
Flateyri: Ægir Hafberg,
sími 7662, Björn Ingi
Bjarnason, sími 7722,
Böðvar Gíslason, sími
7684.
Suðureyri: Hannes Hall-
dórsson, sími 6153, Kristín
Ölafsdóttir, sími 6153.
Núpur: Ingólfur Björnsson,
sími 8222.
Þingeyri: Kristján Þórar-
insson, sími 8163.
Framhald á hls. 3