Skutull - 03.05.1986, Síða 2
SKUTULL
SKUTULL
SKUTULL
Bla6 Al{iýðuflokksins í Vestfjaróakjðrdæmi
Blaö Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi.
Ritstjóri og ábm.: Kristján Jónasson
Prentun: H - PRENT SF. sími 4560
MBJOÐENDUR
LÞYÐUFLOKKSINS
w r
VIÐ BÆJARSTJORNARKOSNINGARNAR AISAFIRÐI 31.MAI1986
Kristján K. Jónasson
HalldórS. Guðmundsson
Ingibjörg Ágústsdóttir
E
Ð
A
R
Markviss og
sleitulaus barátta
„Eðli verkaiýðshreyfingarinnar er ekki skyndiupp-
hlaup, hávaðafundir og ævintýr, heldur markvist,
sleituiaust strit fyrir málefnunum sjálfum.“
Það er vel við hæfi að nýliðnum degi verkalýðs-
hrevfingarinnar. að rifjuð séu upp þessi fleygu orð Jóns
Baldvinssonar. eins ástsælasta leiðtoga alþýðu fyrr og
síðar. er hann mælti á Dassbrúnarfundi 13. febrúar
1938.
Enda þótt hartnær hálf öld sé liðin frá umræddum
atburði og þjóðfélag okkar hafi á þeim tíma tekið stór-
felldum brevtingum þá eiga þessi orð engu að síður
erindi til okkar dag.
Ungu fólki er hollt að íhuga. að þau lífskjör og
þægindi. sem það þrátt fyrir allt býr við í dag. komu
ekki af sjálfu sér og að því síður heldur það þeim án
vöku og fvrirhafnar.
Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin hafa frá
upphitfi verið greinar á sama meiði. Sé litið til baráttu
flokksins í gegnum árin fyrir hinum ýmsu mann-
réttinda- og mannúðarmálum má sjá. að þau náðust
ekki í gegn með skvndiupphlaupum heldur eingöngu
fyrir á stundum áralanga. markvissa og sleitulausa
baráttu. Það hefur nefnilega ávalt sýnt sig. að í upphafi
hafa afturhaldsöflin í þjóðfélaginu ætíð staðið á móti
hvers konar félagslegum umbótum. Þegar svo and-
ófinu varð ekki lengur haldið uppi hafa talsmenn
þessara þjóðfélagsafla gert málin að sínum og þá fyrst
hafa mörg þeirra komist í gegn en oft meira og minna
útþynnt. En af þessari lokaafstöðu hafa alltof margir
látið blekkjast og skipað sér í pólitískar fylkingar, sem
eru þeim lítt vinsamlegar, vægt til orða tekið. og í afar
mörgum tilfellum beinlínis fjandsamlegar.
Við kynnum í dag framboðslista Alþýðuflokksins
við bæjarstjórnarkosningarnar á ísafirði, sem fram eiga
að fara.31. maí n.k. Við val á listann var í byrjun efnt til
prófkjörs og eru 4 efstu sætin skipuð samkvæmt
úrslitum þess. í þeim eru hvort tveggja, reyndir bæjar-
fulltrúar og nýtt fólk, sem kemur nú til liðs við flokkinn
með þeim bjargfasta ásetningi, að vinna bæjarfélaginu
heill og þeirri vissu. að besta leiðin til þess sé að efla
áhrif Alþýðuflokksins.
Það, sem síðan vekur sjálfsagt mesta athygli er
hversu margir nýir menn og konur ganga til liðs við
flokkinn með setu á listanum. Þetta er fólk, sem þekkir
þarfir bæjarbúa, hefur tekið þátt í magvíslegum
störfum og er treystandi til að vinna að málefnum
bæjarfélagsins ..markvist og sleitulaust/1 gerandi sér
grein fyrir því, að víða eru þröskuldar í vegi og að það
er einmitt þá. sem grundvallarsjónarmið og lífsviðhorf
ráða úrslitum um farsæla lausn fjöldanum til handa eða
hvort sérhagsmunasjónarmiðin ráða ferðinni. Pað er
einmitt þetta. sem saga liðinna ára staðfestir. en margir
eiga eftir að átta sig á.
Frambjóðendur Alþýðuflokksins munu síðar í þessu
blaði kynna helstu stefnumál er þeir hyggjast beita sér
fvrir. Peir munu gera grein fyrir viðhorfum sínum til
einstakra mála og ræða stöðu bæjarfélagsins og þá
möguleika. sem við höfum til að búa okkur hér betra og
fegurra mannlíf. sem þrátt fyrir alla ávinninga er ætíð
hægt að betrum bæta.
Með birtingu framboðslistans hefst kosningabarátta
Alþýðuflokksins. Og í nafni þess kraftmikla og bar-
áttuglaða fólks. sem þar hefur gengið fram fyrir
skjöldu. heitum við á sem flesta að koma til liðs við það.
Snorri Hermannsson
DýrfinnaTorfadóttir
Sigurður R. Ólafsson
UrðurÓlafsdóttir
Halldór Antonsson
HNh
Gestur Benediktsson
Sigríður M. Gunnarsdóttir
Eiríkur Kristófersson
Guðmundur Níelsson
Anna Rósa Bjarnadóttir
Arnar Kristinsson
Karitas Pálsdóttir
Össur P. Össurarson
Pétur Sigurðsson
Matthías Jónsson
X - A Á KJÖRDAG