Skutull

Árgangur

Skutull - 01.01.2009, Blaðsíða 3

Skutull - 01.01.2009, Blaðsíða 3
Lísbet Harðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna á ísafirði: Hvað á ég að gera Bænir mínar undanfarna mánuði hafa oftar en ekki endað með þessum orðum. Ég held að mörgum líði eins og mér. Millibilsástand er það versta sem ég veit, og núna er búið að vera millibilsástand á íslandi í hrikalega langan tíma. Margir eyða öllum sínum frítíma (og vinntíma kannski líka) í að býsnast yfir heimskum körlum og kerlingum sem skemmt hafa góðærið og flestir virðast vita hvað væri best að gera í stöðunni. Aðrir vilja helst ekki vita af þessari umræðu, leiða þetta alltsaman hjá sér, leigja vídjó, brosa og bíða eftir að ástandið lagist. Það er brjálað að gera í því að „vera" og við erum öll þreytt. Flækjustig lífsins hefur magnast hratt og engin leið að sjá fyrir stöðuna eftir árið, því upplýsingar eru á huldu og við maurumst um í þjóðfélaginu, reynum að halda lífinu í skefjum, klóra í bakkann, (tökum slátur) til að hafa eitthvað öruggt fyrir stafni á meðan við sökkvum. Minnir mig óneitanlega á atriði íTitanic myndinni, þegar skipstjórinn skipaði strengjasveit sinni að leika Ijúfa tóna fyrir farþega á meðan þeir biðu eftir dauðanum. Skóli, vinna, börn, aukavinna, heimili, önnur aukavinna, félagslíf, fjölskylda, þriðja aukavinnan, hreyfing, nýjasta aukavinnan...eru bara brot af því sem við erum að sinna í daglegu lífi. Listann má lengja og stytta að vild. Flestir eru með flækjur og hrúgur af ókláruðum, hálfkláruðum, illa sinntum eða hunsuðum skyldum um allt, sama hvort það er vinnan, börnin eða uppvaskið sem situr á hakanum og eru fæstir að ná utan um líf sitt um þessar mundir. Það vex okkur í augum að finna tíma til að sitja aukalega fundi, málstofur eða lesa okkur til um raunverulegt ástand þjóðfélagsins ofan í allt það sem við erum að gera fyrir og við tökum þær útskýringar sem fjölmiðlar mata okkur á góðar og gildar. Það er skiljanlegt að fáfræðin, afskiptaleysið og heimskan sé heillandi og enn skiljanlegra að það sé notalegt að sitja og skrafa, virða fyrir sér augu annarra og finna flísar um allt. Sjálf hef ég fundið fyrir mikilli heimskuþrá undanfarið. Þægilegasta leiðin sem ég kann í áreiti sem þessu er að skríða inn i eigin nafla og kúra þar á meðan ósköpin ganga yfir og koma svo út þegar aðrir hafa „búið" mér í haginn og sagt mér hvernig skuli lifa. Eftir margra mánaða strit og baks er þessu hugsun tíðari. Hef staðið mig að því að leiða hjá mér sögur af spillingu ráðamanna í þjóðfélaginu, opna ekki tölvupóstinn frá þeim sem enn eru virkir í framkvæmd og gagnrýnni hugsun, hafna boðinu um að segja mína skoðun og hægt og rólega dregið saman seglin mfn. Sorglega hef ég fundið mig æ oftar í þeirri stöðu að sitja loftlaus á hliðarlínunni. Vil helst ekkert af þessu vita. En svo, til allrar hamingju, var mér bent á þetta. Vaknaði með það í kollinum svo skýrt einn morguninn (kl 05, því þá hefst fyrsta vinnan, áður en ég vek börn, mæti í aðra vinnuna, skólann, fundinn í hádeginu...). Er ég tilbúin að leyfa öðrum að taka ákvarðanir fyrir mig í þeim málum sem ég "nenni" ekki að spá í á meðan ég berst á hæl og hnakka um við að stjórna því sem skemmtilegt er? Hef ég virkilega ekki lært neitt af reynslunni, ætla ég í alvörunni að treysta aftur í blindni? Hversu vel gekk það síðast (og ég skamma mig upphátt, með tón sem enginn nema mamma mín notar..). Tími þessa munaðar er liðinn ( mínu lífi. Aldrei skal ég, treysta í blindni á stjórnvöld, kjósa án þess að vita nákvæmlega hvað er verið að bjóða mér- kíkja undir yfirborð loforða, hringja símtöl og anskotinn hafi það, spurja allra spurninganna sem eru óviðeigandi. Héðan í frá mun ég ekki koma af fjöllum með nein málefni sem varða hag minn og púkanna minna, hag landsins sem ég bý (eða hag þeirra sem ég deili landinu með. Ábyrgðin er eingöngu mín. Ábyrgðin er líka mín að sjá til þess að það fólk sem ég treysti hverju sinni fái aðhald þegar það situr í stjórn landsins. Það er á mína ábyrgð að fræða þá sem yngri eru svo þau finni sig einnig knúin til þess að standa upp og láti í sér heyra þegar ástandið er ekki að útskýra sig sjálft. Og spurja þegar mér eru gefin loðin svör, benda á þegar fólk talar í hringi eða gegn sjálfu sér. Elsku við! Ég á þá ósk fyrir árið 2009 að við gefum því tíma okkar. Að þegar koma upp mál sem við skiljum ekki að við spurjum. Að enginn fái að taka af okkur völdin ( málum sem varða framtíð okkar. Minnum okkur á að stjórnmálaflokkar starfa allt árið, þó svo þeir séu okkur aðeins sýnilegir ( skamman tíma fyrir kosningar. Mætum á fundi, tökum þátt og látum raddir okkar heyrast. Það er skylda okkar að tileinka okkur gagnrýna hugsun! Verum tortryggin, sperrum okkur upp í vindinn og látum ekki bjóða okkur hvað sem er. Af hverju er ég jafnaðarmaður? Arna Lára Jónsdóttir Ég er jafnaðarmaður af því að ég tel að allir eigi að hafa jöfn tækifæri burtséð frá kyni, efnhag eða búsetu fólks. Hornsteinar jafnaðarstefnunnar kvenfrelsi, alþjóðahyggja, samábyrgð, velferðarkerfi og lýðræði eru þau gildi sem ég trúi að muni leggja grunninn að því fyrirmyndarþjóðfélagi sem ég vil búa í. Þess vegna er ég jafnaðarmaður. Við höfum kynnst þvi síðustu 18 árin að sumir í þjóðfélaginu hafa verið jafnari en aðrir og afleiðingar þess endurspeglast í því mikla hruni sem við stöndum frammi fyrir um þessar mundir. Ég er þess fullviss að ef ráðamenn þessarar þjóðar til síðustu tveggja áratuga hefðu haft grunngildi jafnaðarstefnunar að leiðarjósi, frelsi, jafnrétti og bræðralag, stæðum við ekki í þeim sporum sem við stöndum í dag. Halldór Smárason- Ég hef í raun aldrei verið almennilega viss um pólitíska afstöðu mína, en ( L m®r bÝr r'^ réttlætiskennd sem sannfærir mig um gildi ■ ' . jafnaðarstefnunnar. Mér finnst stundum að það séu tvær leiðir til að ákveða hvað maður vill. Önnur er tilfinningaleg - maður vill að fólki líði vel og að allir séu jafnir. Hin er skynsemisleiðin - maður færir þá skynsamleg rök fyrir skoðun sinni, svo sem að sýna fram á að einhver stjórnmálastefna standist ekki. Tökum ótakmarkað einkaeignarhald sem dæmi. Hver á til dæmis vatnið í ánni? Á sá sem á vatnið í ánni líka snjóinn sem fellur? Á hann þá að borga fyrir snjómokstur? Margir frjálshyggjumenn tala um að allir fæðist í þennan heim með jöfn tækifæri og sitji við sama borð - það er bull. Fátækt er staðreynd á íslandi. Fátækt er ekki val fólks. Fólk elst upp við mismunandi aðstæður og efnahag og þvf er fjarstæða að allir hljóti sömu tækifæri og lífsgæði. Maðurinn er ( eðli sínu félagsvera og leitast við að lifa í sátt og samlyndi. Slíkt næst aldrei að fullu á meðan ójöfnuður ríkir í samfélaginu. Ég trúi á jafnræði; jafnræði til lífsskilyrða, náms, vinnu og síðast en ekki síst milli kynja. Því lít ég á mig sem jafnaðarmann. Dagur Rafn Hákonarson Ég trúi á tækifæri, jöfn tækifæri fyrir alla. Ég vil að allir fái sitt tækifæri til að mennta sig allt frá leikskóla til framhaldsnánhs í háskóla, ég vil að allir fái sömu tækifæri til að vinna þá vinnu sem þá dreymir um, ég vil að allir geta notið góðrar heilbrigðisþjónustu og ég vil ekki að fólk þurfi að gjalda fyrir uppruna sinn,-stétt, trú, eða kyn sitt. Ég trúi því að við getum upprætt óréttlæti en það þarf sameiginlegt átak og ég held að jafnaðarstefnan geti vísað okkur veginn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.