Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 01.01.2009, Qupperneq 4

Skutull - 01.01.2009, Qupperneq 4
Ólína Þorvarðardóttir: Auschwitz - Birke í október síðastliðnum fóru félagar í VerkVest ásamt mökum í vikuferð til Kraká í Póllandi. Hópurinn heimsótti meðal annars hinar merku saltnámur í nágrenni borgarinnar og Gyðingahverfið fræga í Kraká. Síðast en ekki síst var farið í hinar illræmdu útrýmingarbúðir Auswitz-Birkenau þar sem talið er að um 3 milljónir manna hafi látið líf sitt í seinna stríði, aðallega Gyðingar, Pólverjar, sovéskir stríðsfangar og Sígaunar, en einnig Vottar Jehóva, samkynhneigðir, fatlaðir, fólk sem dæmt hafði verið fyrir ýmsa glæpi og aðrir sem ekki féllu vel að hugmyndafræði Nasismans. „Það mun taka vikur, ef ekki mánuði, að vinna úr þeirri upplifun sem við urðum fyrir þarna; þeim upplýsingum sem streymdu til okkar í gegnum staðreyndir, minjar, myndir og annað sem fyrir augu bar," segir Ólfna Þorvarðardóttir sem hér lýsir upplifun sinni af þessari ógleymanlegu heimsókn. ARBEIT MACHT FREI stendur svörtum stöfum yfir innganginum að útrýmingarbúðunum í Auswitz í Póllandi. Innan við hliðið, undir húsgafli hægra megin við innganginn, léku hljóðfæraleikarar létta tónlist fyrir þá sem komu í búðirnar. Fólk hafði þá ferðast með gripavögnum dögum saman, án matar eða salernisaðstöðu, án nægjanlegs súrefnis og var aðframkomið þegar það loks stóð á brautarpallinum í Auswitz. Sumir höfðu tekið með sér búsáhöld og aðrar eigur í þeirri trú að þeir væru að koma til nýrra heimkynna. Þeim var ráðlagt að skilja farangurinn eftir á brautarstöðinni og fara beint í bað. Fólkið gekk grunlaust inn um hliðið við óm af léttum mörsum, framhjá tvöfaldri rafmagns- girðingunni sem umlykur svæðið. Fyrir innan var því strax skipt í tvo flokka. Til hægri fóru þeir sem áttu að lifa - fólk á góðum aldri sem líklegt var til þess að geta unnið. Til vinstri - og beint í gasklefann -fóru gamalmenni, fatlaðir, börn og aðrir sem ekki voru til stórræðanna. Gasklefarnir Það er undarlegt að standa framan við dyrnar að gasklefanum; sjá háan reykháfinn bera við loft skammt frá húsinu þar sem Rudolf Höss, yfirmaður búðanna, bjó með konu sinni, börnum og heimilishundi. Úr stofuglugganum gátu þau séð fangana streyma inn í byrgið og reykinn liðast upp um reykháfinn. Enginn sem fór inn kom út aftur. Þjóðverjar reyndu að eyðileggja þessi ummerki áður en búðirnar voru frelsaðar. Þeim tókst það þó ekki nema að hluta. Líkbrennsluofnarnir hafa verið endurbyggðir Dyrnar að gasklefanum. Mynd Ólína Þorv. nákvæmlega eins og þeir voru. Klefarnir eru upprunalegir. Maður gengur inn um þessar lágu dyr. Þar var fólk látið afklæðast og því síðan þjappað inn í lágan klefa þarfyrir innan. í loftinu eru einhverskonar túður eða stokkar en um þessa stokka var eitrinu veitt. Zyklon-B nefnist hin banvæna efnablanda sem innihélt meðal annars blásýru. Efnið er í litlum örðum sem minna helst á mulda sápu eða grófa, Ijósa sandmöl. Við ákveðið hitastig og samband við súrefni losnaði eitrið úr læðingi. Tuttugu mínútum eftir að því var hellt niður um túðurnar voru allir í klefanum látnir. Þá voru líkin tekin og þau „hreinsuð", gullfyllingar teknar úr tönnum og hár skorið af. Síðan voru líkamarnir settir í brennsluofinn. Aðbúnaðurinn Þeir sem ekki fóru beint í gasklefann voru fluttir í skálana þar sem þeir máttu deila svefnbæli í koju með 2-4 öðrum. Hár þeirra var rakað af og fanganúmer tattóveruð eða brennimerkt á handlegg eða brjóst. í fyrstu voru allir fangarnir myndaðir og nafn þeirra skráð ásamt öðrum upplýsingum. Þegar leið á stríðið var þessu hætt, og fanganúmerið á húð þeirra látið duga - eftir það bar viðkomandi einungis þetta númer í stað nafns. Þó að heimsóknin í Auswitz-I hafi orkaði sterkt á okkur öll, voru húsakynnin þar þó hátíð á við það sem gaf að líta í Birkenau búðunum sem eru í 3ja km fjarlægð, stundum nefndar Auswitz-ll. Þær voru afkastamestu útrýmingarbúðir Þjóðverja á árunum 1940-45 og a.m.k. ein milljón manna lét þar líf sitt. Birkenau búðirnar eru skelfilegur staður, meira að segja nú þegar þær standa auðar. Þar hjálpast margt að, ekki síst hið gríðarstóra flæmi sem skipulagt er í ferhyrndum, ómanneskjulegum reitum, umlukið gaddavírs- girðingum og varðturnum sem eru þöglar menjar um ómennsku og grimmd sem erfitt er að gera sér í hugarlund. Þarna höfðust fangarnir við í hesthúsum þar sem hróflað hafði verið upp

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.