Skutull - 01.01.2009, Síða 6
Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræði
Saga Auschwitz er viðamikil en hér eru helstu atriði hennar sem skýra þróun búðanna.
Útrýmingarbúðirnar í Auschwitz voru stofnaðar vorið 1940 og komu fyrstu fangarnir þangað í júní. Búðirnar voru byggðar í
gömlum pólskum herbúðum í bænum Oswiecim (sem Þjóðverjar kölluðu Auschwitz) sem árið 1940 tilheyrði þýska ríkinu.
í upphafi voru Auschwitzbúðirnar einungis hugsaðar sem hefðbundnar vinnubúðir, þeir sem þangað komu áttu möguleika á að
komast þaðan lifandi. Nokkur ruglingur hefur verið með hugtökin útrýmingarbúðir/fangabúðir og dauðabúðir á íslandi. Þær fyrri
voru vinnubúðir þar sem fólk átti möguleika á að sleppa lifandi, það fór í raun eftir aðbúnaði á hverjum stað. Dauðabúðir voru aftur
á móti einskonar verksmiðjur sem höfðu þann eina tilgang, að drepa alla þá sem þangað komu. í Auschwitz var að finna báðar
tegundir búða þótt í upphafi hafi það alls ekki verið hugmyndin.
Ljósmynd ÓÞ
Árið 1941 hófst nýr kafli í sögu
Auschwitz. Þá ákvað yrirtækið IG
Farben að reisa verksmiðju nærri
Auschwitz og áttu yfirmenn búðanna
og SS að aðstoða við það. í upphafi
var hugmyndin sú að Þjóðverjar
fengju vinnu við verksmiðjuna, það
þýddi að flytja varð Pólverja frá
svæðinu til að rýma til fyrir Þjóð-
verjunum. í framhaldinu var ákveðið
að stækka búðirnar og skyldu þær
fara úr 10.000 fanga búðum í 30.000
fanga búðir. Jafnframt áformuðu
menn að stækka bæinn Oswiecim
og byggja hann alfarið Þjóðverjum.
Þetta gekk þó ekki eftir því
samningar náðust um að SS leigði
fanga til verksmiðjunnar og greiddi
IG Farben ákveðna upphæð fyrir
hvern fanga, eitt verð fyrir iðnlærðan
mann og annað fyrir venjulegan
verkamann. Slíkar undirbúðir
Auschwitz urðu alls 28 talsins.
Næsti mikilvægi áfangi í sögu
búðanna kom í kjölfar innrásarinnar í
Sovétríkin. í hugum nasista voru
íbúarnir þar einskis virði, töldust ekki
manneskjur og þeir leituðu leiða til
Gyðingar frá Ungverjaiandi á leið til
gasklefanna í maí 1944.
að rýma til fyrir Þjóðverja. í kjölfar
innrásarhersins komu hópar SS
sveita, sem höfðu það eina markmið
að drepa íbúana og þá fyrst og
fremst gyðinga. Þetta var gert með
því að skjóta fólk í fjöldagrafir, fyrst
aðallega karla en síðar líka konur og
börn. Álagið á bæði fórnarlömbin og
gerendurna var mikið. Annað
vandamál fylgdi líka framsókn
Þjóðverja, það varfjöldi stríðsfanga.
Fyrstu sovésku strlðsfangarnir voru
sendir til Auschwitz þegar árið 1941
og þeir sættu enn verra harðræði en
nokkur annar hópur innan búðanna.
Starfsmenn (sonderkomando) lík-
brennslunnar/gasklefanna brenna lík í
pittum en það var gert þegar lík-
brennslurnar störfuðu ekki t.d. vegna
bilunar eða þegar þær önnuðu ekki þeim
fjölda sem fór í gasklefana.
Þriðja aðtriðið sem hafði áhrif á
þróun búðanna er útrýming fatlaðra í
Þýskalandi en þúsundir fatlaðra
einstaklinga voru myrtar í gasklefum
(eða með sprautum og lyfjagjöf),
sem komið var upp í ýmsum
stofnunum. Og þar sem þessi aðferð
gafst vel var farið að drepa fanga,
sem ekki gátu lengur unnið, með
þessari aðferð ( Fólst hún í því að
leiða útbástur úr bifreið inn í lokað
hólf). Það var í Auschwitz sem
mönnum datt í hug að nota zyklon B
á menn. Úr því það dugði til að drepa
lýs, því skyldi það þá ekki duga til að
drepa menn? Tilraunir með efnið
voru gerðar í kjallar blokkar 11 (Blokk
11 var einskonar fangelsi innan
búðanna, þar var föngum refsað m.a.
með því að svelta þá til bana) og
gáfu þær góða raun. Með þessari
aðferð fundu menn líka lausn á
,,gyðingavandanum". Með henni var
hægt að drepa fjölda manns í einu
án þess að í því fælist of mikið álag á
þá menn sem unnu verkið. í
framhaldinu var komið upp gasklefa
og líkbrennslu í búðunum sem enn
má sjá. Fyrstu fórnarlömbin voru
rússneskir stríðsfangar en síðar var
farið að koma með litla hópa gyðinga
þangað. Þeim fór svo fjölgandi,
komu fyrstu erlendu gyðingarnir til
búðanna árið 1942 og fóru þeir beint
í gasklefann. Sama ár tóku Þjóðverjar
í notkun nokkrar dauðabúðir í
Póllandi þar sem hægt var að myrða
þúsundir manna á hverjum degi.
Flaustið 1941 vartekin ákvörðun um
að stækka Auschwitz, byggður skyldi
annar hluti á stað sem Þjöðverjar
kölluðu Birkenau og átti hann að
geta tekið allt að 100.000
stríðsfanga. Rússneskir stríðsfangar
vou notaðir til að byggja búðirnar. En
fljótlega varð Ijóst að búðirnar myndu
þjóna nokkuð öðru hlutverki en því
að vera stríðsfangabúðir. Árið 1942
var tekin í notkun ný líkbrennsla í
Birkenau sem einnig var búnings-
herbergi og gasklefi, menn höfðu
þar með hannað fullkomna
drápsverksmiðju innan Auschwitz en
ári síðar voru þær orðnar 4 og
samtals önnuðu þær því að drepa og
brenna tæplega 5000 manns á dag.
En það var þó ekki fyrr en árið 1944
sem Auschwitz-Birkenau náði því að
verða stærst allra dauðabúða þegar
þangað voru fluttir ungverskir
gyðingar í þúsunda tali. í fyrstu voru
gyðingar drepnir hvort sem þeir voru
vinnufærir eður ei en þegar mönnum
varð Ijóst mikilvægi vinnuaflsins var
farið að velja úr sendingunum.
Bygging líkbrennslu og gasklefa í
Birkenau 1942. Hér sést likbrennsla IV.
Lestirnar komu á pallinn í Birkenau
og þegar búið var að tæma þær var
fólkið valið, ýmist sent til vinstri eða
hægri, eftir því hvort það taldist
vinnufært eða ekki. Lítil börn og
gamalt fólk var umsvifalaust sent í
gasklefana. Þann 7. október 1944
gerðu starfsmenn í gasklefunum
(Sonderkommando) í Birkenau
uppreisn sem barin var niður. Um
svipað leyti varð breyting á afstöðu
manna í Austur -Evrópu (enda
mönnum Ijóst að Þjóðverjar voru að
tapa stríðinu) og Ijóst að sendingum
gyðinga til Auschwitz myndi Ijúka.
Búðirnar voru frelsaðar af
Sovétmönnum 27. janúar 1945.
Talið er að af þeirri 1.3 milljónum
manna sem sendar voru til
Auschwitz hafi 1.1 milljón dáið þar. í
Auschwitz er nú safn.
Heimildir:
The Auschwitz album. The Story of a
Transport. Yad Vashem, Auschwitz-Birkenau
State Museum 2002
Rees, Laurence: Auschwitz, the Naziz and the
Final Solution. BBC Books 2005
http://www.auschwitz.org.pl/
Ljósmyndir: www.yadvashem.org