Veiðimaðurinn - 01.11.1978, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.11.1978, Blaðsíða 32
Stóra bleikjan Heyskaparfólk dvaldi allt suður í Fram- engjum, sem eru úr landi Skútustaða, en ég átti að sjá einn um veiðiskapinn, þannig að unnt væri að senda engjafólki nýmeti. Dag einn reri ég suður á flóa (syðri flóa) og reyndi með spóninn í grennd við Strandar- hólma. Þar var lítið um silung, en mitt á milli hólmanna og Geiteyjar fer ég að verða var og það heldur hressilega. Fékk ég tvær 4 punda bleikjur, nokkrar smærri og einn 3ja punda urriða, sem tók mig stundar- fjórðung að ná inn fyrir borðstokkinn og er það með bestu sprettum, sem ég hef séð hjá urriða, enda engin stöng til þess að þreyta hann. Upp í Geitey var Illugi Jónsson, þá bílstjóri í Vogum, að slá hverinn í eynni og fylgdist hann með mér við veiðiskapinn, hann er veiðimaður mikill af lífí og sál. Eg renni enn út spæninum og skömmu síðar er rifíð í hann og nú með miklum þunga. Finn ég fljótt, að nú er stórfiskur á og tók ég öllu með ró í fyrstu, en þegar fískurinn kemur nær, sé ég að þetta er 7-8 punda bleikja. Viðureignin við hana hefur staðið alllengi, því Illugi sagði mér síðar, að hann teldi að ég hefði fest í botni, svo langan tíma tók þetta. Nema hvað, eftir þriðjung stundar ætla ég að háfa bleikjuna með litla, heimagerða háfnum frá Vogum, en skepnan komst alls ekki í hann, ég rak hring háfsins í haus bleikjunnar við spóninn, svo út úr rifnaði, sú 8 punda synti brott. Þeirri sjón gleymi ég aldrei og mikið skulfu hendur mínar á eftir. En nú var Illuga öllum lokið, hann hratt bát sínum fram út í Geitey og reri til mín, sagðist ekki hafa búist við töku á spón í þessu veðri og vildi nú reyna með mér. Eitthvað minnir mig að við fengjum til viðbótar, en nú var farið að hvessa, við ákváðum að verða samferða heim, einbáta. Lagt við Stígsskarð Þetta sama sumar fórum við þrír piltar, ég, Hallgrímur og Pétur Jónassynir að leggja net fyrir húsbændur okkar, og lögðu félagar mínir við Arnarklett, en ég við Stígsskarð. Er heim kom var sagt við mig: „Ertu vitlaus að leggja við Stígsskarð í þessari birtu, þú færð ekki kvikindi á morgun“ Morguninn rann upp, bjartur og fagur, félagar mínir drógu net sín við Arnarklett, fengu ellefu silunga, meðal- stóra. Síðan var haldið að Stígsskarði og byrjað að draga net mín. Varð þá fljótt handagangur í öskjunni, því mikið var af silungi í netunum, ákafínn í okkur svo mikill, að við gættum þess ekki, að neglan var farin úr, svo við komumst í land með bátinn hálffullan af vatni og silungi. Aflinn varð rösklega 30 bleikjur. Við ákváðum nú að taka alla netabala í land, greiða netin þar og leggja sameigin- lega öll okkar net við Stígsskarðið. Sem við erum langt komnir að greiða netin, sjáum við, hvar bátur nálgast og er þar kominn Sigfús, þriðji ábúandinn í Vogum. Hann kallar til okkur og spyr, hvort við höfum verið að fá hann, en við létum lítið yfír að hætti veiðimanna. En trú hans var veik, svo hann kom til okkar á bakkann og varð nú aflanum ekki leynt. Leggur hann síðan sín net beint á þann stað, sem ég hafði veitt bleikjurnar góðu og við félagarnir ætluðum okkur að leggja sameiginlega. Við biðum nú átekta, þar til Sigfús hafði lagt sín net og róið brott, en þá var hernarðaráætlun okkar tilbúin. Við hringlögðum Sigfús þannig, að netagirð- ing okkar náði alveg hringinn í kring um net hans. Nú rerum við heim og skyldi netanna vitjað þegar um kvöldið. Þá reyndust 21 í okkar netum, félaganna, en Sigfús fékk einn silung. 30 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.