Hafnfirðingur - 25.11.1933, Side 4
4
HAFNFIRÐINGUR
Til allra Islendinga.
Stórkostlegur sigur fyrir íslenskan iðn ekstur!
Það er vísindalega sannað, að h.f. Svanur, smjörlíkis og efnagerð,
Reykjavík tekist eftir áður óþektum aðferðum að framleiða smjörlíki,
sem inniheldur jafnmikið A. vitamin og besta*) danskt sumarsmjör.
Tilraunir verksmiðjunnar hafa staðið yfir síðastliðið ár og
eru þegar nokkrir mánuðir síðan þær voru komnar svo langt, að
vjer gátum framleitt smjörlíki með eins miklu vitaminmagni (fjör-
efni) eins og vjer óskuðum. Þrátt fyrir þetta vildum vjer þó ekki
tilkynna það og byrja framleiðsluna vitaminsmjörliki fyr en vjer
hefðum fengið óyggjandi sönnun fyrir því, að aðferðir vorar væru
ómótmælanlega rjettar, og smjörlíkið sannanlega innihjeldi það
vitamínmagn, sem lofað væri og ekki minna en smjör. Vjer höfum
nú fengið vísindalega sönnun fyrir því, að þetta hafi tekist til fullnustu.
Stadens Vitamin-Laboratorium í Danmörkú hefir rannsakað ís-
lenskt smjörlíki framleitt á vanalegan hátt og blandað ca. 5% smjöri
og ennfremur rannsakað Svana-vitaminsmjörlíki.
Árangurinn af þessum rannsóknum varð sá er sjest af eftir-
farandi skýrslu, sem hjer er birt í íslenskri þýðingu.
I. Yanlegt smjörlíki blandað ca. 5% af íslensku smjöri.
Árangur af rannsóknum, gerðum á vitaminrannsóknastoíu
ríkisins frá 12/9 — 11 10 1933, á vitamininnihaldi í præparati merktu
10, varð eins og hér segir:
A-vitamintilraunirnar eru gerðar eftir svo nefndri kurativ-
rannsóknaraðferð. 30 daga gömlum rottuúngum er gefin fæða, sem
ekki inniheldur A-vitamin. Eftir 3—4 vikur er það kliniskt sannað,
að komið hefir fram í þeim A-vitaminosis (verki, sem staiar af
vöntun á A-vitaminum), þar sem dýrin fá Xerophthalæi og þau
hætta að vaxa.
í því tilfelli, sem hér er um að ræða, var dýrunum gefinn
skamtur, sem narn 350—250 og 150 mgr. handa hverri roltu. Við-
bótin var gefin seinna í 4—5 vikur- Dýrin voru vegin einu sinni
vikulega, daglega umsjón Var liöfð með þeim og þau voru krufin
þegar þau voru dauð.
Arangur ransóknanna sést á meðfylgjandi rannsóknatöflu.
Það er vafasamt, hvort í præparatinu eru yfirleitt nokkur A-vitamin.
L. S. Fridericia.
Þýtt hefur Svanhildur Ólafsdóttir, löggildur skjalaþýðari í dönsku.
Rannsóknartafla
um fóðrunartilraunir á rottum, til þess að ákveða A-vitamininnihald í
præperat mrk. 10 röð 207 B. Dagboks nr. 2031 '1933.
Byrjunarþyngd Þyngd í lok Þyngd í lok Meðaltals þyngd-
í grömmum. fyrra tilrauna- síðara tilrauna- arbr. í grömmm-
tímabilsins í gr. tímabilsins í gr. um á viku síðara
tilraunatímab.
Viðbót 350 milligrömm á dag.
52 84 56
55 95 67 + CO CO
36 92 60
Viðbót 250 milligrömm á dag.
44 94 76
45 82 58 -s- 14,0
Viðbót 150 milligrömm á dag.
56 116 S1 -í- 17,6
39 74 52j
II. Svana-Yitaminsmjörlíki blandað ca. 5 af íslensku smjöri.
Árangur af rannsóknum, gerðum á vitaminrannsóknastofu
ríkisins frá 12 9—17/10 1933, á vitamininnihaldi í præparati merktu
102, varð eins og hér segir:
A-vitamintilraunirnar eru gerðar eftir svo nefndri kurativ-
rannsóknaraðferð. 30 daga gömlum rottuungum er gefm fæða, sem
ekki inniheldur A-vitamin. Eftir 3—4 vikur er það kliniskt sannað,
að komið hefir fram í þeim A-Avitaminosis (veiki, sem stafar af
*) Vitaminsrannsóknir á íslensku smjöri eru ekki til. —
vöntun á A-vitaminum), þar sem dýrin fá Xerophthalæi og þau
hætta að vaxa.
í því tilfelli. sem nér er um að ræða, var dýrunum gefinn
skammtur, sem nam 350—250 og 150 mgr- handa verri rottu. Við-
bótin var gefm seinna í 4—5 vikur. Dýrin voru vegin einu sinni
vikulega, dagleg umsjón var höfð með þeim og þau voru krufm
þegar þau voru dauð.
Arangur rannsóknanna sést á meðfylgjandi rannsóknatöflu.
Hinn efíektivi kurativi skamtur var 250 mgr. á rottu á dag. Sam-
kvæmt því svarar vitiamininnihald præparatsins til fjögurra
effektivra kurativra rottuskammta pr. gramm.
L. S. Fridericia.
Þýtt hefur Svanhildur Ólafsdóttir, löggildur skjalaþýðari í dönsku.
Rannsóknartafla
um fóðurtilraunir á rottum, til að ákveða A-vitamininnihald í
præperat mrk. 102, röð 208 B. Dagboks nr. 2031 /1933.
Byrjunarþyngd Þyngd i lok Þyngd lok Meðaltál þyngd-
í grömmum. fyrra tilrauna- síðara tilrauna- arbr. í grömmum tímabilsins í gr. tímabilsins í gr. á viku síðara til-
raunatímabilið.
Viðbót 350 milligrömm á dag.
41 88 132
56 73 96 + 7,9
40 65 117]
Viðbót 250 milligrömm á dág.
55 101 132
49 89 115
38 57 1 10 + 7.9
40 70 118
Viðbót 150 milligrömm á dag.
50 103 1 19]
50 105 120
48 92 106 + 4,1
39 66 103
Það, sem rannsóknirnar leiða í ljós er þetía.
Það er vafasamt, hvort vanaiegt smjörlíld blandað 5% af ís-
lensku smjöri inniheldur nokkurt A-vitamin (fjörefni).
Svana-vitaminsmjörlíki inniheldur 4,1 vitamineiningar og er
það jafnmikið og besta danskt sumarsmjör.
Þelta nýja smjörlíki vort verður framvegis selt undi nafninu
Svana-vitamin smjörlíki
(skrásett vörumerki).
Verðið er: 90 aurar pr. % kg.
Til þess, að allir geti haft vissu fyrir því, að framleiðslan á
Svana-vitaminsmjörlíki, sje bygð á tryggum vísindalegum grund-
velli, höfum vjer fengið þá, prófessor í heilsufræði Guðmund
Hannesson og forstjóra Rannsóknarstofu ríkisins Trausta Ólafs-
son, ril að taka sýnishorn af Svana-vitaminsmjörlíki og senda þau
Vitaminlaboratoriet í Kaupmannahöfn til rannsóknar minst 4 sinn-
um á ári.
Sýnishorn til rannsóknar taka þeir í verksmiðjunni eða utan
hennar, hvenær sem þeim bíður við að horfa.
En fleiri af Svana-vitaminsmjörlíki eru tíl rannsóknar á Statens
Vitaminlaboratorium, og verða niðurstöðurnar af þeim rannsóknum
birtar jafnharðan og þær berast.
Vjer vonum með þessari mikilvægu nýung, að hafa komið
miklu góðu til leiðar, — því —
1) Svana-vitaminsmjörlíki inniheldur jafnmikið A-vitamin (fjörefni)
og besta danskt sumarsmjör.
2) Svana-vitaminsmjörlíki er aðeins 5 aurum dýrar pr. % kg. en
vanalegt smjörlíki-
3) Svana-vitaminsmjörlíki er auk þess að innihalda vitamin (fjör-
efni), framleitt úr bestu hráefnum, sem fáanleg eru, og hins
stakasta hreinlætis og vandvirkni í hvívetna gætt.
Hf. SVANUR smjölíkis- ög efnagerð.
Lindargötu 14 Reykjavík. — Sími 1414 (3 línur) Símnefni: Svanur.