Veiðimaðurinn - 01.12.1990, Side 5

Veiðimaðurinn - 01.12.1990, Side 5
Formáli Tímaritið Veiðimaðurinn kom fyrst út vorið 1940. í árslok 1960 tók ég saman efnisyfirlit ritsins til þess tíma, en þá voru liðin rúm 20 ár frá því að það hóf göngu sína. Þetta efnisyfirlit var að því leyti nýstárlegt, að greinum ritsins var raðað í þrettán flokka eftir efni. Var það gert í þeirri trú, að lesandi ætti þá auðveldara með að finna grein, sem hann myndi óljóst eftir og fýsti að kynna sér að nýju. Þessi flokkun er enn viðhöfð. Sá sem ætlar að hafa not af flokkuninni þarf að sjálfsögðu að kynna sér hana og reyna að gera sér grein fyrir hugsuninni, sem að baki liggur. Nauðsyn þykir því að rifja flokkana hér upp með örstutt- um skýringum. 1. Veiðisögur ogfleira. Fyrst og fremst frásagnir af ferðum og atburðum, einkum tengdum veiði, jafnt ortar frásagnir sem sannar. 2. Fróðleikur og leiðbeiningar. Að mestu ýmiskonar fræðsla um fiska, veiði, veiðarfæri, vatnsföll og fleira. Þarna er einnig að finna leiðbeiningar um notkun og meðferð tækja. 3. Hvainingar og hugvekjur. Margskonar hugleiðingar og rabb um sameiginleg áhugamál stanga- veiðimanna og samskipti þeirra við náttúruna. Þarna er til dæmis að finna öll ávörp ritstjóra og forustugreinar. Að efni til er þetta einkum boðun. 4. Baráttumal og áminningar. Undir þetta flokkast gagnrýni á það, sem ábótavant þykir og betur mætti fara frá sjónarhóli stangaveiði- og ræktunarmanns. Snýr margt að löggjafanum. 5. Umbcetur, rannsóknir, raktun. Að mestu frásagnir af framkvæmdum eða árangri athugana. 6. Akveðin vötn og vatnasvaði. Beinar kynningar. 7. Viðtöl. Flest viðtöl eru margbreytilegri að efni en svo að þau verði dregin í dilka með sama hætti og aðrar greinar. 8. Minningargreinar. - Eftirmæli. 9. Gamall fróðleikur og þjóðsagnir. Þarf varla að skýra. 10. Frá félögum. Ymislegt frá félögum stangaveiðimanna, bæði um ákvarðanir þeirra og atburði, sem gerast á þeirra vegum. Fleiri félög koma þarna við sögu, t.d. félög veiðiréttareigenda og jafnvel alþjóðafélög. 11. Frá ýmsum stöðum. Fréttnæmt efni um flest, sem bundið er ákveðnum stöðum. Þarna er að finna allar aflaskýrslur frá ákveðnum ám eða landshlutum, svo og fréttir af stórum fiskum. 12. Óflokkað innlent efni. Blandað efni, sem ekki þykir eiga heima í áðurtöldum flokkum. Þarna er til dæmis að finna öll ljóð, sem birt eru í ritinu, hvort sem þau eru löng eða stutt, svo og umsagnir um bækur. 13. Ymislegt erlendis frá. Þetta eru einkum stuttar greinar um efni, sem ekki þótti flokkast undir ofanritaðar yfirskriftir. Þetta eru jöfnum höndum fréttir og fróðleikur, kenningar og frásagnir, eða með öðrum orðum margskonar molar. Þegar flokkað er eftir efni eins og hér er reynt að gera má lengi um það deila, hvort rétt sé gert. Hætt er við að flokkunin beri nokkurn keim af viðhorfum þess, sem framkvæmir hana. Eins er efni sumra greina af ýmsum toga og gætu þær því átt heima í fleirum en einum flokki. Stundum getur skilningur flokkarans verið annar en skilningur þess, sem ætlar að nota sér flokkunina og verður naumast við gert. En þrátt fyrir alla galla ætla ég að leyfa mér að vona að flokkunin auðveldi leit að ákveðnum greinum. Veiðimaðurinn 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.