Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1985, Blaðsíða 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1985, Blaðsíða 19
Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins I 1985 19 Þórarinn Hjaltason, verkfrædingur Endurskoðun umferðar í skipulagsmálum 3. tbl. 1983 var greint frá því, að hafin væri endurskoðun reiknilíkansumferðar. Hér er um að ræða samvinnuverkefni Skipulagsstofunnar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðar ríkis- ins. I upphafi var áætlað að þessari vinnu yrði lokið um áramótin 1983/84, en verkið hefur dregist nokkuð á langinn. Eftir er t-d. að ganga frá nýrri reitaskiptingu. Lögð hafa verið drög að nýrri reitaskipt- ingu á „randsvæðum“, þ.e. svæðum austan Elliðaára og sunnan Fossvogslækj- ar. Þessi drög eru nú til skoðunar hjá Anders Nyvig A/S, dönskum ráðgjafa- verkfræðingum. Gera má ráð fyrir, að umferðarreitir verði nálægt 150 í stað 120. Þetta mun stuðla að nákvæmari umferð- arforsögnum, sérstaklega á „randsvæð- um“, þar sem sumir umferðarreitir eru of stórir í núverandi reitaskiptingu. Grund- völlur núverandi reitaskiptingar var lagður þegar unnið var að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83. Nú er verið að skoða mun stærra svæði og þess vegna eðlilegt að fjölda þurfi umferðarreitum. Einnig er ólokið endurskoðun leiða- valsþáttar reiknilíkansins. Eftir er að ganga endanlega frá flokkunarkerfi, þar sem götur eru flokkaðar eftir ökuhraða og umferðarrýmd. Drög að slíku kerfi er nú verið að skoða hjá Anders Nyvig A/S, Þó að endurskoðun reiknilíkans um- ferðar sé ekki lokið, þá hefur það verið notað undanfarið við gerð umferðarfor- sagna, sbr. grein um umferðarforsagnir fyrir árið 2030 hér á undan. í þeim um- ferðarforsögnum hafa ofangreind drög að flokkunarkerfi gatna fyrir leiðaval og drög að nýrri reitaskiptingu á „randsvæð- ym“ verið notuð. Samanburður milli tal- innar og reiknaðrar umferðar 1982 hefur ieitt í ljós, að reiknilíkanið gefur góða mynd af núverandi ástandi. Skekkja í reiknuðu umferðarálagi á stofnbrautum og tengibrautum í tiltekn- um sniðum reyndist aðeins 10% (vegið meðalfrávik). Skekkja í reiknuðu um- terðarálagi á öllum götum í sömu sniðum reyndist 13%. Nú er stefnt að því að Ijúka endur- skoðun reiknilíkans umferðar í mars 1985. Þá verða a.m.k. sumar umferðar - forsagnir fyrir 1990 og 2030 endurteknar og athugað hvort álagstölur breytist eitthvað að ráði frá þeim tölum, sem nú liggja fyrir. Ef svo verður, er ástæða til að endurtaka einnig aðrar umferðarforsagn- ir fyrir 1990 og 2030.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3073
Tungumál:
Árgangar:
8
Fjöldi tölublaða/hefta:
28
Skráðar greinar:
285
Gefið út:
1980-1987
Myndað til:
1987
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Skipulagsmál : Byggingarlist : Tækni : Höfuðborgarsvæðið : Arkitektúr og skipulag : AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.04.1985)
https://timarit.is/issue/429106

Tengja á þessa síðu: 19
https://timarit.is/page/7802750

Tengja á þessa grein: Endurskoðun reiknilíkans umferðar.
https://timarit.is/gegnir/991006734449706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.04.1985)

Aðgerðir: