Nesfréttir - 01.03.2022, Blaðsíða 2

Nesfréttir - 01.03.2022, Blaðsíða 2
ÚT GEF ANDI: Borgarblöð ehf, Eiðistorgi 13-15, 172 Seltjarnarnes, Pósthólf 171. S: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 RITSTJÓRI: Krist ján Jó hanns son • ÁBYRGÐAR MAÐUR: Krist ján Jó hanns son BLAÐAMAÐUR: Þórður Ingimarsson UM BROT: Valur Kristjánsson NETFANG: borgarblod@simnet.is • HEIMASÍÐA: borgarblod.is Nesfréttir koma út mánaðarlega og er dreift frítt í hvert hús á Seltjarnarnesi 2 Nesfrétt ir www.borgarblod.is Hreyfing og félagslíf Hreyfing og félagslíf er fólki nauðsynleg. Ekki síður þegar árum fjölgar og líkami stirðnar og slitnar. Með skipulagðri hreyfingu er hægt að tefja verulega fyrir hrörnun sem fylgir fleiri æviárum. Í þessu tölublaði er spjallað við fjóra íbúa í húsnæði heldri borgara við Skólabraut. Þau hafa öll tekið þátt í heilsueflingarverkefni sem kallast Leið að farsælli öldrun. Þau segja frá þátttöku sinni í verkefninu og lýsa hvaða áhrif það hefur haft. Bæði líkamlega en einnig andlega. Þau tala um aukinn líkamlegan styrk en einnig félagsskapinn sem þetta hefur myndað. Þau hafa kynnst nýju fólki og endurnýjað kynni við annað sem þau hafa ekki hitt lengi. Fátt er heldra fólki erfiðara yfir utan að tapa líkamshæfni en að einangrast. Hætta að umgangast annað fólk og snúast í kringum sjálft sig. Þetta hendir of marga. Heilsueflingarverkefnið Leið að farsælli öldrun er sniðið til mótvægis við þá þróun sem margir verða fyrir á efri árum. Því er vert að hvetja heldra fólk til þess að taka þátt í hreyfingu og félagslífi á hvers vegum sem það er unnið. Reynsla fólksins á Skólabrautinni talar sínu máli. Við finnum öll mikinn mun segja þau einum rómi. Leið ari www.systrasamlagid.is Vill byggja þriggja hæða fjölbýli í Bygggörðum Ásgeir Ásgeirsson hefur fyrir hönd Gróttubyggðar ehf. sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýli með 26 íbúðum ásamt bílakjallara í Bygggörðum. Skipulags- og umferðarnefnd hefur frestað erindinu sem nú er til meðferðar hjá byggingarfulltrúa. Fyrirhuguð byggð við Bygggarða. UM HV ER FI SV Æ N ÍS LE NS K HÖ NN UN ASWEGROW.IS

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.