Norðurslóð - 21.07.2022, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 21.07.2022, Blaðsíða 2
2 – norðurslóð Á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra, þeirra Gísla, Eirík og Helga, hefur opnast nýr heimur, nánar tiltekið inn í heim bíó-sýningastjórans í Leikhúsi Dalvíkurbyggðar, Ungó. Hjónin Heiða Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson sem hafa rekið kaffihúsið í að verða níu ár, hafa lengi vel gengið með þá hugmynd í maganum að gera glugga sem sýnir inn í gamla sýningarklefann sem staðsettur er á efri hæð Ungó. Blaðamaður Norðurslóðar kíkti í kaffi til Heiðu. “Við leigum þennan part af húsinu, sem er Ungó, í 8-10 mánuði á ári og höfum alltaf vitað af þessum sýningarvélum hérna á bakvið veggin. Okkur fannst svo gríðarleg synd að þær væru þarna innilokaðar og að engin fengi að sjá þetta upprunalega rými. Við fórum þá að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til þess að leyfa fólki að berja þetta augum og þá datt okkur í hug þessi gluggi. Ég ræddi þessa hugmynd við marga og endaði svo á að sækja um styrk í Menningarsjóð Dalvíkurbyggðar fyrir nokkrum árum en fengum ekki þann styrk.” Þau hjónin voru þó ekki tilbúin að gefast upp og ákváðu þá að gera þetta sjálf, en framkvæmdin er dýr. Eini upprunalegi sýningaklefinn “Það er nýlega búið að gera við þakið á Ungó, þannig að sýningarvélarnar verða ekki teknar þar upp í gegn og ekki komast þær niður stigan. Þær munu því verða þarna á meðan húsið stendur. Það er í raun stórmerkilegt að þarna var rekið bíó í öll þessi ár og það má enn sjá öskuna úr vélunum síðan fyrir tugum árum, en það var kveikt í þessum vélum með kolum og kolapinnarnir eru þarna enn. Þetta er í raun og veru eins og safn og algjör synd að almenningur hafi ekki getað séð þetta. Við erum líka búin að fá þær upplýsingar frá Kvikmyndasafni Íslands, að þetta eru eini sýningaklefinn og sýningavélarnar sem eru í sínu upprunalegu umhverfi á Íslandi. Það er búið að færa allar vélar á söfn eða í anddyri húsa, frá sínum upprunalega stað. Þannig að við ákváðum að taka það á okkur að fara í þessa rándýru framkvæmdir, sem mun svo sem ekki skila miklum hagnaði, annað en gleði og hamingju að fá að sjá hvað er þarna á bakvið” Vandað til verka Þau Heiða og Bjarni fengu leyfi frá bænum að fara í þessar framkvæmdir á þeirra kostnað og fengu Steypustöð Dalvíkur til að gera gluggaopið í veggin og var sér hannaður gluggi frá Gluggagerðinni Berki settur í opið. “Það er náttúrulega ekkert stokkið í svona verk einn, tveir og tíu, við þurfum leyfi frá brunayfirvöldum og glerið verður að vera brunahelt, þar sem þetta er á á milli brunahólfa. Þetta er allt gert með ákveðnar reglur í huga. Við eigum svo eftir að láta hanna herbergið og það á eftir að klæða vegginn í takti við kaffihúsið” L e i k m y n d a h ö n n u ð u r i n n Þórarinn Blöndal mun sjá um að hanna sýningarýmið, en hann hefur unnið mikið með Heiðu og Bjarna í tengslum við kaffihúsið. “Við vorum svo ægilega spennt fyrir þessu að við bara ákváðum að í stað þess að hylja gluggann áður en búið er að hanna rýmið, þá leyfum við öllum að sjá hvernig þetta er núna og svo hvernig þetta verður, þannig þetta heitir núna “verk í vinnslu”. Aðspurð hvort þau hjónin séu með fleiri verk í vinnslu segir Heiða að það sé alltaf nóg að gera og nóg af hugmyndum á teikniborðinu. “Þrátt fyrir mörg verkefni hér og mikla annir þá hef ég alltaf tíma til að vera með svona í huga, þó það gerist kannski minna þegar maður er á kafi í súpupottinum. Hugmyndir taka oft langan tíma að verða að veruleika en eftir því sem maður heldur þeim á lofti þá er alltaf eitthvað sem gerist. Þó að maður hugsi stórt og byrji smærra þá bara kemur þetta í skrefum.” Landsmót hestamanna fór loksins fram og þar átti Dalvíkurbyggð glæsta fulltrúa tvífættlinga og ferfættlinga í brautum og ötulir stuðningsmenn sátu í brekkunum í misgóðu veðri og enn aðrir mættu í félagsaðstöðuna í Hringsholti og hvöttu þar sitt fólk og hesta í beinni útsendingu. Að þessu sinni fór mótið fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 3-9.júlí. Þar skiptust svo sannarlega á skin og skúrir eða reyndar hellidembur og rok og sól og blíða eins og oft vill verða á þessum stað.Allir komu heilir heim og menn og hross geta aldeilis verið sáttir við sitt þó örugglega renni í gegnum huga einhverra: Ég hefði átt að lyfta aðeins betur, ég hefði átt að hvetja aðeins fyrr, ég veit að þessi hestur betur getur, ég hefði átt að standa alveg kyrr! Við óskum okkar fólki og hestum og eigendum þeirra til hamingju með árangurinn. Framtíðin er björt. Barnaflokkur: Björk frá Árhóli - Arnór Darri Kristinsson 18.sæti Unglingaflokkur: Dögun frá Viðarholti - Bil Guðröðardóttir 50.sæti A flokkur: Korka frá Litlu Brekku - Anna Kristín Friðriksdóttir 17.sæti+ Vængur frá Grund - Anna Kristín Friðriksdóttir 39.sæti 100m Skeið: Hnopp frá Árbakka- Svavar Örn Hreiðarsson Lá ekki 6 vetra hryssur: Tara frá Jarðbrú 7.sæti B-flokkur ungmenna: Hryggur frá Hryggstekk - Egill Þórsson 11.sæti Eigandi hests Bil Guðröðardóttir B-flokkur gæðinga Tumi frá Jarðbrú 2.sæti Tölt: Tumi frá Jarðbrú var efstur í B-úrslitum Ákveðið var að hann tæki ekki þátt í úrslitum þar sem hann var líka að keppa í úrslitum í B-flokki gæðinga Slaktaumatölt Týr frá Jarðbrú 9-10. sæti Hryggur frá Hryggstekk 11.sæti 5 vetra hryssur: Hringsjá frá Enni 5.sæti Eigendur: Þorri og Nökkvi Þórissynir og Teitur Árnason Björk frá Árhóli með einbeittan knapa, Arnór Darra Kristinsson. Ljósmynd:Pétur Skarphéðinsson Svarfdælsk hross og knapar á landsmóti Stuttur stans í Syðra-Holti Skjólbeltagerð „Verk í vinnslu“ Gluggað inn í gamla tímann á Kaffihúsi Bakkabræðra Það fer að verða árviss viðburður á síðum Norðurslóðar að kíkja á hina framkvæmdaglöðu stórfjölskyldu á Syðra- Holti um þetta leyti. Þegar ekið er framhjá Holti er ekki óalgeng sjón að sjá að minnsta kosti eina manneskju bogra yfir beðum ellegar hafast eitthvað annað við utanhúss. Eitt þeirra skipta er blaðamaður Norðurslóðar ók framhjá og sá þau Eirík og Inger í vinnugallanum eins og svo oft áður nýtti hann tækifærið og tók þau tali vopnaður myndavélinni. Hvað er núna verið að bardúsa? „Við erum nú bara að gera skjólbelti hérna upp og suður með merkjunum og líka raunar neðan við veg þar sem við erum með grænmetið.“ Fyrir ofan veg er ætlunin að hafa bæði berjarunna og beitiland handa fénu þegar að því kemur. En líkt og glöggir lesendur Norðurslóðar vita þá er stefnan að framleiða sauðamjólk á Syðra- Holti. Við erum líka búin að gera samning við Skógræktina um að rækta einhverja þrjátíu hektara neðst í hlíðinni hérna fyrir ofan bæinn. „Við ætluðum líka að vera með tvo reiti hérna neðar en umhverfisráð hefur synjað þeirri ósk okkar í tvígang, nú síðast vegna þess að á svæðinu sé svokallað snarrótarvistkerfi með háu verndargildi“. Einhverntíman hefði mátt hlægja að því á þorrablóti að snarrótin væri friðuð. Eiríkur heldur áfram : „Svo vona ég að Hjörleifur (í Laugarsteini) fái ekki hland fyrir hjartað því við ætlum að nýta þennan áburð sem er í skjólbeltinu og á milli og ætlum að setja fóðurlúpínu, hún er ekkert eins og bláa frekjan! hún kemur á milli til þess að þar verði ekki bara arfi og gras. Inger og Eiríkur með skjólbeltið og vaska fjölskyldumeðlimi í baksýn. Milli plastdúkanna kemur hin hægláta fóðurlúpína Heiða með sýninga gluggann í baksýn Sýningarvélarnar hafa dagað uppi án þess að hróflað hafi verið við þeim. Norðurslóð Útgefandi: Spássía ehf, Bjarkarbraut 25 620 Dalvík. S. 8461448. Netfang: nordurslod22@gmail.com Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Bjarki Hjálmarsson Umbrot: Björk Eldjárn Kristjánsdóttir & Jón Bjarki Hjálmarsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Litróf Hagprent ehf., Reykjavík

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.