Þjóðúlfur - 01.11.1946, Síða 4
- 4 -
RATJSI DAUBINN.
Hin allra andstyggilegasta plága, sem
yfir íslenzku þjóðina hefur dunið á seinni
arum er hinn svokallaði kommunismi« Þessa
pest hefði átt að uppræta þegar í hyrjun
hennar viðbjóðslega landráðaferils, en því
miður álitu menn að hér væri aðeins um
skrípaleik að ræða, hlógu að ^essu, toku
vettlingatökum á því og hví fór sem for.
NÚ má segja að allt fræðslukerfi landsins
só heltekið þessari plágu. Menntamálarað-
herra, Brynjolfur Bjarnason, er illræmdasti
foringi þessa ósóma og heita ma að engum
öðrum en heitttrúuðum kommunistum seu
veittar kennarastöður. Undir verndarvæng
menntam.ráðh, starfa þessir menn að hinni
svívirðilegustu úthreiðslu kommúnismans í
kennslustundum. Fáfroðir unglingar taka
sór síðan þessa menn til fyrirmyndar og
undir handleiðslu þeirra manna, sem eiga
að sjá um menntun æskulýðsins eru æ fleiri
og fleiri af æskumönnum hinnar íslenzku
þjóðar stefnt niður í forardýpi kommún-
ismans. Ef svona heldur áfram er íslenzku
þjóðinni, sjálfstæði hennar og menningu
buin alger glötun á næstu áratugum.
En með þessu framferði sínu hafa þeir
algjörlega dregið af sór sauðargæruna,sem
þeir skrýddust fyrir fáum árum, þó að þeir
reyni að fela myrkraverk sín hak við ogeðs-
legan orðaflaum og hræsni, svo sem yfir-
lýsingar sínar um ást á föðurlandinu,þjoð
þess og menningu. Er mönnum enn í fersku
minni framferði þeirra á fyrri árum. Þa
tróðu ungkommúnistar xslenzka fánann niður
í skítinn og drógu pottlokin niður fyrir
eyru, þegar þjóðsöngurinn var leikinn, Þa
var talað um hlóðugar hyltingar og götuvígi
þó nú só reynt að hreiða yfir það.með
blekkingum og lygum. Eðli kommúnismans
hefur ekkert hreytzt, gaspuryrði og inni—
haldslaust kjaftæði fá engu þar um breytt,
Það er gegn þessu atumeini íslenzka
þjóðfólagsins sem við, íslenzk æska, verð-
um að hefjast handa. Hvar sem illgresið
skýtur upp kollinum verðum við að uppræta
það áður en það nær að vaxa upp yfir höfuð
okkar. Við verðum að gera ís'lenzku æskuna
orennandi í hatri sínu og fyrirlitningu a
þessum flugumönnum RÚsslands. Það er að
vísu langt starf og erfitt að utryma þess-
um ósóma, en það verður að takast og það
mun takast. Því fyrr sem við byrjum, því
fyrr verður starfinu lokið.
Kjörorð okkar eruj
ísland fyrir íslendinga, - íslandi allt.
Ef þjoðin á að lifa, verður kommúnisminn
að deyja.
EERSTjðRNARTILKYNITING HLÍBBALS.
Heldur eru þær aumingjalegar þær
óstaðfestu fregnir, sem Einar Hlíðdal hefur
fengið. Hann þykist vita, að það muni
aðallega vera personulegar skammir í
"Þjóðólfi" og sem góður og gætinn hers-
höfðingi ákvað hann að byrja sjálfur á
árásinni, en eins og endranær, snúast
vopnin við í höndum hans. Hann fræðir
menn á að Einar Ben. hafi verið kosinn í
ritarastöðuna sökum góðrar rithandar.
Fróðlegt væri að Einar Hlíðdal gæfi upp-
lýsingar um þá eiginleika hans sjalfs, sem
ollu því að hann var kosinn í ritnefnd.
Því eins og allir vita hefur hann enga
hæfileika í þá stöðu, fyrir utan það að
hann er með mikla og magnaða ritræpu.
Hann getur þess í einni grein sinni, að
flestir hætti að vaxa 19 ára. En undan-
tekning frá þessari reglu er Einar Hlíð-
dal, því hann hætti að vaxa andlega, þeg-
ar hann var 5 úra og var þá auðvitað
heimskari, en allir aðrir krakkar a þeim
aldri. Hann hefur skrifað mest í Þjoðolf
enaa hefur blaðið aldrei lagzt svo lágt
sem nú. Það eina sem lesandi er, eru hrand-
ararnir og þýdda efnið. Hvað Ólaf ólafss.
snertir, sá einn ritnefndarmaðurinn sóma.
sinn í því að víkja úr sæti fyrir honum,en
ólafur sá að eins og öðrum heiðarlegum
mönnum, yrði honum ekki líft við hliðina
a Einari Hlíðdal.
Einar Hlíðdal getur þess, að "Þjóð-
ólfur" muni ekki verða notaður sem malgagn
þeirra, sem svara þurfi, en þo hyrjar
hann að skammast þegar í fyrsta hlaðinu.
Hefði verið mannlegra að hann hefði ekki
byrjað fyr en staðfestar fregnir vsru
fengnar. Blaður hans og kjaftæði um að
allar gagnrýnisgreinar sóu teknar £ blaðið
mun ekki sinnt. Þar sem útgefendur þessa
blaðs vilja sem minnst eiga við hlekslett-
ur E.H. Telja þeir ekki samhoðið virðingu
sinni að skrifa í "Þjóðólf" meðan hann er
undir stjórn "Hlíðdalsklíkunnar". En þó
mega "Þjóðólfs menn" halda áfram að hirta
jafn ágætar auglýsingar fyrir "Þjóðólf" og
þessi grein Hlíðdals varð.