Súgandi - 01.12.1995, Side 4
Bls. 4.
Árshátíð
Eins og allir vita frestuðum við árshátíðinni sem halda átti 28. október sl. vegna
hörmunganna á Flateyri. Stjómin tók þá ákvörðun að gefa kr. 100.000,- í söfnunina
sem fram fór í kjölfarið.
Arshátíðin verður haldin á komandi ári og munum við auglýsa hana með góðum
fyrirvara þegar þar að kemur.
Áramótaball hjá Önflrðingum
Önfirðingafélagið hefur undanfarin ár haldið áramótaball og eru Súgfirðingar alltaf
velkomnir. Að þessu sinni verður ballið haldið í AKOGES-salnum við Sigtún 3 og
hefst kl 12 á miðnætti. Hljómsveitin Nátthrafnar spila fram undir morgun.
Briddsmót
Núna er í gangi briddsmót á vegum félagsins og em tveir spiladagar eftir sem
verða 7. janúar og 4. febrúar. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar hafi samband við
Gróu Guðnadóttur í síma 551-0116.
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg
sunnudaginn 11. febrúar 1996.
Nánar verður sagt frá þessu í næsta fréttabréfi.
Tilvalin jólagjöf
Súgfirðingafélagið á í fómm sínum ömefnakortaf Súgandafirði og myndamöppuna
fallegu sem gefm var út á 40 ára afmæli félagsins. í henni em gamlar fallegar myndir
( sjá miðopnu) m.a. af Geltinum, þorpinu o.fl.. Verðið á kortunum óinnrömmuðum er
kr. 1.200,-og möppunum kr. 4.000,- eða einstök mynd á kr. 1.000,-
Ahugasamir hafi samband við stjómarmeðlimi
Gleðileg jól og farsœlt komandi ór.
t '
Stjórn félagsins, heimasímar:
Kristján Óskarsson 561-7008
María Hallbjörnsdóttir 567-2373
Ævar Einarsson 421-3230
Sigurbjörg Þorleifsdóttir 564-1264
Anna Bjarnadóttir 568-82^6
Gyða Halldórsdóttir 567-5137
_
Fjolriiunarstofa
Daníels Halldórss.inar