Þróttur - 17.01.1940, Side 2
2
ÞRÓTTUR
á túnunum, en Jón Andrésson
hefur ekki amast við þeim, og
á hann þakkir skilið fyrir það.
IBlettir þessir eru þó svo tak-
markaðir af girðingum, að
stálpaðri börn og vanara skíða-
fólk unir sér þar ekki. Fyrir
það fólk eru því engar skíða-
brekkur nær en inn við Iíarlsá
eða uppi á Seljalandsdal, nema
snjórinn sé sérstaklega mikill.
Fólkið, sem á heima í »Paradís
skíðamanna,« eins og ísafjörð-
ur er stundum kallaður, fer
af þessum ástæðum lítið oftar
á skíði en þeir lteykvíkingar,
sem áhugasamir eru um skíða-
ferðir. Fjöldinn fer tæpast nema
um helgar, þegar veður og færi
cr sæmilega gott. Aðstaðan hér
er að þessu leyti mun verri en
sú, sem t. d. Akureyringar hafa
skapað sér. Peir hafa upplýstar
skíðabrekkur á túnunum
bænum, þar sem tugir manna
geta stundað skíðaíþróttina á
kvöldin eftir vinnutíma. — Og
það vantar meira í »skíðapara-
dísina« en upplýstar brekkur.
Siglíirðingar, Reykvíkingar, 01-
afsfirðingar og Akureyringar
liafa komið sér upp skíðastökk-
hrautum, en á ísafirði er ekk-
erl slíkl til.
Þó er ég viss um að hvorki
vantar hér skilning á gildi
skíðaíþróttarinnar, né vilja lil
að bæta skilyrðin til skíðaferða,
enda hafa Ísíirðingar á sumum
sviðum verið forgöngumenn
íslendinga um þessa íþrótt. Við
óskum eftir nærtækum skíða-
hrekkum og leitum að ráði til
að eignast þær.
Mér hefur komið í hug hvort
ekki mætti ráða bót á þessu á
eftirfarandi hátt:
1. Að tún það, ofanvið Hlíð-
arveg, er Jón Andrésson
hefur nú á leigu af bænum,
verði í framtíðinni gert að
sleða- og skíða-braut.
2. Að girðingin ofan við túnið
verði tekin niður yfir vet-
urinn og garður sá, er hún
stendur nú á verði jafn-
aður, og brautin með því
lengd til fjalls.
3. Að efst í norðurhorni túns-
ins verði byggðar tvær
skíðastökkbrekkur. Önnur
fyrir 5—10 m. en hin fyrir
10—15 m. stökk.
4. Að brautin verði raflýst
með t. d. 8—10 ljósum.
5. Að brautin verði sléttuð
og byggðir við hana fok-
garðar, mun þá liggja snjór
á þessari braut svo lengi
sem um nokkurn veruleg-
an snjó er að ræða, liér
niður við bæ.
0. Að komið verði upp girð-
ingu umhverfis skíðabraut-
ina.
Með þessu móti væri börn-
unum séð fyrir góðri sleða- og
skíðabrekku, og jafnframt fengi
fullorðna fólkið raflýsta æfinga-
brekku sem fullnægði kröfum
flestra bæjarbúa. I>ó yrðu sjálf-
sagt nokkrir sem óskuðu eftir
brattari brekku, og hefur mér
þá dottið í hug, hvort ekki
mætti ryðja skíðabraut utan til
við Stórurðina, þar sem svig-
keppnin var háð síðastl. vetur.
Þar má fá löglega svigbraut,
300 m. langa með 130 m. hæð-
armismun. Jafnframt mætti
byggja þar stökkpall fyrir 30—
40 m. skíðastökk.
Síðastl. vetur skrifaði bæjar-
stjórn í. R. V. F., og var á því
bréfi að heyra, að hærinn væri
fús til aðstoðar ef bennt væri á
viðunandi lausn þessa máls,
og íþróttamenn sjálfir legðu
nokkuð að mörkum. Tel ég
líklegt að svo inuni vera enn.
ísfirðingar hafa oft vakið á
sér athyggli allra landsmanna
knattspyrnumótinu síðastliðið
sumar. Forráðamenn þessa
bæjar og bæjarbúar yfirleitt
hafa allt af tekið íþróttamáiun-
um með vinsemd og skilningi,
þótt sumar[framkvæmdþ í þágu
þeirra hafi dregist vegna ýmsra
örðugleika. Ef þeir leggjast á
eitt, sem áhuga hafa á að bæta
skilyrðin lil skíðaferða, með
því að byggja sldðabraut í ná-
grenni 'bæjarins/'trúEég ekki
öðru en að það mál verði
bráðlega leyst.
Tryggvi Þorsteinsson.
Klæðnaður
og skíðaferðir.
Hér eru nokkur orð um
klæðnað og háttalag manna í
skíðaferðum, má vera að ein-
hver hafi gott af að lesa það:
1. Hafið skíðaskóna vel stóra
og vatnshelda.
2. Verið í tvennum’eða jal'nvel
þrennum ullarsokkum.
3. Iílæðist ullarnærfatnaði, síð-
an venjulegum skíðafötum
og fötum úr sem mest vind-
og vatns-heldu efni, yzt.
Spennið buxurnar yfir skó-
sköftin, eða búið á annan
hátt svo um að snjór komist
ekki í skóna.
Hafið hettu á vindstakknum,
(anorak) sem hægt er að
draga upp yfir höfuðið og
fyrir andlitið að nokkru leyti.
4. Hafið á höndunum fingra-
vetlinga úr ull, síðan góða
belgvetlinga og yzl hlífðar-
vetlinga úr vatnsheldu efni.
Fingravetlingarnir geta kom-
ið sér vel ef maður þarf að
eiga við aðgerðir á skíðum
eða öðrum útbúnaði í byl og
frosti. Gætið þess að vetl-
ingarnir skýli únfliðunum vel.
5. Kvenfólk verður að búa sér-
staklega vel um brjóstin og
karlmenn um nárana. Það
eru viðkvæmir staðir.
0. Á höfðinu er bezl að hafa
góða vetrarhúfu með eyrna-
_ hlíf og skyggni.
7.1 bakpokanum er gott að
hafa til vara: Snjóbirtugler-
augu, trefil, sokka og vetlinga,
auk annara varahluta sem
ekki koma fatnaðinum við,
svo sem: áhöld til aðgerða
á skíðum, meðalakassi, snæri,
hníl'ur, áttaviti, landabréf,
eldspítur o. fl.
8. Gleymið svo ekki nestinu, og
hafið það fyrst og fremst
kjarngóða fæðu. Gerið ykkur
ekki matarlaus fyrr en víst
er, að þið náið áfangastaðn-
um innan skamms. Munið að
ein brauðsneið verkar á
þreyttan og svangan mann
eins og olía á eld, og getur
í mörgum tilfellum bjargað
lífi lians.
I góðu veðri er engin þörf á
að klæðast öllum þeim fötum
sem hér að framan er talað
um, en hafið þó fötin með ef
um lengri ferð er að ræða, því
ofl skipast skjólt veður í lofti.
Athugið veðurútlitíð og út-
búnaðinn áður en lagt er á
stað.^Gangið ykkur ekki sveitl
fvrstu klukkusjundirnar. Klæð-
ið ykkur ekki úr, þegar þið
stanzið til að hvílast. Bætið þá
heldur á ykkur fötum þó ykkur
sé heitt fyrir. Sé hópur á ferð
er bezt að ganga í röð. Góður
göngumaður fyrst og sá léleg-
asti í hópnum næstur honum.
Síðasl fer öruggur maður, sem
getur aðstoðað félaga sína ef
með þarf. — Ofbjóðið engum.
Munið að það er þýðingarlaust
að spyrja tápmikinn ungling
hvort hann sé þreyttur. Hann
segir nei, — meðan hann getur
staðið. Takið öllum óveðrum
og vandræðum rólega og gæti-
lega. Haldið hópinn og látið
eitt yfir alla ganga. — Og að
síðustu þetta: Farið djarllega
en þó varlega. Flan í óþekktar
brekkur og um óþekkt land í
tvísýnu veðri, lýsir engri karl-
mennsku, aðeins heimsku.
Tryggvi Þorsteinsson.
Nýkomið
til úrsmíðastofu Skúia K. Eiríkssonar:
Vekjaraklukkur, Antimagnetisk, ryk og vatnsþétt stál
herra- og dönni-armbandsúr.
Einnig fyrirliggjandi dömuarmbandsúr í Doubly- og
Crom-kössum.
Útvegsbanki íslands h. f.
Útibúið á (safirði
annast öll venjuleg bankaviðskifti.
Ávaxtið sparifé yðar i
Útvegsbanka íslands h. f.
Munið eftir seðlum yðar.
Happdrætti Háskóla ísiands.
Harald Aspelund.
í fyrir íþróttir sínar, m. a. á