Þróttar-blaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 3
ÞRÓTTAR-BLAÐIÐ
3
Verkakaupssamningur
„Próttar“ við „Félag síldarsaltenda".
Verkamannafélagið Þróttur og ,,Félag síldarsalt-
enda“, Siglufirði, hafa í dag komið sér saman um
svofelldan
VERKAKAUPSSAMNING:
1. Félag síldarsaltenda skuldbindur sig til þess að láta verkamenn,
sem eru gildir meðlimir í Þrótti, hafa forgangsrétt til allrar al-
gengrar vinnu, þegar þess er krafizt, og fullfærir Þróttarmenn
bjóðast til vinnunnar.
Þróttur skuldbindur sig til, ef hörgull er á mönnum til vinnu,
að láta meðlimi Félags síldarsaltenda hafa forgangsrétt á að fá
Þróttarfélaga til vinnu, enda skal stjórn félagsins tilkynnt að
verkamenn vanti.
2. Dagvinna telst frá kl. 7 f. h. til kl. 4 e. h. Eftirvinna telst frá kl.
4 e. h. til kl. 7 f. h. Helgidagavinna frá kl. 12 á laugardagskvöld
til kl. 12 á sunnudagskvöld.
3. Kaffitími í dagvinnu sé frá kl. 9 til 9*4 f. h. Sé unnin eftirvinna
þá frá kl. 4 til 4*4 e.h. Kl. 11% til kl. 12 og kl. 3*4 til kl. 4 f. h.
Matartími skal vera frá kl. 12 til kl. 1 eftir hád., og kl. 7 til 8 e. h.
Kaffitímar og matartími frá kl. 7 til 8 e. h., sem falla inni í vinnu-
tímabil, reiknast sem vinnutímar, og sé unnið í þeim, reiknast
tilsvarandi lengri tími, kaffitími kl. 9 f. h. og matartími kl. 12
á hádegi reiknast sem eftirvinna, ef unnið er. 1 matar- og kaffi-
tímum skal því aðeins unnið, að verkamenn séu fúsir til þess.
4. Vinnutími verkamanna telst frá því að þeir. koma til vinnu, sam-
kvæmt kvaðningu verkstjóra eða atvinnurekenda, og þar til þeir
hætta vinnu, að frádregnum matartíma kl. 12 til 1. Þetta gildir
ef unnið er í bænum, en sé unnið utanbæjar, er skylt að flytja
verkamenn til og frá virinustað í vinnutíma.
Ákvörðun um mætingarstað verkamanna til flutnings á vinnu-
stað, og stað, sem verkamönnum sé skilað á að vinnu lokinni,
skal tekin í hverju tilfelli í samráði við viðkomandi verkamenn.
Ef verkamenn komast ekki af vinnustað að vinnu lokinni sökum
vöntunar á farartækjum eða af öðrum ástæðum, sem verkamönn-
um er ekki um að kenna, skulu þeir halda fullu kaupi meðan á
biðtíma stendur, og þar til þeir hafa verið fluttir á ákvörðunar-
stað þeirra í bænum. — Komi verkamaður of seint til vinnu, á
hann ekki kröfu til kaups fyrir þann stundarfjórðung, er hann
mætir í, né fyrir þann tíma, sem áður er liðinn. Verkamenn skulu
skráðir í vinnutíma, og fá þeir kaup fyrir þann stundarfjórðung,
sem þeir eru afskráðir í.
5. Lágmarkskaup fyrir fullgilda verkamenn skal vera sem hér segir:
Almenn dagvinna .......................... kr. 2,42 á klst.
Skipavinna, dagv ......................... — 2,74 - —
Vinna við: kol, laust salt, uppskipun og útskipun
á sementi og hleðsla þess í vörugeymsluhúsi, enn-
fremur losun síldar úr skipum og bátum (dagv.) — 3,29 - —
IJtskipun á síldar- og beinamjöli ........ — 3,00 - —
Boxa- og katlavinna ...................... •— 3,60 - —
Vindumenn og beykjar ..................... — 2,89 - •—
Öll eftirvinna greiðist með 50% álagi á dagvinnukaup og helgi-
dagavinna með 100% álagi.
Mánaðarkaup í 2 til 4 mánuði (alm. dagv.) . . kr. 481,80 á mán.
. i allt að 6 mánuðum ............. — 468,60 - —
----- í 6 mánuði eða meira ........... — 429,00 - —
. -■ ----- þróarmanna ...................... — 531,50 - —
____ kyndara ......................... — 581,50 - —
____ vindumanna og beykja ...... — 528,00 - —
6. í byggingarvinnu og öðrum meiriháttar atvinnurekstri greiðist
fyrir hvern byrjaðan vinnudag hálf daglaun og full daglaun, sé
unnið meira en hálfan dag. Þó nær þetta ekki til lausavinnu.
7. Sé unnið í mánaðarvinnu við kol, og aðra vinnu, sem fellur und-
ir sama taxta, skal það greitt með 10% álagi á kaupið.
8. Verkamenn eiga rétt á að fá sumarleyfi í samræmi við ákvæði um
orlof í núgildandi kaupsamningi verkam.fél. Dagsbrún í R.vík.
9. Verkfæri og vinnutæki skulu verkamönnum lögð til, þeim að kostn-
aðarlausu, öðrum en beykjum og öðrum fagmönnum. Atvinnu-
rekendur skulu sjá um að útbúnaður allur og áhöld séu í góðu lagi,
eftir því sem unnt er, svo ekki stafi af slysahætta.
10. Á vinnustöðvum skulu atvinnurekendur sjá um, að lyfjakassi sé
á staðnum með nauðsynlegum lyf jum og umbúðum, svo og salerni,
vatn og vaskur, ef við verður komið. Atvinnurekendum skal einn-
ig skylt að hafa skýli fyrir verkamenn að matast í og drekka
kaffi, og skulu borð, bekkir og hitunartæki vera í skýlunum ef
við verður komið.
11. Verkamenn eiga kröfu á að fá kaup sitt greitt vikulega, og gildir
það jafnt um tíma- vikukaups og mánaðarmenn. Atvinnurekandi
ákveður hvaða virkan dag vikunnar hann velur til útborgunar á
kaupi og fer útborgun fram í vinnutíma.
12. Atvinnurekendur taka að sér að greiða ársgjöld meðlima Þróttar
og aukameðlima, af kræfum vinnulaunum, gegn stimplaðri kvittun
undirritaðri af starfsmanni félagsins. Þetta gildir þó aðeins um
fastráðna menn.
13. Slasist verkamaður við vinnu, skal hann halda óskertu kaupi í
6 virka daga. Atvinnurekandi kostar flutning hins slasaða manns
til heimilis hans eða sjúkrahúss.
14. Þegar verkamaður er kallaður til vinnu í eftir- eða helgidagavinnu
skal hann fá minnst 2 tíma.
15. Helgidagar teljast allir helgidagar þjóðkirkjunnar, svo og sumar-
dagurinn fyrsti, 17. júní, 1. desember. Ennfremur 1. maí, og skal
þá ekki urinið, nema nauðsyn beri til og stjórn Þróttar leyfi.
16. Skipavinna skal talin öll vinna í skipum og bátum, losun þeirra
og lestun á öllum vörum. Einnig út- og uppskipun á vörum úr
húsi eða bing í skip, og úr skipi í bing eða hús. Vörur, sem falla
undir hærri taxta, eru þó ekki þar með taldar. Undanskilið skipa-
vinnu er út- og uppskipun á tómtunnum og síldaratunnum.
17. Ekki er atvinnurekendum heimilt að taka húsaleigu af verkamönn-
um, sem hafa svefnpláss eða mötuneyti á vinnustað, á meðan
þeir vinna á staðnum.
18. Síldarsaltendur tryggja verkamönnum sínum kr. 1200,00 fyrir
2ja mánaða vinnu (þar með talin dag-, eftir- og helgidagavinna),
er reiknist frá því vinna hefst almennt á hverri stöð að vorinu,
19. Allir liðir taxtans greiðist með fullri dýrtíðaruppbót, samkvæmt
útreikningi kauplagsnefndar.
20. Atvinnurekendur, sem salta síld, greiði í „Hjálparsjóð Þróttar“
2 aura af hverri uppsaltaðri síldartunnu og fer um fyrirkomulag
greiðslunnar eftir nánara samkomulagi stjórna félaganna.
21. Stjórn Þróttar skuldbindur sig til að stuðla að því eftir mætti,
að samningur þessi verði haldinn af hálfu félagsmanna í öllum
greinum.
22. Með samningi þessum eru úr gildi felldir eldri samn. um kauptaxta.
23. Samningur þessi gildir frá og með 14. þ. m. til 1. janúar 1944 og
áfram, segi hvorugur aðilja honum upp. En eftir 1. janúar 1944
geta báðir aðiljar sagt honum upp með eins mánaðar fyrirvara.
Uppsögn sé bundin við mánaðarmót.
24. Samningurinn er gerður í tveimur samhljóða eintökum, og held-
ur hvor aðili sínu eintaki.
. .. .
Siglufirði, 9. september 1942.
F. h. Félags síldarsaltenda, F. h. verkamannafélagsins
Siglufirði: Þróttur:
Jón L. Þórðarson Þóroddur Guðmundsson
(sign.) (sign.)
Gunnl. Guðjónsson . Karl Gíslason
(sign.) (sign.)
Friðrik Guðjónsson Gunnl. Hjálmarsson
(sign.) (sign.)