Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1992, Page 90
74
BYGGINGARSTARFSEMI
í þessum kafla eru tölur um fjölda íbúa og fbúða bornar saman á ýmsa vegu, en
þess skal getið, að tölum um fjölda íbúða ber ekki alls staðar saman. Astæða
þess er sú, að fjöldi íbúða í Reykjavík er fundin með þremur mismunandi
aðferðum, fasteignamati, talningu brunatryggðra íbúða og framreikningi
byggðum á fjölda fullgerðra íbúða á liðnu ári. Ljóst er að framreiknaður
fjöldi íbúða verður aldrei nákvæmur, þar sem ekki er tekið tillit til breyttrar
nýtingar íbúða og úreldingar, en á hinn bóginn er þess ekki að vænta, að allar
upplýsingar um breytingar á húsnæði skili sér fljótt til Fasteignamats ríkisins,
eða Húsatrygginga Reykjavíkur.
Aðalskipulag Reykjavíkur 1990 - 2010 áætlar að íbúafjöldi við lok
skipulagstímabilsins verði 115 - 125 þús. fbúar. Árið 1990 bjuggu 38%
Reykvíkinga austan Elliðaáa en verða 48% árið 2010 skv.
skipulagsáætlunum. íbúafjöldi vestan Elliðaáa verður svipaður í upphafi og
við lok skipulagstímabilsins eða um 60 þús. Miðar aðalskipulagið við að á
næstu árum verði byggðar 600 - 700 íbúðir á ári að meðaltali, þar af um 400
íbúðir á framtíðarbyggðasvæðunum. Um og eftir aldamót er gert ráð fyrir
að hlutfall íbúða á framtíðarbyggðasvæðunum fari vaxandi.
✓
Ymislegt bendir til þess að uppbygging atvinnuhúsnæðis í borginni verði ekki
jafnhröð á næstu árum og verið hefur síðustu árin. Við upphaf tíunda
áratugarins er mikið framboð á atvinnuhúsnæði í borginni, sérstaklega
verslunar- og skrifstofuhúsnæði, eftir hraða uppbyggingu á undanförnum
árum. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirrar aukningar á atvinnuhúsnæði,
sem áætluð er næstu 20 árin verði innan núverandi byggðar. Þá er í
undirbúningi skipulag athafnahverfa miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu utan
Reykjavíkur.
í verslunarmálum er stefnt að því að efla miðhverfi, sérstaklega miðborgina
og Kjarna í Borgarholti. Þá er tekið frá land fyrir stórmarkað eða skylda
starfsemi í Smálöndum. Æskilegt er, að ekki verði lengra en 500 metrar frá
þorra heimila í nýjum hverfum í næstu matvöruverslun.
Einnig verður haldið áfram við undirbúning að uppbyggingu
hátækniiðnaðar á Keldnaholti. í tillögum að skipulagi svæðisins er m.a.
reiknað með því að Tækniskóli íslands flytji upp á Keldnaholt.
Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu í ferðaþjónustu í Reykjavfk. í þessu
sambandi má nefna fjögur ný mannvirki, sem verða lyftistöng fyrir
ferðaiðnað í borginni þegar þau verða fullbúin þ.e. ráðhús Reykjavíkur,
Perlan í Öskjuhlíð, Borgarhús á Ingólfstorgi þar sem verslunin Geysir var
síðast til húsa, og Korpúlfsstaðir.