Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1992, Síða 201
185
gert sé ráð fyrir breyttri húsagerð, enda sé skipulagi breytt að ósk lóðarhafa.
Innan mánaðar frá úthlutun skal greiða ákveðinn hluta gatnagerðargjalds, skv.
ákvörðun borgarráðs, ella fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi. Borgarráð ákveður
gjalddaga og greiðsluskilmála á eftirstöðvum. Gatnagerðargjald af rúmmáli,
sem er umfram það sem lágmarksgatnagerðargjald er miðað við skv.
framansögðu, fellur í gjalddaga, þegar byggingarnefndarteikning er samþykkt og
skal greiða það eigi síðar en innan mánaðar. Verði breytingar á
byggingarkostnaði vísitöluhússins á þeim tíma, sem líður frá lóðarúthlutun og
til þess dags, sem teikning er samþykkt, skal umframgatnagerðargjald greiðast
skv. því rúmmetragjaldi, sem gildir þá. Hafi skipulagi lóðar verið breytt
samkvæmt framansögðu áður en byggingarnefndarteikning er samþykkt, skal
umframgatnagerðargjald greiðast samkvæmt því rúmmetragjaldi, sem við á
samkvæmt hinu nýja skipulagi. Þegar byggt er á eignarlóð, áður úthlutaðri lóð
eða eldra hús er stækkað, skal greiða allt gjaldið við útgáfu byggingarleyfis.
5. gr
Hafi byggingarleyfi fallið úr gildi eða verið fellt úr gildi skal við endurnýjun
leyfisins greiða skv. þágildandi gjaldskrá af þeim hluta byggingarinnar, sem
byggingarleyfi er endurnýjað fyrir, að frádregnu því gatnagerðargjaldi, sem
áður hefur verið greitt af sama áfanga.
6. gr.
Nú er lóð endurúthlutað og skal þá greiða gatnagerðargjald á grundvelli þeirrar
gjaldskrá, sem í gildi er, þegar úthlutunin fer fram. Nú hefur gjaldskrá hækkað
frá frumúthlutun og er þá heimilt að veita undanþágu frá ofangreindum
skilmálum, þegar eftirfarandi skilmálum er fullnægt:
1. Fyrri lóðarhafi hefur byrjað framkvæmdir innan árs frá því að lóð varð
byggingarhæf.
2. Framkvæmdir eru komnar það langt, að botnplata hafi verið steypt og
gengið frá lögnum og fyllt að sökkli.
3. Fyrri lóðarhafi leggur fram reikning fyrir kostnaði hans vegna lóðarinnar.
Gatnagerðargjald skal þó aldrei vera lægra en gatnagerðargjald eins og það var
við frumúthlutun, að viðbættum 30 af hundraði þeirrar hækkunar, sem orðið
hefur á gjaldskránni.
7. gr.
Ef lóðarhafi ætlar að byggja á lóð í áföngum getur borgarráð heimilað að
greitt verði gatnagerðargjald af fyrirhuguðum mannvirkjum skv.
áfangaskiptingu, en þá skal endanlegt gatnagerðargjald vera rúmmetragjald, sem
í gildi er, þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið. Umsækjandi skal taka
það sérstaklega fram í umsókn um úthlutun lóðar, að hann ætli að reisa
fyrirhugað mannvirki í áföngum.