S.M.S. blaðið - 08.12.1941, Blaðsíða 3
S. M. S. BLAÐIÐ
3
lögur um launakjör starísmanna
flestallra bæjarfélaga landsins, svo
og tiilögur um Iaun þau er
einstakir meðlimir óskuðu eftir að
fá.
Úr þessu var svo unnið af nefnd-
inni, og tillögur hennar síðan
lagðar fyrir félagsfund, er endan-
lega gékk frá þeim. Þetta er hinn
raunverulegi gangur málsins þó
Mjölnir túlki hann á annan og
flausturslegri veg sér til málsbótar.
Um laun starfsmanna bæjarins
almennt má það segja að þau séu
óeðlilega lá. Má t. d. nefna, að
bæjarverkstjóri þarf að vinna sem
óbreyttur smiður í 7 mánuði, til
þess að vinna fyrir árskaupi sínu
hjá bænum, og það án þess að
vinna einn tíma í eftirvinnu. Sama
gildir um hann og vatnsveitustjóra
að þeir hafa um kr. 4.65 lægra
dagkaup en verkamenn þeir, er
vinna undir þeirra verkstjórn 8
stundir á dag, miðað við vísitölu
172.
Starfsmaður hafnarinnar þyrfti að
vinna sem skipstjóri t. d. á Stat-
haf eða mjólkurbátnum Mjölnir í
5 mán. og 3 vikur til þess að
vinna fyrir sínu árskaupi hjá bæn-
um. Þessi dæmi eru tekin af
handahófi, en svipaða sögu má
segja um laun annarra starfsmanna.
Ennþá hefir aðeins heyrst ein
rödd er fullan fjandskap hefir sýnt
þessari málaleitun. Vonandi ber
ekki að skilja hana sem rödd
meirihluta bæjarstjórnar. Aðrir
flokkar hafa enn sem komið er
sýnt erindinu þá sjálfsögðu kurt-
eysi að fara ekki að skrifa um
það í flokksblöð sín löngu áður en
það er tekið til afgreiðslu í við-
komandi nefnd eða á bæjarstjórn-
arfundi.
Það má heita undarlegt, að þeg-
ar sósíalistar komast í þá aðstöðu
að skoðast sem vinnuveitendur, að
þeir þá skuli jafnvel ganga fram
fyrir skjöldu atfurhaldssamasta hluta
atvinnurekendavaldsins í andstöðu
sinni við þetta félag starfsmanna
bæjarins, ef það er rétt, að þeir
hafi haft við orð í fjárhagsnefnd,
að réttast væri að svara félaginu
með því að segja öllum starfmönn-
unum upp starfi, er vart hægt að
ganga lengra.
Er þetta það, sem koma skal. —
Málgagn sósíalista hefir tekið þá
afstöðu í þessu máli, sem alla frjáls-
lynda menn mun undra á. Sé þessi
stefna þeirra samrýmanleg við þá
Uppboð.
Opinbert uppboð verður haldið á lögregluvarðstof-
unni, Siglufirði, miðvikudaginn 17. þ. m. kl. 1 síðd.
á ýmsum óskilamunum, svo sem reiðhjóli, sjálfblek-
ung, peningabuddum, kvenúri, sparksleða o. fh, sem
verður seit hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. —
Uppboðsandvirðið greiðist við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn Siglufirði, 6. des. 1941
G. HANNESSON.
grundvallarstefnu, sem flokkurinn
er byggður upp á og túlkuð er út
á við, er ekki að undra, þó margur
eigi bágt með að halda stefnunni.
Vegna þess að Framsóknarmenn
eru í meirihluta í stjórn félagsins
og kennarar staðarins meðlimir
þess, verður að taka sjálfsögðum
kröfum um kaup og kjör meðlima
fél. með fullum fjandskap, á þeim
grundvelli, að, hér sé á ferðinni
einhver kosningabomba Framsókn-
arflokksins.
Félag starfsmanna mun hér eftir
sem hingað til starfa ópólitískt að
sínum málum, hvað sem Mjölnir
segir og hvort sem það líkar bet-
ur eða ver.
\
GUÐM. HAFLIÐASON
hafnarvörður.
Hann lézt 7. okt. s.I. eftir langa
og þrautamikla sjúkdómsregu.
Með honum er hníginn í valinn
einn merkasti borgari þessa bæjar,
og er óhætt að segja, að allir er
hann þekktu sakna hans og minn-
ast með virðingu. Guðmundur var
faqddur hér í Siglufirði 7. maí
1889 og var sonur þeirra merkis-
hjóna Sigriðar Pálsdóttur og Hafliða
Guðmundssonar, hreppstjóra. Hann
ólst upp á hinu ágæta heimili for-
eldra sinna, var bráðþroska, og
eftir að hafa lokið námi við Verzl-
unarskóla íslands, þá rúmlega tví-
tugur að aldri, settist hann að hér
í Siglufirði og tók brátt mikinn
þátt í opinberum störfum fyrir
bæjarfélagið. Gengdi hann oft
hreppstjórastörfum í forföllum föður
síns, en eftir 1918, er Siglufjörður
fékk bæjarréttindi, var hann skip-
aður hafnarvörður, enda voru hafn-
armálin þá efst á baugi og hafn-
arbæturnar einna mest aðkallandi
fyrir hinn unga kaupstað, sem til-
veru sína átti svo að segja alla
undir fiskiveiðum og siglingum,
voru og á þeim árum siglingar
miklu tíðari hingað en síðar varð,
eða að minnsta kosti breyttust þær
mikið, er útlendingum var torveld-
aður aðgangur að síldveiðimiðum
landsins og bönnuð hagnýting
aflans í landi. En störfin ukust eigi
að síður eftir því er innlendi fiski-
flotinn óx, og síldarverksmiðjurnar
fjölguðu hér og stækkuðu. Var það
allra manna mál, að Guðm. rækti
störf sín af mikilli alúð og trú-
mennsku. Er því stórt skarð höggv-
ið í starfsmannahóp bæjarins við
fráfall hans.
Hann varmeðlimur Starfsmanna-
félagsins og áhugasamur um þau
málefni, er það hefir á stefnuskrá
sinni. Starfsmannafélag Siglu-
fjarðar kveður þenna látna félaga
með virðingu og þökk fyrir sam-
starf og ágæta þjónustu í þágu
bæjarfélagsins.
Or^andie
(7 litir)
Undirföt
Náttkjólar
Verzlun
Jónínu Tómasdóttur