Austurland - 14.06.2018, Page 6

Austurland - 14.06.2018, Page 6
6 14. júní 2018 Tveir framhaldsskólar eru starf- andi á Austurlandi og í bígerð er að hefja starfsemi Háskóla- seturs Austfjarða. Hugmyndin er sótt til Háskólaseturs Vestfjarða, sem skilað hefur góðum árangri á þeim rúma áratug sem setrið hefur starfað í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Reynsla Vestfirðinga sýnir að hér er um rekstrarform að ræða sem ætti að henta vet aðstæðum á Austurlandi. En fyrir kemur að Austfirðingar flytja búferlum á höfuðborgarsvæð- ið, ungir Austfirðingar sækja nám við háskólana fyrir sunnan og oftar en ekki þarf ÞÁ að gera ráðstafanir vegna íbúðakaupa fyrir sunnan. Oft- ast er leitað að litlum og helst ódýrum fasteignum en stundum flytja heilu fjölskyldurnar og þá þarf að huga að stærri íbúðum. En hvert skal leita? „Fasteignamarkaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu einkennist af góðu jafn- vægi milli kaupenda og seljenda. Fast- eignaverð hefur að meðaltali nánast staðið í stað undanfarna sex mánuði, eftir nokkuð snarpar hækkanir mánuðina þar á undan. Vísitala íbúða- verðs á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað á milli mars og apríl og hefur hækkað um 0,9% síðastliðna 6 mánuði. Þessi stöðugleiki gerir það að verkum að væntingar kaupenda og seljenda fara gjarnan saman,“ segir Þórunn Páls- dóttir löggiltur fasteignasali og verk- fræðingur MBA, á Fasteignasölunni Mikluborg í Lágmúla 4 í Reykjavík. ,,Það er mjög góð hreyfing þessa dagana á öllum gerðum eigna á Fast- eignasölunni Mikluborg, nýjum og notuðum, fjölbýlum og sérbýlum. Miklaborg er ein allra stærsta fast- eignasala landsins, staðsett í Lágmúla 4. Þar eru starfandi 19 löggiltir fast- eignasalar þar af 13 öflugir sölumenn. Lögð er áhersla á öguð vinnubrögð, röggsama þjónustu og áberandi aug- lýsingar þannig að eignin seljist fljótt og vel. Þessi stóri hópur sölumanna vinnur vel saman og hittist alltaf tvisvar í viku á verðmatsfundum til að verðmeta og einnig til að allir viti hvað er væntanlegt inn í sölu. Mikil- vægur hluti af starfi fasteignasalans er miðlun og það kemur oft upp sú staða að við erum tilbúin með kaupendur að eignum þegar þær koma inn sem skilar sér í hraðari og betri sölu en ella. Jafnvægið á fasteignamarkaðnum birtist einnig í því að fjöldi viðskipta yfir ásettu verði er núna nálægt með- altali frá því 2012 skv. greiningardeild íbúðalánasjóðs. Þannig voru um 9% íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæð- inu í febrúar s.l. yfir ásettu verði, 12% á ásettu og 79% undir ásettu. Það er eðlilegra og betra ástand nú en fyrir ári þegar kaupendur þurftu oft á tíð- um að taka ákvarðanir undir mikilli pressu. Fasteignakaup eru í flestum tilfellum stærsta fjárhagsákvörðun heimilanna sem gott er að taka að vel ígrunduðu máli. Framboð íbúða á höfuðborgar- svæðinu er að aukast og skv. nýlegri talningu og spá Samtaka iðnaðarins munu um 6700 nýjar fullbúnar íbúð- ir koma á markaðinn á næstu þremur árum, rúmlega 2000 í ár og 2019 og rúmlega 2500 árið 2020. Það stefnir því vonandi í áframhaldandi góða sölu og jafnvægi á fasteignamarkaðnum,“ segir Þórunn Pálsdóttir. Árskógar 6 Sem dæmi um glæsilegar fasteignir sem Miklaborg hefur á söluskrá er sérlega glæsilega 210,8 fm útsýnisíbúð á 13. og efstu hæð í við Árskóga 6. Tvö stæði í bílageymslu fylgja. Mikil þjónusta er í húsinu sem er ætlað fyrir 60 ára og eldri. Forstofan er vegleg. Á vinstri hönd er herbergi með gólfsíðum glugg- um og mjög góðu útsýni til suðurs. Á hægri hönd er þvottahús með marm- ara á gólfum og þar við hliðina er stór gestasnyrting með innréttingu og flísum á veggjum. Á móti henni er herbergi með glæsilegu þríhyrndu gluggaútskoti með frábæru útsýni til suðurs, austur og vestur. Eldhúsið hálfopið og glæsilegt, marmari er í borðplötum og milli efri og neðri skápa og sérsmíðað marm- araborð er í eldhúskrók. Stofur eru stórglæsilegar stórar samliggjandi með mikilli lofthæð, bogadregnum stórum glugga og mögnuðu útsýni til sjávar og fjalla og útgangi út á stórar vestursvalir. Í innsta hluta stofunnar er teiknað 27,4 fm billard borð. Hjónasvítan er mjög glæsileg með góðum skápum. Innbyggt skrifborð er í þrihyrndu gluggaútskoti með mögnuðu útsýni. Hjónabaðið er mjög glæsilegt með tveimur vöskum, hornbaðkari og stóru sturturými. Tvö stæði í bílageymslu fylgja og í 12,3 fm geymsla er í kjallara þannig að íbúðin sjálf er 198,5 fm. Ekkert hefur verið til sparað við hönnun og efnisval. Marmari er á for- stofu, forstofuherbergi, þvottahúsi,og baðherbergjum. Á öðrum gólfum er vandað nýpússað gegnheilt parket lagt með fiskabeinamynstri. Marmari er í sólbekkjum. Íbúðin er nýmáluð. Mikil þjónusta svo sem mötuneyti er í hús- inu. Íbúar geta leigt samkomusal og púttvöllur er á lóðinni. Með ört vaxandi fjölda er- lendra ferðamanna um allt land vakna óneitanlega upp spurningar um hvaða þarf til þess að vera með ferðaþjónustu, s.s. hót- elgistingu, bændagistingu, matsölu, út- sýnisferðir og margt fleira til að uppfylla lög og reglur þessu varðandi. Hvaða leyfi þarf til reksturs ferðaþjónustu fer mikið eftir því hvað þjónustu viðkom- andi ætlar að veita. Ferðaþjónustan hef- ur snertifleti ansi víða þannig að leyfis- málin geta stundum verið dálítið snúin og að þeim komið margar stofnanir. Ferðamálastofa er með hluta af þess- um leyfisveitingum en þar er séð um leyfismál fyrir ferðaskrifstofur, ferða- skipuleggjendur , bókunarþjónustur og/ eða upplýsingamiðstöðvar. Hver sá sem skipuleggur í atvinnuskyni ferð, viðburð eða afþreyingu þarf ferðaskipuleggj- enda- eða ferðaskrifstofuleyfi. Það sem einkum greinir ferðaskipuleggjanda frá ferðaskrifstofu er að viðburður, ferð, sýning eða annað sem ferðaskipuleggj- andi annast, má ekki taka lengri tíma en sólarhring. M.ö.o. um leið og gisting bætist við þarf ferðaskrifstofuleyfi. Leyfi til hvalaskoðunar og aðrar bátaferðir er háð leyfi frá Samgöngustofu. Einnig veitir umferðasvið Samgöngustofu ýmis leyfi sem þarf vegna fólksflutninga á landi, s.s. rekstrarleyfi til fólksflutninga, atvinnuleyfi til að mega aka leigubifreið, leyfi til reksturs leigubifreiðastöðvar, eðalvagnaleyfi og ökutækjaleiguleyfi, þ.e. bílaleigur. Skipta má þessu í þrennt, þ.e. ferða- langar þurfa að gæta að eftirfarandi at- riði séu í lagi. n Borða og sofa – Þarna þarf að fá leyfi frá viðkomandi sýslumanni sem sér um veitinga- og gistileyfi. Þarna er svo til viðbótar kallað eftir leyfum frá heil- brigðiseftirliti o.fl. sem koma og taka viðkomandi gististað út. n Gera eitthvað til skemmtunar. Allir sem ætla að skipuleggja einhvers konar ferð eða afþreyingu í atvinnuskyni þurfa ferðaskipuleggjenda- eða ferðaskrif- stofuleyfi frá Ferðamálastofu Íslands. n Hvað varðar almennt að ferðast um landið kemur Samgöngustofa sterk inn sem sér um flest er lýtur að leyfismálum til ferðalaga hvort heldur á landi, sjó eða lofti, þ.e. með langferðabifreiðum, flug- vélum, skipum eða bátum. Hvaða leyfi þarf til reksturs í ferðaþjónustu? Hestatengd ferðaþjónusta og hestaleiga er rekin víða um land, en þessi þjónusta nýtur vinsælda. Þessi mynd tengist efni greinarinnar hins vega ekki á nokkurn hátt öðrum en á henni er hestur. FASTEIGNAMARKAÐURINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Árskógar 6. Þórunn Pálsdóttir. Walex efnavörur fyrir ferðasalerni EKKI VER A Í F ÝLU Kemi • Tunguhálsi 10 • Sími 415 4000 • www.kemi.is • kemi@kemi.is Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur a endingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889 000 – samverk.is

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.