Austurland - 14.06.2018, Qupperneq 8

Austurland - 14.06.2018, Qupperneq 8
8 14. júní 2018 Rafiðnaðarsamband Íslands er landssamband stéttarfé- laga rafiðnaðarmanna, sem eru Félag íslenskra rafvirkja 1.700 félagsmenn, Félag rafeindavirkja 800 félagsmenn, Félag íslenskra síma- manna 800 félagsmenn, Rafvirkjafélag Norðurlands 200 félagsmenn, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi 150 fé- lagsmenn, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja 120 félagsmenn, Félag sýningarmanna við kvikmyndahús 30 félagsmenn, og Félag tæknifólks í rafiðnaði 1.500 fé- lagsmenn. Rafiðnaðarmenn á Aust- urlandi eru beint aðilar að Félagi íslenskra rafvirkja. Heildarfjöldi fé- lagsmanna er um 5.400. Sambandið er starfsgreinasamband sem í eru allir launþegar sem starfa í rafiðnaðar- geiranum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki. Allur félagsleg- ur rekstur er í höndum sambandsins ásamt umsjón eigna, sjóða og gerð kjarasamninga er samstarfsverkefni aðildarfélaga og RSÍ. Rafiðnaðarsambands Íslands var stofnað árið 1970 til að mynda sam- starfsvettvang fyrir rafiðnaðarfélög. Einnig voru stofnuð landshlutafélög og þannig voru samskiptaleiðirnar efldar til muna og búin til sterkari heild. Sem ein heild verða félagsmenn í Rafiðnaðarsambandi væntanlega sterkari í allri kjarabaráttu? ,,Sem ein heild erum við miklu sterari við samningaborðið gagnvart atvinnurekendum, bæði rafvirkjar, rafvélavirkjar, tæknifólk og fleiri í þessum markhópi. Staðan núna er þannig að kjarasamningar gilda út þetta ár. Í byrjun árs 2019 verða nánast allir okkar kjarasamningar lausir, ör- fáir samningar gilda eitthvað lengur,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. ,,Það er gríðarleg gremja meðal okkar félagsmanna vegna stöðunnar nú þegar við fylgjumst með kjararáði hækka laun alþingismanna og margra opinberra embættismanna í efstu stöðum ríkisstofnana umtalsvert, eða allt að 4%, jafnvel meira, sem og í stjórnum hlutafélaga á vinnumarkaði. Það er því ljóst að félagsmenn í Raf- iðnaðarsambandinu vilja láta sverfa til stáls þegar kjarasamningar verða laus- ir. Það er síðan alltaf spurning hvaða kjarakröfur eru raunhæfar. Fyrst að alþingismenn sætta sig við að laun þeirra hækki með þessum hætti geta þeir ekki sagt að það sé ekki hægt fyrir aðra þegna þessa þjóðfélags.“ Kröfugerðin vegna kjara- samninga að mestu tilbúin Er byrjað nú þegar að móta kröfu- gerðina? ,,Forsendar kjarasamninga eru brosnar en við byrjuðum undirbún- ing að kröfugerð í maímánuði 2017 og kröugerðin er þegar klár að lang- mestu leiti. Við höfum þegar átt fund með Samtökum atvinnulífsins og rætt þar stöðu á bókunum sem voru gerð- ar við síðustu samninga og eru enn í gildi. Við höfum tilkynnt Samtökum atvinnulífsins að við munum leggja fram okkar kröfugerð vegna kjara- samninga strax eftir sumarfrí, líklega í september en launakröfur munu koma síðar. Mér finnst afar ólíklegt að félög innan Alþýðusambands Íslands komi saman sem heild að samingaborðinu sökum þess að félögin eru misjafnlega langt komin í undirbúningnum. Ég tel að Rafiðnaðarsambandið eitt af fáum stéttarfélögum sem er byrjað á þess- um undirbúningi að einhverju marki. Ég tel að okkar staða sé að mörgu leiti vænlega ef við göngum einir fram til samninga frekar en í of stórum hópi. Það felast töluverð sóknarfæri í því. Tími stórra regnhlífarsamtaka eins og ASÍ er þó alls ekki liðinn og vonandi kemur sá tími ekki. Stærstu áfangarn- ir hafa þrátt fyrir allt náðst fyrir til- stilli Alþýðusambandsins en til þess að svo sé þarf að vera samstaða um hvaða leiðir eigi að fara.“ Menntamál eru atriði sem allaf er verið að vinna í. Auknar kröfur eru gerðar til aukinnar menntunnar iðnaðarmanna og stéttarfélag eins og Rafiðnaðarsambandið þarf væntan- lega að verða á tánum til að fylgjast með öllum nýjunum á þessum mark- aði. Er þetta stöðugt viðfangsefni? ,,Menntamál hafa alltaf verið afar mikilvægur málaflokkur. Við höf- um um áratuga skeið lagt áherslu á menntunina og ekki síður eft- irsímenntun og að kynna tækni- breytingar í okkar starfi, sem hafa alltaf verið miklar. Tækniþróunin byrjar í rafiðnaðinum svo okkar fé- lagsmenn þurfa þar með stöðugt að vera á tánum til að halda sér við efnið, fylgjast með nýjungum. Starfræktur er mjög öflugur menntunarskóli, Raf- iðnaðarskólinn, og jafnframt er lögð áhersla á grunnmentunina og höfum starfað í góðu sambandi við félaga okkar á Norðurlöndunum í hartnær fjóra áratugi þar sem margir okkar félagsmanna hafa sótt sér menntun. Unnið hefur verið að því að hafa námsskrár í grunnmenntun sambæri- legar við það sem er á hinum Norður- löndunum. Rafvirki sem lýkur námi hér er samþykktur í til vinnu, t.d. í Noregi og er raunar mjög eftirsóttur þar.“ Hvernig er endurnýjun í rafvirkja- og rafvélavirkjastéttinni í dag. Er góð aðsókn í nám í iðn- og verkemennta- skólana, eða fara fara mun fleiri í bóknám í menntaskólum? ,,Endurnýjun í stéttinni er þokka- leg og með betra móti en í mörgum öðrum iðngreinum. Það er mikill skortur á nemendum sem velja iðn- nám en það er mikil áhersla lögð á það í dag í þjóðfélaginu að nemendur sæki sér bóknám, t.d. stúdentspróf, að loknu skyldunámi í grunnskóla. Í stað þess að velja sér iðngrein að loknu stídentsprófi væri að mörgu leiti eðlilegra að velja sér iðngrein og ljúka jafnframt stúdentsprófi en það er möguleiki að gera það. Kannski mættu stéttarfélög iðnaðarmanna vera duglegri að kynna fyrir grunn- skólnemum kosti þess að fara í iðnn- ám og draga það ekki þar til í 10. bekk grunnskóla eins og alsiða er í dag heldur byrja í 8. og 9. bekk og kveikja þar áhugann. Frá árinu 2005 hefur Rafiðnaðarsambandið verið að útbúa kynningarefni fyrir þennan hóp. Nýlega var um 70 nýsveinum í raf- virkjun afhent sveinsbréf en árlega eru útskrifaðir um það bil 130 núsveinar. Við vitum ekki nákvæmlega hvað þessir nýsveinar taka sér fyrir hend- ur, flestir hefja störf í greininni, sumir fara í framhaldsnmám, t.d. háskóla- nám tengt faginu, s.s. í rafmagns- verkfræði en í því námi er rafvirkjun gríðarlega góður grunnur.“ Nýsveintar í sterkstraumi fá afhenta persónulása ,,Við erum að láta öryggismál okkar stöðugt meira varða og afhendum ný- sveinum í sterkstraumi persónulása en það er einn lás fyrir hvern einstak- ling og einn lykill að lásnum. Þegar viðkomandi fer að vinna í sterk- straumsbúnaði er hægt að stöðva hann þannig að ekki sé hægt að gang- setja hann aftur meðan verið er að vinna í honum. Á næstu mánuðum munum við afhenda þeim sem eru að vinna í sterkstraumi sambærilega lása í samstarfi við atvinnurekendur og auka þannig öryggisvitund í okkar fagi.“ Kristján Þórður segir að stöðugt sé unnið að því að draga úr kostnaði við að fara í iðnnám og bjóða öllum sem fara í rafiðnaðarnám ókeypis náms- efni. Þar gegnir www.rafbok.is mikil- vægu hlutverki en allar bækurnar eru þar inni. RSÍ gefur öllum sem byrja í rafiðnaðarnámi spjaldtölvu og það hefur verið gert á annað ár. Spjald- tölvurnar eru liðlega 1.400 talsins sem gefnar hafa verið. Með því er verið að tryggja að allir sitji við sama borð og séu með rafrænt námsefni í höndun- um. Þetta hefur mælst gríðarlega vel fyrir. Er námsefnið sem boðið er upp á nægjanlega nútímavænt? ,,Kennslan hefur þróast að mörgu leiti í takt við kröfur tímans, en ég tel að sjálfsögðu að það mætti gera bet- ur á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar kennsluaðferðir og að einhverju leiti líka hvað varðar námsefni. Skólarnir sem kenna rafiðnað hafa fylgt þóun tímans nokkuð vel en oft veldur fjár- skortur eðlilegri þróun og tækjakaup- um. Kennslustundir eru oftast dýrari í iðnnámi en í hefðbundnu bóknámi,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ. Áhættumatskerfi Rafiðnaðarskólinn, Rafiðnaðarsam- bandið og Samtök rafverktaka skrif- uðu nýlega undir samning við Vinnu- eftirlitið um að unnið verði að því að gera áhættumatskerfi fyrir félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins. Í símaappi verður hægt að gera áhættumat sem tengjast því verkefni sem viðkomandi er að framkvæmda á hverjum tíma. Þetta er liður í auknu öryggi sem RSÍ er að vinna að fyrir sína félagsmenn. Icelandair og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hafa endurnýjað samning um áfram- haldandi samstarf. Með þeim samn- ingi staðfestir Icelandair þátttöku sína sem einn af fimm aðalstyrktaraðilum í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ til ársins 2020. Icelandair endurnýjaði einnig sam- starfssamninga við fimm sérsambönd innan ÍSÍ, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands, Golfsambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra. Samstarf Icelandair og viðkomandi sérsam- banda fela í sér víðtækt samstarf. Icelandair mun styðja dyggilega við starf þeirra og landsliðsstarf en rekstur landsliða felur í sér mikil og kostnaðarsöm ferðalög um allan heim. Íþróttamenn á Austurlandi, í hvaða íþrótt sem er, ættu að geta nýtt sér þennan samning. Í samningi Icelandair og ÍSÍ er að finna nýtt ákvæði fyrir sérsam- bönd sem ekki eru með sérstakan styrktarsamning við Icelandair en það felur í sér afsláttarkjör á fargjöld- um Icelandair á samningstímanum. Icelandair skal tryggja sérsambönd- um ÍSÍ hagstæðustu fargjöld hverju sinni og lægsta mögulega hópfargjald þegar um landsliðshóp er að ræða. „Samstarf ÍSÍ og Icelandair hefur verið afar farsælt í áratugi og erum við hæst ánægð með að hafa nú tryggt áframhaldandi samstarf fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020. Stuðningur Icelandair við íþróttahópa ÍSÍ og landslið sérsambanda á ferða- lögum til og frá keppni hefur verið ómetanlegur, ekki síst í kringum stór alþjóðleg mót og Ólympíuleika. Víð- tækt leiðakerfi Icelandair gerir okkur auðvelt að komast á hagkvæman og öruggan hátt á milli staða,“ sagði Lár- us L. Blöndal, forseti ÍSÍ. ,,Munum leggja fram okkar kröfugerð vegna kjarasamninga eftir sumarfrí“ - segir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins Icelandair og íSí í samstarfi fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó Fulltrúar allra hlutaðeigandi við undirskrift samningsins um samstarf. Björgólfur Guðmundsson forstjóri Icelandair og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, stærsta sérsambands ÍSÍ. Báðir eru fyrrverandi knattspyrnumenn, Björgólf- ur með Magna á Grenivik en Guðni með Val, Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers og íslenska landsliðinu.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.