Austurland - 14.06.2018, Blaðsíða 9

Austurland - 14.06.2018, Blaðsíða 9
9 14. júní 2018 ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is Stjórnendur Landspítalans sem og margir aðrir hafa í hartnær tíu ár haldið því fram að uppbygging spítalans við Hring- braut hafi alltaf haft vinninginn í staðarvalsgreiningum. Þessu hefur verið haldið að þingmönnum, ráð- herrum og almenningi. Staðreyndin er sú að þetta er ekki rétt. Á þessum röngu fullyrðingum virðast stjórn- málamenn hafa byggt afstöðu sína. Strax eftir aldamót, fyrir 18 árum, var sérfræðingum falið það afmark- aða verkefni, að meta við hvaða af þrem núverandi sjúkrahúsum væri heppilegast að byggja nýjan Landspítala til mjög langrar fram- tíðar. Niðurstaða sérfræðinganna var ekki einróma eins og haldið hef- ur verið fram. Sumir vildu byggja við Hringbraut og aðrir við Fossvog. Á sama tíma komu sterk rök frá sér- fræðingum um að heppilegast væri að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni. Undir það tók meðal annarra Læknaráð Landspítalans sem í greinargerð á árinu 2004 óskaði eftir því að staðarvalið yrði endur- skoðað og taldi best að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni. Hjúkrunarráð Landspítalans var á sömu skoðun og vildi einnig að nýtt sjúkrahús yrði byggt frá grunni. Erlendu ráðgjaf- arnir EMENTOR töldu árið 2001 að best væri að byggja við í Fossvogi ef ekki væri vilji til að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni, sem væri besti kosturinn. Aldrei skoðað að byggja frá grunni Hilmar Björnsson arkitekt segir að sá kostur að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni, hafi aldrei verið skoðaður og greindur af heilbrigðisyfirvöldum. Á haustdögum 2009 komu fram vel rök- studdar óskir um að staðarvalsgrein- ing yrði gerð þar sem uppbygging við Hringbraut og Fossvog yrði borin saman við byggingu nýs sjúkrahúss frá grunni. Því var hafnað á þeirri forsendu að það væri orðið of seint. Þegar nýtt aðalskipulag Reykjavík- ur 2010-2030 var samþykkt árið 2013, jukust kröfurnar um endurmat á stað- setningu þjóðarsjúkrahússins. Þessar kröfur komu fram m.a. vegna þess að skipulagslegt umhverfi gjörbreyttist og aðgengi að spítalanum við Hringbraut fullnægði ekki lengur forsendum staðarvalsins. Grundvallarforsendur höfðu breyst. Bifreiðagöng felld út Þeim óskum var hafnað með þeim rök- um að engar umferðarlegar forsendur hefðu breyst frá gamla aðalskipulaginu AR2001-2024. En ef kortin eru skoðuð þá blasir við að fern bifreiðagöng hafa verið felld úr skipulaginu innan borg- armarkanna sem öll stefndu í átt að spítalanum við Hringbraut. Það eru Holtsgöng, Öskjuhlíðargöng, göng undir Kópavog úr Mjódd auk Miklu- brautar í stokk, alls um 6,4 km á lengd. Þar fyrir utan voru felld úr skipulagi 8 mislæg gatnamót og Reykjavíkurflug- völlur þurrkaður út. Þrátt fyrir þetta halda menn því fram að ekkert hafi breyst varðandi aðgengi að sjúkrahús- inu. Það stenst ekki. Hilmar segir það skyldu stjórn- valda áður en lengra er haldið að axla ábyrgð og láta fara fram greiningu á hvort betra og hagkvæmara sé að halda uppbyggingu við Hringbraut áfram eða byggja nýjan spítala á nýjum stað. Öðruvísi náist ekki nauðsynleg sátt og sannfæring og samstaða með þjóðinni um þetta mikilvæga mál. Bútasaumur við Hringbraut Hilmar Björnsson segist sannfærð- ur um að nýr spítali á nýjum stað sé skynsamlegur kostur. Hann muni verða betri, ódýrari og öruggari en bútasaumurinn við Hringbraut. Hann mun losa sjúklinga undan miklum óþægindum á byggingartímanum og þeim tíma sem tekur að endurnýja gömlu húsin. Hann mun verða að- gengilegri fyrir sjúklinga og að stand- endur og verða eftirsóttari vinnustað- ur fyrir lækna og hjúkrunarfólk en gamli staðurinn við Hringbraut getur nokkurntíma orðið. ÞJÓÐARSJÚKRAHÚS Á NÝJUM STAÐ Eru Keldur hagkvæmasti kosturinn? Líklega er það mmun betri kostur á byggja á Keldum og landsvæði er þar það mikið að byggingar sem fyrir eru á svæðinu gætu sem best fengið að standa þar áfram og þar rekin sú rannsóknarstarfsemi sem þar hefur verið um árabil. Fjölbreytt úrval bæjar- og menningarhátíða á Austurlandi Engin þarf að vera vonsvik- in yfir því framboði bæj- arhátíða, tónlistarhátíða og annara menningarhátíða sem standa til boða á þessu sumri um allt Aust- urlandi. Hér er örugglega ekki tæm- andi dagskrá yfir þessa viðburði og hér eru ekki heldur minnst á ýns söfn sem standa opin í allt sumar. Þar er um verulega auðugan garð að greslja. Margir þesara viðburða standa í meira en einn dag, en aðeins nefnd fyrsta dagsetning opnunar- innar. Þá eru hér ekki nefndar ýms- ar ,,gleðihátíðir“ sem eflaust verður boðið upp á um verslunarmanna- helgina og aðgangseyrir ekki skor- inn við nögl, enda tilgangurinn fyrst og fremst að hagnast umtalsvert á þeim samgöngum. Samkomuhald Íslandinga um verslunarmanna- helgina hefur löngum vakið athygli, ekki síst erlendra ferðamanna, enda tilgangangurinn ekki síst að bjóða þátttakendum að sleppa fram af sér beislinu. n 16. júní. Kapall, sumarsýning Skaftfells á Seyðisfirði, stendur til 2. september. Er jafnframt afmæl- isfögnuður miðstöðvarinnar sem heldur upp á 20 ára starfsafmæli á þessu ári. n 25. júní. Göngu- og gleðivikan "Á fætur í Fjarðabyggð" fer fram alla síðustu vikuna í júní. Fjölbreyttir viðburðir og útivist. n 28. júní. Humarhátíð á Hornafirði. bæjarhátíð á Hornafirði fyrir Horn- firðinga, brottflutta Hornfirðinga og gesti. n 4. júlí. Vopnaskak á Vopnafirði. Fjölskylduhátíð, hagyrðingakvöld og glymjandi fjör á Hofsballi. n 11. júlí Eisnaflug, þungarokkstón- listarhátíð á Neskaupstað. n 14, júlí. Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi, menningarhátíð. n 14. júlí. Sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði. Skapandi samvinnuhá- tíð fyrir allar kynslóðir. n 20. júlí. LungA á Seyðisfirði, tveggja daga tónlistarveisla. n 21. Júlí. Dyrfjallahlaup á Borgar- firði eystra. 23 km utanvegahlaup. n 21. Júlí. Franskir dagar á Fá- skrúðsfirði. n 28. Júlí. Urriðavatnssundið er skemmtileg sundkeppni í Urriða- vatni við Fellabæ. Syntar eru þrjár vegalengdir þ.á.m. Landvættarsund- ið sem er 2 km. n 20. október, Bæjarhátíð Breiðdælinga, sem nú er hluti Fjarðabyggðar. Tilgang- ur hátíðarinnar er að auðga menningar- flóru og samfélagsvitund íbúa Breiðdals. Fellabær. Þar fer fram Urriðavatnssundið sem er verulega frábrugðin öðrum útihátíðum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.