Austurland - 14.06.2018, Side 10
10 14. júní 2018
GRÆNT ALLA LEIÐ
Fjölmargir Aust-
firðingar eiga
leið um Möðru-
dalsöræfi gegnum Mý-
vatnssveit til Akureyrar
og jafnvel áfram allt á
höfuðborgarsvæðið.
Ekki er víst að allir viti
um frábært fuglasafn
á bökkum Mývatns
þar sem vert væri að
stoppa, fara úr bílnum
og njóta þess sem fyrir
augu ber á þessu frá-
bæra safni. Fuglasafn
Sigurgeirs er staðsett á
bakka Mývatns sem hefur löngu verið
þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fugla-
líf. Fuglasafnið var byggt í minningu
Sigurgeirs Stefánssonar sem ólst upp
á bænum Ytri-Neslöndum sem stað-
settur er á tanganum sem skiptir vatn-
inu í tvennt en einmitt þar er safnið
staðsett. Sigurgeir var mikill fuglavin-
ur og var ávallt mættur út á vorin
þegar farfuglarnir mættu í sveitina.
Hann byrjaði mjög ungur að safna
eggjum en þegar hann var tvítugur
byrjaði hann að safna fuglum en fyrsti
fuglinn var gráhegri.
Sigurgeir safnaði fuglum þar til
hann var 37 ára en þá fórst hann í
hörmulegu í slysi á Mývatni árið 1999
ásamt tveimur öðrum. Lét hann eftir
sig rúmlega 300 uppstoppaða fugla
og um 400 egg. Allt þetta safn geymdi
hann í 13 fermetra skúr. Hann var
alltaf með þann draum að byggja hús
utan um þessa fugla. Fjölskylda Sigur-
geirs, ættingjar og vinir, létu draum-
inn rætast og byggðu hús undir fugl-
ana og fengu Manfreð Vilhjálmsson
til að teikna húsið sem er listaverk og
fellur einkar vel inn í umhverfið.
Húsönd og straumönd
Fuglarnir á safninu vekja auðvitað
allir athygli, en eðlilega misjafnlega
mikla. Húsönd hefur frá ómunatíð
verið tákn Mývatnssveitar vegna þess
að Mývatn hefur verið aðalheimkynni
hennar á Íslandi. Það er ekki fyrr en á
síðustu árum að hún hafi verpt í tölu-
verðu magni við annað vatn á Íslandi.
Húsönd er ein af tveimur amerísku
öndunum sem koma til Íslands.
Straumönd er seinni ameríska
öndin sem kemur til Íslands. Heim-
kynni hennar í Ameríku eru í Kanada
en þar er hún það dreifbýl að einung-
is finnast tvö pör á hverjum ferkíló-
meter. Sumir Kanadabúar segja í
gríni að líklegra sé að þú verði bráð
skógarbjarnar en að finna straumönd
í Kanada. Hinsvegar verpa um 200
pör á ferkílómeter við Laxá í Mý-
vatnssveit.
Fuglasafn
Sigurgeirs
ógleymanlegt
Tækniminjasafn Austurlands
á Seyðisfirði fjallar um þann
hluta Íslandssögunnar sem
snýr að tæknivæðingu landsins frá
um 1880 til dagsins í dag. Markmið
safnsins er að safna, varðveita, skrá
og sýna verkkunnáttu, muni, minjar
og frásagnir sem hafa gildi fyrir sögu
tækniþróunar á starfssvæðinu. Vegna
sérhæfingar safnsins sem minjasafns
er fjallar um nútímavæðingu þjóðar-
innar er mikið um óvenjulegar vélar,
búnað og aðrar menningarminjar
sem ekki eru til sýnis á öðrum söfn-
um landsins.
Tækniminjasafnið sýnir hvernig
tæknibreytingar sem snúa að vél-
tækni, rafmagni, fjarskiptum, sam-
göngum og byggingalist eru sam-
ofnar breytingum á lifnaðarháttum
og umhverfi. Safnið er staðsett á svo-
kallaðri Wathnestorfu á Seyðisfirði
en þar er að finna hús sem spila stór
hlutverk í tækniminjasögu landsins,
meðal annars svokallað Wathneshús,
sem m.a. hýsir bæjarskrifstofurnar,
og á torfunni er Vélsmiðja Jóhanns
Hanssonar. Þá er safnið einnig
byggðasafn Seyðfirðinga.
Á safninu eru haldin námskeið
og sýningar, þar eru stundaðar
rannsóknir og kennsla auk þess
sem safnið tekur þátt í margvíslegu
menningarstarfi og samstarfsver-
kefnum. Sýningar eru lifandi og
leitast er við að endurvekja andrúm
tímans sem fjallað er um. Safna-
svæðið er jafnframt tilvalið útivistar-
svæði fyrir gönguferðir og samveru.
Tækniminjasafnið stendur árlega
fyrir Smiðjuhátíð síðustu helgi fyrir
verslunarmannahelgina með tónlist,
matarlist og fjölmörgum námskeið-
um og sýningum sem tengjast gömlu
handverki. Forstöðumaður Tæknim-
injasafns Austurlands er Pétur Krist-
jánsson.
Hluti íslandssögunnar er skráður
á Tækniminjasafni Austurlands
Fuglarnir á safninu vekja mikla athygli gesta.
Frá námskeiði í málmsteypu á Smiðjuhátíð.