Vesturland - 03.07.2019, Page 9
9 3. júlí 2019
út á lands vísu. Við vorum afar heppin
með verk taka, tvö öflug fyrir tæki fyrir
austan fjall áttu lægstu til boðin, Gröfu
tækni ehf. og Jón Ingi leifs son ehf. Báðir
verk takar með mikla reynslu og út
sjónar semi.“
„Allt ferlið er búið að vera mjög
dýr mæt reynsla fyrir okkur öll sem
komu að verkinu. For sendur voru
réttar, tíminn var réttur og þetta gekk
upp. Mér finnst í raun alveg magnað að
sveitar fé lagið skuli hafa getað staðið í
þessu verk efni sem hita veitan og ljós
leiðarinn er, og klárað þetta standandi
og með sóma. Allar á ætlanir hafa
staðist. Það gekk allt vel og slysa laust,
þrátt fyrir langa vinnu daga og svefn
lausar nætur. Öll vanda mál sem komu
upp, eins og gengur, voru leyst eins vel
og kostur var. Við fengum ríkis fram
lag sem greitt er til sveitar fé laga sem
ná að koma inn úr kuldanum og leggja
hita veitu í staðinn fyrir kynda með raf
magni. Ég er afar stolt af því að hafa
fengið að taka þátt í þessu mikil væga
verk efni.“
Fjöl breytt sam fé lag
Sig ríður Klara telst sjálf sagt næstum
ný búi í Kjósinni og hefur sem fyrr
sagði búið þar um sex ára skeið. Hún
talar af mikilli hlýju um sveitina sína.
Það er ekki alltaf auð velt að flytjast
bú ferlum og komast inn í nýtt sam
fé lag á nýjum stað en fljót lega eftir að
hún flutti í sveitina var henni boðið að
ganga í Kven fé lag Kjósar hrepps og það
gerði gæfu muninn. Þar var henni tekið
opnum örmum og vin kvenna hópurinn
stækkaði.
„Það er svo skemmti legt við Kjósina
hvað við erum fjöl breytt sam fé lag. Það
eru bændur á sínum býlum, svo er fólk
sem á heima í sínum í búðar húsum
og sækir vinnu utan heimilis og síðan
sumar bú staða eig endur sem eru meira
og minna allt árið í Kjósinni og elska að
vera hér. Þeirra fram lag til sam fé lagsins
hér er ekki síður mikil vægt en hinna.
Fólkið í bú stöðunum er virkt á mörgum
sviðum fé lags lífsins í sveitinni, og mjög
dug legt að taka þátt svo sem í sumar há
tíðinni Kátt í Kjós, sem verður haldin
20. júlí þetta árið, jóla markaði í fé lags
heimilinu okkar Fé lags garði og á fram
má telja. Margir nýta líka netið við fjar
vinnu og fjar nám, og þar kemur nýji
ljós leiðarinn sterkur inn. Við finnum
það alveg að þó 238 manns séu skráð
bú sett í Kjósinni þá marg faldast í búa
fjöldinn um helgar og á sumrin.”
At vinnu lífið í sveitinni byggir mikið
á land búnaði en margir í búar sækja at
vinnu til höfuð borgar svæðisins. „Kúa
búum hefur fækkað mjög. Í dag eru
þau fimm mjólkur bú eftir, en voru um
eða yfir 30 í eina tíð. Svo er naut gripa
rækt til kjöt fram leiðslu á nokkrum
bæjum, hægt að kaupa úr vals steikur
beint frá bónda bæði á Sogni og á
Hálsi, stórt kjúk linga bú á Felli og síðan
eru nokkur bú með sauð fé. Það stærsta
er í Hækings dal. Hér væri hægt að
vera með yl rækt og ég hef reyndar lýst
eftir því að ein hverjir setji upp gróður
hús hér í Kjósinni nú þegar hita veitan
er komin og helst sund laug líka. Svo
er það ferða þjónustan. Þar má nefna
Hjalla þar sem eru tjald stæði og gisting.
Síðan auð vitað Kaffi Kjós og inn í Ei
lífs dal er komið nýtt glæsi legt gisti
hús, Kleif Lod ge. Hér er sem sagt allt
að gerast. Hval fjörðurinn allur er mikil
úti vistar perla og við sjáum stöðugt
meiri um ferð.”
Vörðu bú setu prests
Heilt yfir þá segist Sig ríður Klara sjá
mikla fram tíðar mögu leika í sinni sveit.
Kjós verjar hafi staðið fast á því að verja
byggðina sína og sinna upp byggingu á
inn viðum hennar.
Þetta kristallast í hita veitunni og ljós
leiðaranum, en sást einnig vel þegar til
stóð fyrir nokkrum árum að leggja af
veru sóknar prests á Reyni völlum. Sig
ríður Klara er til við bótar við allt annað
nefni lega líka for maður sóknar nefndar,
kirkju vörður og kirkju garðs vörður.
„Við and mæltum kröftug lega þegar
rætt var um að prestur byggi ekki lengur
í sveitinni. Prest setrið á Reyni völlum er
mjög fal legur staður og öllum húsa kosti
og kirkjunni vel við haldið. Það skiptir
miklu máli fyrir svona lítið sveitar fé
lag að hafa prest því við erum ekki með
neinn fé lags ráð gjafa, sál fræðing eða
neitt slíkt. Störf presta í dag eru orðin
mjög mikil væg þegar kemur að því sem
kalla er sál gæsla. Fólk er oft að glíma við
ýmsa fé lags lega erfið leika, veikindi og
sorg. Við slíkar að stæður skiptir miklu
máli að prestur sé til staðar sem fólk
getur leitað til og treyst í sínum málum.”
Rök semdir Kjós verja hlutu hljóm
grunn. „Okkur tókst að fá það í gegn
að það yrði prestur á fram með bú setu
á Reyni völlum. Í kjöl farið fengum við
sr. Örnu Grétars dóttur til okkar sem
nýjan sóknar prest 2016 og hún hefur
reynst okkur mikil lyfti stöng í sveitar
fé laginu. Hún er strax komin í fé lags
mála nefndina hjá okkur. Áður var hún
prestur ís lenska safnaðarins í Noregi þar
sem hún tók meðal annars á móti niður
brotnum Ís lendingum eftir hrunið sem
var hér á landi 2008. Reynsla hennar og
þekking er okkur afar dýr mæt og svo er
hún líka svo skemmti leg.”
[Hér má geta þess að Vestur land birti
opnu við tal við sr. Örnu í 5. tbl. í mars
2017. Það blað má skoða frítt á netinu
(https://issuu.com/home/publis hed/
vestur land_16mars_web)].
Kjósin mitt á milli
Börn Kjós verja sækja skóla á Klé
bergi á Kjalar nesi og fara til og frá með
skóla bíl.
Þegar fyrsta skóflu stungan var tekin að stöðvar húsi hita veitu
Kjós verja 22. maí 2016. Pétur Guð jóns son í Bæ stjórnar for-
maður Kjósar veitna, Sig ríður Klara, Sigurður Ás geirs son frá
Hross hóli, Karl Magnús Kristjáns son frá Eystri Foss á nú verandi
sveitar stjóri Kjósar hrepps og Guð mundur Davíðs son frá Mið-
dal, allir stjórnar menn Kjósar veitna.
Sigurður Ás geirs son á Hross hóli stjórnar maður Kjósar veitna,
tekur á móti fyrstu hita veitur örunum í apríl 2016.
Sig ríður Klara og Bragi Haralds son frá Stoð ehf. á Sauð ár króki.
Hann er hönnuður veitu kerfis Kjósar veitna.
EXPLORE WITHOUT LIMITS
NÝ VEFVERSLUN!
Búnaður fyrir jeppann og ferðalagið.
Arctic Trucks
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
sími 540 4900
info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS
®
www.arctictrucks.is
Kíktu á vöruúrvalið!
Enginn sendingarkostnaður
ef verslað er fyrir 5.000
krónur eða meira!