Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Page 2
ið var að stjórnarkosningu og fund-
arstjóri óskaði eftir uppástungu um
formann, var stungið upp á undir-
rituðum, en vegna óska hans um að
uppástunga um sig yrði tekin til baka
vegna ýmissa anna, og býst ég við, að
orð fundarstjóra, er hann lét falla við
það tækifæri hafi haft þau áhrif, að
uppástungan var tekin til baka. Þá
var stungið upp á Guðmundi Jónas-
syni, sem einnig óskaði að vera laus
við að vera í kjöri. Fundarstjóri
mælti á móti því, að uppástungan um
Guðmund yrði tekin til baka. En
Guðmundur sótti mál sitt fast og dró
þá uppástungumaður uppástungu
sína til baka. Þá var stungið upp á
Erlendi Guðmundssyni og Eggert
Þorsteinssyni, einnig var stungið upp
á Daníel G. Einarssyni en -fundar-
stjóri neitaði að taka uppástunguna
um Daníel til greina, þar sem hann,
eins og hann sagðí, að nóg væri að
kjósa um þá Erlend og Eggert. Ég
býst við, að flestum mun þykja það
nokkuð einkennileg fundarstjórn,
sem að framan er lýst, en þetta sýnir
aðeins lítinn hluta af þeirri miður
góðu fundarstjórn, sem einkénndi
þennan aðalfund félagsins. Stjórnar-
kosningin fór þannig eins og flestum
er kunnugt, að formaður var kjörinn
Eggert Þorsteinsson 3. bekk A, varafor-
maður Árni Þór Víkingur 3. bekk E,
ritari, Rakel Sæmundsdóttir 3. bekk
G, gjaldkeri Halldór Helgason J.
bekk og meðstjórnandi Sigt'íður Odd-
geirsdóttir 2. bekk. Þannig var kosið
í stjórrí Skólafélagsins, að í henni áttu
sæti þrír 3ju bekkingár, einn 2. bekk-
ingur og einn 1. bekkingur. Er kom-
ið var að kosningu ritara, lýsti fund-
arstjóri því yfir úr sæti sínu, að 3.
bekkur C jafngildi 4. bekk. F.g sá
mér ekki fært að mótmæla yfirlýsingu
fundarstjóra þá á fundinum, en
ákvað að athuga fyrir næsta fund,
hvort þetta gæti verið rétt, og ég fór
að grenslast eftir þessu á ýmsan liátt
meðal annars með því að fá lög
féfagsins, sem ég og lékk eftir tals-
vert Jjjark við hina nýju stjórn. En
í 5. gr. laga félagsins segir svo:
„Stjórn félagsins skipa fimm rnenn,
einn úr hverjum bekk skólans, og
formaður, sent kosin skal sameigin-
lega á aðalfundi félagsins. Skal liann
kosin fyrst. Kosning skal fara fram
í október ár hvert“. Þau rök, er fund-
arstjóri bar fram, er farið var að ræða
hana á seinni fundinum var, að nem-
endur C deildar 3. bekkjar taki allir
burtfarapróf við skéjlann úr 3. bekk.
Jú, mikið rétt, allir þeir nemendur,
sem nú stunda nám í C deild 3. bekkj-
ar taka burtfararpróf frá skólanum
úr þeim bekk, en það, sem veldur
Jjessu er aðeins það, að þessir nem-
endur allir eða að minnsta kosti flest-
ir, stunda nám í þeim iðngreinum,
sem námstíminn er aðeins þrjú ár.
Þessir nemendur stunda aðeins
Jjriggja vetra nám við skólann, þeir
komast því aldrei í 4. bekk og eiga
þangað aldrei að koma. Að <jllu þessu
athuguðu gat ég ekki komizt á aðra
skoðun í Jjesu máli enn þá, að fund-
arstjóri hefði farið með rangt mál,
er hann lýsti því yfir, að 3. bekkur
C jafngildi 4 bekk, þar sem slík
ákvæði er hvergi að finna í lögum
félagsins og allt annað mælir á móti
því, að slíkt sé hægt. Ég gat því, og
get ekki enn, fallið frá þeirri skoðun
minni, að stjórn sú, sem kosin var á
aðalfundi félagsins þann 24. október
s. I. var ólöglega kosin. Eins og ykkur
flestum er kunnugt var eins og áður
er getið boðað til aukaaðalfundar í
félaginu í nóvember s. 1. að tilhlutan
skólastjóra. Á þeint fundi las skóla-
stjóri upp bréf, er honum hafði bor-
lizt frá þeint nemendum, er kosnir
höfðu verið í stjórn félagsins. í bréfi
þessu óskar stjórnin að verða leyst
frá störfun ýmissa ástæðna vegna og
m. a. þeirra, að hafinn sé meðal nem-
enda skólans áróður gegn stjórninni og
að jafnvel séu bornar brigður á, að
stjórnin sé löglega kosin, og vegna
alls þessa óskar stjórnin að verða leyst
frá störfum og óskar einnig eftir því,
að skólastjóri kalli saman aukaaðal-
fund til að kjósa nýja stjórn og ræða
málið betur. Þá óskar stjórnin einnig
eftir Jjví, að fyrrverandi formaður
félagsins, Óskar Hallgrímsson, sem
jafnframt var fundarstjóri á aðal-
fundi verði sérstaklega boðaður á
fundinn.
Eftir að skólastjóri hafði lesið 'bréf-
ið hófust umræður um mál þetta, sem
að mestu snérust um, livort rétt teld-
ist að telja C deild 3. bekkjar til 4.
bekkjar eða ekki. Menn voru ekki
á eitt sáttir um mál þetta, nokkrir
fundarmanna tóku til móls og urðu
umræður á tímabili all snarpar og
voru menn, eins og áður segir ekki
;í eitt sáttir. Áður en umræðum lauk
tók skólastjóri til máls og ræddi mál-
ið all ýtarlega. Hann kvaðst vilja taka
það fram, að fundarmenn mættu ekki
taka álit sitt í þessu máli sem dóm
í því, heldur væri það aðeins sitt
persónulega álit, að það væri ekki
hægt að telja 3. bekk C til 4. bekkjar,
Jjar sem 3. bekkur hlyti alltaf að vera
3. bekkur en ekki 4. bekkur. Er hér
var komið bar Óskar Hallgrímsson
fram þá spurningu, hvort skólastjóri
gæti skýrt það, að aldrei hafi verið
kosin í stjórn félagsins nemendi úr
C deild 3. bekkjar. Skólastjóri kvaðst
telja það hreinustu tilviljun, að ekki
skyldi fyrr vera kosin í stjórn félags-
ins nemandi úr 3. bekk C og kvaðst
liann búast við, að slíkt væri hægt að
segja um aðra bekki skólans. Máli
þessu lyktaði á þann veg, að sam-
kvæmt ósk eins af fundarmönnum var
leitað álits fundarmanna um hvort
telja skyldi 3. bekk C til jafns við
4. bekk livað snerti Skólafélagið. Var
þetta síðan borið undir atkvæði og
var mikill meirihluti fundarmanna
mótfallin því að telja C deild 3.
bekkjar til 4. bekkjar. Ég ætla mér
ekki að ræða hér öll þau atriði, sem
deilt var um, þar að ég tel, að slíkt
mundi aðeins vekja leiðindi hjá öll-
um, er lilut eiga að máli. Ég vona, að
ég hafi hér gefið ykkur nokkuð yfir-
lit yfir Jjað, sem mestur styrinn stóð
um. Ég ntun því ekki jrita öllu meira
um þetta mál, en mun nti snt'ia mér
að hinu raunverulega starfi.
* * *
Það hljóta allir að geta skilið, að
á því hljóta að vera all miklir örðu-
leikar að halda uppi verulega góðu
félagslífi í skóla sem Iðnskólanum í
Reykjavík. Megin ástæðan fyrir þess-
um örðuleikum er vitanlega kvöld-
BLAÐ SKÓLAFÉLAGS IÐNSKÓLANS