Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Qupperneq 4
Skólaboðsundsmófíð
Mánudaginn 11. febrúar fór fram
í sundhöllinni hið árlega skólaboð-
sund. Níu skólar tóku þátt í keppni
þessari, en sá tíundi, sem var Háskól-
inn, gekk úr leik.
Áhorfandafjöldi var mikill og not-
uðu menn raddir sínar óspart, ef ske
kynni, að það mætti flytja þann fyrr
að landi, sem hrópað var fyrir.
Stjórnandi og kynnir mótsins var
Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi
og stjórnaði hann mótinu af mikilli
prýði, eins og hans var von og vísa.
Fór keppni þessi hið bezta fram og
var öllum, sem að henni stóðu til
mikiílar sæmdar.
Tvær af sveitum þeim, sem þreyttu
sundið, syntu undir gamla metinu,
sem Iðnskólinn setti í fyrra á 17:28,9
mín. Sveit Iðnskólans setti nýtt glæsi-
legt met, synti hún á 16:53,0 mín. eða
1:15,9 mínútum skemur en í fyrra,
og er þetta mjög góður árangur. Hin
sveitin, sem einnig synti undir
gamla metinu var sveit úr Gagnfræða-
skóla Reykjavíkur (Ingimarsskólans),
sem synti á 17:26,6, og er það einnig
ágæt frammistaða.
Onnur úrslit urðu sem hér segir:
Laugarvatnsskólinn: 17:40,8, Sjó-
mannaskólinn: 17:53,5, Verzlunar-
skólinn: 17:54,6, Menntaskólinn:
17:54,7, Reykholtsskólinn: 18:13,0
Samvinnuskólinn: 18:38,2 og Kenn-
araskólinn: 19:33,0. Er hér yfirleitt
um góðan árangur að ræða.
í sundnefnd Iðnskólans eiga sæti
þeir: Óskar Jensen, Geir Þórðarson
og Guðmundur Jónsson. Ber þeim
mikil þiikk fyrir mikið og óeigin-
gjarnt starf. Svo og ber að þakka
hverjum einstökum sundmanni fyrir
frækilegt starf í þágu íþróttamála
skólans.
Að mótinu loknu hélt stjórn Skóla-
félagsins hóf inni að Höll fyrir sund-
mennina ásamt nokkrum öðrum. Sig-
urður Guðgeirsson, formaður stýrði
hófinu og hélt sjálfur aðalræðuna.
Drap hann á margt í sambandi við
sundmótið og færði hann sund-
mönnunum beztu þakkir fyrir afrek
Jreirra. Færði liann þeim að gjöf, Iðn-
skólastjörnuna, merki Skólafélagsins,
sem þakklætisvott. Þá tók Óskar Jen-
sen til máls og þakkaði sundmönn-
um samstarfið og stjórn Skólafélags-
ins (framkomu) þeirra. Einnig tóku
til máls Hilmar Biering og Arreboe
Clausen og stjórnaði sá síðarnefndi
söng þeim, er sunginn var. Fór hófið
vel fram og var því slitið um kl. 1.
Verðlaunagripur sá, sem keppt var
um er útskorin fánastöng, sem H.f.
Hamar gaf og var fyrst um hann
keppt 1945 og vann Iðnskólinn hann
þá. í reglugerð, sem gripnum fylgir
var svö um mælt, að sú sveit, sem
hann hreppti þrisvar í röð eða fimm
sinnum alls ynni hann til eignar. Iðn-
skólinn hefur nú unnið hann tvisvar
í röð. Margir eru Jrví J>eir, sem vona,
að gripurinn verði eign Iðnskólans á
næsta ári.
Skólablaðið óskar sundgörpunum
til hamingju með sigurinn og þakkar
þeim fyrir, að þeir hafa sýnt og sann-
að, að það er þrennt, sem fer vel
saman: Skóli, vinna og íþróttir.
Hilmar Biering.
ÁVA R P
Með þessu blaði hefur nýtt blað
göngu sína, sem eingöngu er mál-
gagn Skólafélags Iðnskólans í Reykja-
vík, og nnin koma út einu sinni á
ári. Tilgangur blaðsins er eingöngu
sá að gefa nemendum skólans nokkra
hugmynd um skólalífið. Blaðið mun
hér eftir heita: Blað Skólafélags Iðn-
skólans í ReykjaVík. Það hét áður
„Iðnneminn" (sjá grein á öðrum stað
í blaðinu). Og um leið og ritnefndin
óskar blaðinu allra beilla og vinsælda
í framtíðinni, vill hún þakka öllum
þeim, er sent hafa blaðinu efni, og
unnið að útkomunni á annan hátt.
I,
Sundsveit Iðnskólans i boðsundskeppni skólanna 'l'dkó.
BLAÐ SKÖLAFÉLAGS IÐNSKÓLANS