Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Qupperneq 5

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Qupperneq 5
F R Æ G Ð Það var fámenn jarðarför, sem fór yfir þorpsbrúna í áttina til kirkjunn- ar. Kistunni var ekið á hestvagni en á eftir gekk gömul kona, liún studd- ist við staf, og var sýnilega örðugt um gang. Athöfnin hófst fram í kirkjudyr- unum, að sið kaþólskra manna, það var ólundarsvipur á meðhjálparan- um, er hann lyfti undir kistuna, þeg- ar hún var borin inn í kirkjuna, hann hugsaði sífellt um, að það væri voða- legt að láta þennan afbragðs heyþurk ganga sér úr greypum, vegna karls, sem koma þyrfti í jörðina. Þegar athöfninni var að verða lokið sá hann sér til mikillar undrunar, að ganrla konan var að hvísla ein- hverju að orgelleikaranum og með- hjálparinn ætlaði að fara að sussa á hana, því að hann þekkti það svo afarvel, hvað presturinn komst alltaf í vont skap, þegar hann var truflað- ur við athöfnina. Það kom nú samt ekki til þess, að hann þyrfti að láta þá gömlu finna til veldis síns, því hún læddist í sæti sitt aftur. Þegar átti að fara að bera kistuna úr kirkjunni, litu l)æði prest- urinn og aðrir þeir, sem inni voru, upp með sýnilegri undrun, er orgel- leikarinn l)yrjaði að leika Ave Marie eftir Bach Gaunod, í stað þess að leika útgöngusálminn, en undrun þeirra magnaðist þó um allan helm- ing, er þeir sáu, að gamla konan stillti sér upp við hlið orgilsins og hóf raust sína. Fyrst var röddin óstyrk og í raun og veru var helzt hægt að líkja lienni við gamalt hljóðfæri, sem ekki hafði verið lireyft lengi, en nú ómuðu tónar hennar um kirkjuna háir og styrkir. í fyrstu varð meðhjálparinn svo undrandi, að hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en áður en söngnum lauk hafði hann gleymt bæði hey- þurrknum og öðrum þeim önnum, er hann í raun réttri átti nú að vera að sinna. Þegar gamla konan kom daginn eftir þeirra erinda að greiða hið um- samda gjaid fyrir sálumessuna, sætti meðhjálparinn færi á að ná tali af henni og vandræðalegur stóð hann frammi lyrir henni, og það, sem hann vildi sagt hafa stóð eins og kökkur í hálsinum á honum, en samt stundi liann upp: „Eg man ekki eftir að hafa séð yður áður, en þess vegna langaði mig til að spyrja yður að heiti, því ég verð að viðurkenna, að rödd eins og yðar hef ég aldrei áður heyrt“. Nafn mitt er Unnur, ég var eitt sinn þekkt óperusöngkona. Með- hjálparinn fékk sér sæti. Þetta nafn þekkti hann svo afarvel frá æskutíð sinni, því hann hafði dáð svo mjög einmitt þessa söngkonu og liann spurði, „Voruð það ekki þér, sem lékuð hlutverk Júlíu í leikriti Shake- speaaes Romeó og Júlia“. „Jú, hann sem jarðaður var í gær lék hlutverk Romeó, hann var einn- ig frægur, en í augum almennings féll álit okkar og að lokum urðum við að yfirgefa leiksviðið og ganga á milli þorpanna og syngja. Það voru einstakir menn, sem hentu til okkar smápeningum og á þessu og því líku drógum við fram lífið. Fyrst eftir að við byrjuðum á þessum flækingi hugg- uðum við okkur við hina fyrri frægð, en seinna lærðist okkur, að frægð, sent okkar, er lítilsvirði, þegar í hlut á þessi kaldlynda kynslóð“. Meðhjálparinn hneigði sig niður að jörð, þegar hún gekk frá honurn því hann skammaðist sín af öllu hjarta fyrir að hafa verið svo lítil- fjörlegur að hugsa um kartöflur á meðan á athöfn sem þessari stóð. ORÐSENDING FRÁ BEKKJARÁÐI Starfsemi B.ekkjaráðs byggist aðal- lega á tveim verkefnum: Myndatöku og ferðalagi þeirra sem útskrifast. Það hefur verið venja, að bekkjaráð hefur fengið að halda tvær til þrjár clansæfingar í skólahúsinu yfir vetur- inn. Síðan hefur ágóðinn af þessum dansæfingum verið notaður til þess að styrkja ferðalagið. Þessi ferðalög hafa verið öllum, sem þátt hafa tekið í þeim til ánægju. Eitt er það samt í santbandi við þau, sem mætti vera öðru vísi, en það er þátttakan, hún mætti vera meiri. Helzt ættu allir þeir, sem útskrifast að vera þátttak- endur. Ekki geta menn afsakað sig með því, að þeir hafi ekki efni á því að taka þátt í ferðalaginu, því að það liefur alltaf verið mjög ódýrt. Síðast- liðið vor borgaði ágóðinn af dans- æfingum Bekkjaráðs allan ferðakosn- aðinn. Það er von okkar, að ásóðinn verði ekki minni í vetur. Við viljum því alveg sérstaklega skora á þá, sem burtfaraprófi ljúka í vor að taka þátt í ferðinni og gera hana sem ánægju- legasta. Að endingu viljum við biðja alla, sem hugsa sér að taka þátt í ferðinni að gefa sig fram strax og ferðin verð- ur auglýst. Stökur Lengi við lækjarniðinn lá ég hvamminum í Dýrmætan fann ég friðinn fjarri skarkala og gný. Ástkæra litla lóa Ijóðin þín gleðja mig í brekkunni blómin sróa og blærinn hjalar um þig. BLAÐ SKÓLAFÉLAGS IÐNSKÓLANS o

x

Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1856

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.