Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Side 8
ÁRSHÁTÍÐ
SKÓLAFÉLAGSINS
SJÓNARMIÐ KVENNA
Á undanförnum árum hafa þau lög
verið sett innan iðnstéttarinnar, að
hver og einn nemandi, sem ætlar sér
að ljúka verklegu prófi í iðngrein
sinni verður að hafa iokið prófi úr
Iðnskólanum.
Þetta fyrirkomulag hefur bætt mjög
aðstæður kvenna, sem jafngildir al-
þvðumenntun þjóðfélagsins. Kven-
réttindi hafa í seinni tíð aukizt mjög
mikið með flestum þjóðum og eigum
við það að þakka mörgum merkum
konum, sem hafa gerzt brautryðjend-
ur og markað leiðina. Frá fornu fari
hefur kvenþjóðin háð harða baráttu
fyrir jafnrétti sínu á við karlmenn,
frá því að vera réttlausar ambáttir til
ráðstöfunar fyrir foreldra sína og
leikfangs karlmönnum. Þá hefur kon-
an fyrir þrotlausa baráttu og miklar
fórnir náð því takmarki að vera al-
gjörlega jafnrétthá karmönnum þar,
sem það á við.
Öll lönd, sem telja sig meðal
menningarþjóða leggja nú áherzlu á
að veiía konum það mikið frelsi, að
þeim gefist kostur á að láta ljós sitt
skína á öllum sviðum í hverju þjóð-
félagi, því menn hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að menntun kvenna til
munns og handa er ekki síður nauð-
sýnlegt, en karla. Margir hafa lastað
þá löggjöf, sem veitir konurn jafn-
rétti við karlmenn. Rök þessara
manna eru í aðalatriði þau, að kven-
fólkinu, sé ekki ætlað að stunda sjálf-
stæða atvinnu, það sé í raun og veru
að slá vindhögg. Staða kvenanna í
þjóðfélaginu sé að vera dugleg og gegn
húsmóðir, leggja rækt við heilsu sína
og ala hraust börn. Að hlutskipti
kvenna verði eftir eðli sínu að giftast
þeim manni, sem hún á sínum tíma
telur hinn eina rétta.
Þessir menn telja sig liafa mikið
til síns máls og það hafa þeir ef til
vill, en komið hefur það fyrir, að
konan hefur þurft að taka á sig byrgð-
ina og ala önn fyrir börnum sínum
upp á eigin spýtur og koma þeim til
manna og gera þau að góðum þjóð-
félagsþegnum, og gott er þá að hafa
þau réttindi til iðnaðar, er iðnskólar
veita, hverju nafni, sem hann nefnist.
Þetta hafa menn skilið og konum þess
vegna búin aðstaða til að reka sjálf-
stæða vinnu, sem gerir þeim mögu-
legt að vera óháðar karlmönnum.
Sjálfstæður einstaklingur í þjóðfélag-
inu. Traustir hornsteinar í byggingu
þess og viðgangi. Þetta hefur löggjafa-
valdið veitt konum með iðnlögunum
og erum við þakklátar fyrir þennan
skilning.
En konunnar starf er mikið, þegar
á allt er litið. Það er ekki nóg að hún
læri sína iðn, flest allar giftast þær
og verða mæður, þá þarf annað nám,
sem þar á við. Margt mætti þar nefna,
svo sem barnauppeldi, matreiðsla og
yfirleitt allt heimilishald. Allt er þetta
innan verkalirings konunnar. En eitt
vildi ég minnast á áður en ég enda
þessar línur, að þær ungu stúlkur,
sem í Iðnskólum eru gleymi ekki
sínu kvenlega eðli og verði skóla sín-
um til sóma, þegar þær skemmta sér
með skólabræðrum sínum á obinber-
um skemmtistöðum.
Meg beztu óskum til Iðnskólans.
Kvennemi.
Eins og gefur að skilja stendur
Skólafél. fyrir ýmisskonar skemmti-
starfsemi innan skólans, auk hins
félagslega starfs. Og ár hvert efnir
það til einnar allsherjar hátíðar, sem
kölluð er árshátíð Skófafélagsins.
Og verður alltaf að leita út fyrir
skólann með húsnæði fyrir þessa
skemmtun.
# # #
Að þessu sinni var árshátíðin
haldin föstudaginn 22. febrúar 1946
í „Oddfellowhöllinni“. Guðmundur
Jónasson setti skemmtunina og stjórn-
aði henni. Þegar skemmtunin liafði
verið sett, hélt skólastjóri, Helgi
H. Eiríksson stutta en snjalla
ræðu. Síðan las Egill Hjörvar upp
stutta gamansögu. Þar á eftir afhenti,
Geir Þórðarson f. h. sundnefndar,
nýjan verðlaunagrip til varðveizlu, er
sundmenn Iðnskólans liöfðu unnið
þá nokkru áður. Við það tækifæri
flutti skólastjóri sundmönnunum
þakkarávarp fyrir góða og drengilega
frammistöðu. Síðasti liður skemmti-
skrárinnar var svo það, að Haukur
Morthens og Alferð Clausen sungu
og spiluðu undir á ,,guitar“. Síðan
var stíginn dans fram eftir nóttu.
# # #
Skemmtunin fór í alla staða vel
fram og var skólanum og nemend-
unum til sóma og er slíkt vel farið
og vonandi, að svo verði oftar.
ritn.
S f a b a
Undir vorhimins víðátt
úti í íslenzkri nótt
syngur ástvinan upphátt
í mig gleði og þrótt.
8
BLAÐ SKÓLAFÉLAGS IÐNSKÓLANS