Blað Skólafélags Iðnskólans í Reykjavík - 01.05.1946, Síða 9
HILMAR BIERING:
TVÆR SMÁS0GUR
OF SEINT
Vekjaráklukkan hóf sinn sama söng
með venjulegum skarkala og látum, og
af gömlum vana áleit ég mig vera orð-
inn allt of seinan. F.n þvílíkt undur.
Klukkuna vantaði lieilan hálftíma í
átta. F.ftir mjög nákvæman útreikning
fann ég það út, að mér rnundi óhætt
að liggja fimm mínútur í viðbót. —
Áður en ég vissi af var ég svifinn inn
í draumalandið og við mér blöstu
margar heillandi sýnir, t. d. brósandi
engilbjart andlitið á verkstjóranum
mínum (slíkt kemur aðeins fyrir í
draumi).
Eg hrökk upp til veruleikans og
brosandi andlit hans livarf mér. En
í dag og alla daga — of seinn. Því sjá
þessar finnu mínútur höfðu lengzt
upp í klukkutíma. — Með stírurnar
í augunum og valtur á fótunum reis
ég úr rekkju og hóf óðslega leit að
fötunum mínum, sem mér samt tókst
ekki að finna fyrr en ég opnaði bæði
augun. Úrillur og hálf sviðinn að inn-
an eftir morgunkaffið hljóp ég svo af
stað, en hendurnar voru í óða önn að
hneppa hnöppum, sem gleymst höfðu
í flýtinum. Hugur minn reikaði til
verkstjórans, og ég fylltist mikilli öf-
und í hans garð, því hann átti því
láni að fagna að búa á verkstaðnum
og þurfti þar af leiðandi ekki að láta
sjá sig hlaupandi hálfsofandi éiti á
götu. — Mér varð bilt við, er ég sá
verksmiðjudyrnar, því út með dyra-
stafnum smeygðist hendi, sem fálmaði
eftir Morgunblaðinu, er reyndar lá í
svaðinu fyrir neðan dyrnar. Ég tók
það upp og rétti verkstjóra mínum
það um leið og ég byrjaði að taka sam-
■an afsökunarræðuna, sem reyndar
bæði ég og hann ættum að kunna,
því ég hef notað hana daglega síðan
ég lióf starf þarna. En í stað þess að
reiðilegur svipur væri á andliti hans,
var hann eins og stórt spurningar-
merki í framan. Hafi ég ekki verið
vaknaður til fulls, þá vaknaði ég
áreiðanlega við það, sem hann sagði.
Hann sagði: „Hvað ert þú að gjöra
hér á SUNNUDEGI?“
TILVILJUN ?
(Tveggja mínútna saga)
Himinninn var alstirndur og norð-
urljósin leiftruðu um himinhvolfið.
Stillilogn og stirningsfrost. Það marr-
aði í snjónum undan fótataki mínu,
þar sem ég gekk eftir götunni. Allar
ytri aðstæður bentu til þess, að þessi
óvenjulegi áhugi minn fyrir kvöld-
göngum væri aðeins sá, að fá á þann
hátt tækifæri til þess að fá ferskt loft
í lungun eftir inniveruna allan dag-
inn, en með sjálfum mér vissi ég, að
það var vonin um að hitta hana, sem
dró mig út.
Fyrir viku síðan hafði mér hlotnazt
það hnoss, að dansa við hana og kynn-
ast henni lítillega og ég komst að,
livar hún átti heima. Frá þeirri stundu
var ég alveg sammála Shakespeare,
sem segir: ,,Hin eina ást er ást við
fyrstu sýn“.
Nú gekk ég þarna eftir götunni,
sem hún bjó við, í þeirri veiku von
að sjá hana. Ekkert skeði og ég gekk
framhjá dapur í bragði, því vonin
um að hitta hana í kvöld var orðin
að engu.
Ég gekk álútur í áttina lieim, það
eina sem vermdi mér var nýi þykki
vetrarfrakkinn minn.
Takíð þáti í Hvíiasunnuferð
Skólafélagsíns
Eins og að undanförnu efnir Skóla-
félag Iðnskólans til ferðar um livíta-
sunnuna. Ferðir þessar hafa verið á-
nægjulegar og heppnast rnjög vel síð-
ast liðin ár. Einnig hafa þær aukið
kynningu nemendanna og elft starfs-
semi félagsins að mun. En ferðir þess-
ar hafa ekki verið nógu fjölmennar,
þessvegna er það ósk okkar að nem-
endur skólans fjölmenni í ferðina nú
í vor, og geri hana skemmtilega og
glæsilega, svo að hún verði skólanum
til sóma hvar sem komið verður.
Að öllu forfallalausu verður farið
vestur í Búðardal. Til baka verður far-
ið um Borgarfjörðinn, og eru helstu
viðkomustaðir: Húsafell, Kalmars-
tunga, þaðan gengið í Surtshelli, síðan
mun verða ekið suður Kaldadal um
Þingvelli til Reykjavíkur.
I.agt verður af stað frá Iðnskóla-
húsinu laugardaginn 8. júní kl. 14.
Nánar auglýst síðar.
I ferðanefnd eru:
Guðmundur Jónasson, Stórholti 33,
Guðmundur Sigfússon, Grettisg. 58,
Ámundi Sveinsson, Samtúni 8.
Hvað sá ég? Ég gat varla trúað mín-
um eigin augum, eða var þettá ekki
hún, sem var að ganga heim að hús-
inu mínu. Ótal hugsanir fylltu huga
minn, gat það verið að hún hefði
komizt að því hvert heimilisfang mitt
var og ætlað að fara að tala við mig?
Ég heilsaði vandræðalega því í raun
og veru var ég alls ekki undir það
búinn að fá tækifær-i til þess að tala
við hana. En hún bar sig vel og sagði
kýminn: „Ég á erindi við þig“. Ég tók
andköf og stundi upp: ,,Ja — það er
gaman“. Ég er viss um að ég gat ekki
fundið út annað vitlausara til þess að
segja við þetta tækifæri.
Hún stakk hendinni ofan í veskið
og sagði brosandi: Ég er hér með
reikning að upphæð kr. 600.00 fyrir
vetrarfrakka.
blað skólafélags iðnskólans
9