Glanni - 27.07.1970, Qupperneq 13

Glanni - 27.07.1970, Qupperneq 13
OUlARFUltT I. KAFII Hinn heimsfrægi motsstjóri og leynilögreglu- maöur Meir-en-nóg lá makindalega £ hengirúmi sínu. Hengirúmið hafÖi hann hengt upp á milli tjaldsúlnanna og nú sveiflaðist það heimskulega fram og til baka. Það var dauðaþögn í tjaldinu Allt £ einu var þögnin rofin og saumnál heyrðist detta. "A-ha", sagði Meir-en-nóg og skrollaði á r-unum,"þar kemur hádegismaturinn". Og inn £ tjaldið ruddist gamli þjónninn hans, fyrrverandi og nú á eftirlaunum, konungur RÚss- lands, Frami Myrdal. Hann var með bjúga £ hendinni og mótsblaðið bak við eyrað. "Nokkuð nýtt um hinn glataða varðeldastjóra? spurði Meir-en-nóg. "Ekki mikið, hr." svaraði Frami Mýrdal, um leið og hann boraði öðrum þumlinum upp £ nösina og klóraði sér £ hnakkanum með hinum. Meir-en-nóg gleypti mótsblaðið £ tveimur munnbitum og horfði hungruðum augum á bjugað. "Það er vissulega rétt hjá þér, Frami minn", sagði hann, "við fáum rigningu £ nótt". "Já, þv£ miður", svaraði Frami Mýrdal þurr- lega. Vart hafði Meir-en-nóg fattað brandarann er s£minn fór að hringja. Og áður er hann gaf sér t£ma til að lyfta tólinu ruddist lafmóður maður inn £ tjaldið. "Afsakið að ég trufla", sagði maðurinn, um leið og hann féll aðframkominn af mæði á næstu vindsæng. "Það var ég sem hringdi. En svo ákvað ég að koma hingað o g tala við þig per- sónulega. Má ég kynna mig. Nafn mitt er hr. gjaldkeri„Borgaðu-mér JÓnsson, og ég er kominn til að biðja þig að aðstoða mig £ mjög merki- legu máli". "Slappaðu af, minn góði maður", sagði Meir- en-nóg, "andaðu aðeins rólegar og láttu okkur heyra um hvað málið snýst". Frami Mýrdal bauð honum styrkjandi glas af Hreðavatni og gjaldkerinn Borgaðu-mér Jónsson varð sýnilega rólegri. Næstum þv£ alveg ró- legur. "Jú", sagði hann djúpri röddu og andvarpaði krónu til Mýrdals fyrir Hreðavatnið,"nú skaltu hlusta. Ég er sko gjaldkeri og starf mitt hef- ur gengið ágætlega þar til fyrir tveimur dögum s£ðan. Þá fékk ég það hlutverk að selja Móts- stjórnartjaldið, sem stendur hér £ búðunum, fyrir greifafrú Borgað-og-Fengið, sem skrapp £ sumarfrí til Norðurskautsins". "A-ha", greip Meir-en-nóg fram £ og skrollaði á r-unum. "NÚ kannast ég við málið. Mótsblaðið hefur fjallað um það. Þrir áskrif- endur þess hafa með stuttu millibili horfið á dularfullan hátt £ Mótsstjórnartjaldinu. Fyrst var það Tómt-mas Guðnason, svo var það Boggi blaðamaður og nú siðast varðeldastjórinn E-£- glas". "Já, þetta er hroðalegt", hélt gjaldkeri Borgaðu-mér Jónsson áfram. "NÚ þora hvorki fleiri áskrifendur né kaupendur að l£ta á tjaldið. Löggæzlan hefur ekkert komist áleið- is með rannsóknina og ég er að verða gjald- þrota. Ég veit að þú hefur áhuga á dularful?- um málum og þess vegna bið ég þig að hjalpa mér. Þú mátt ekki bregðast mér". l ° i Meir-en-nóg tók prjón númer 4J'/2, stakk honum inn á bak við augað og klóraði sér £ hnakkanum innan frá. Hann var þungt hugsi. "Ég hef lengi haft áhuga á málinu", sagði hann svo. "Látum okkur lita á MÓtsstjórnar- tjaldið £ kvöld. Komdu og náðu £ mig kl.8.3o, ég skal vera tilbúinn". Þegar gjaldkerinn Borgaðu-mér Jónsson var farinn, snéri Meir-en-nóg sér að smum tru- fasta fylgdarsveini Frama Mýrdal og spurði hann um skoðun hans á málinu. "Ef herrann hefur ekkert á móti þv£, þá gæti ég hugsað mér að fá fr£ frá og með kvöldinu", svaraði hann. "Q-R", svaraði Meir-en-nóg, en það er Rússneska og þýðir O.K. og það er enska og þýðir allt £ lagi. Og þannig varð það. Það sem hefur án efa vakið einna mesta at- hygli mótsgesta hingað til eru áberandi rauðir kassar, á hverja er ritað með skýrum stöfum: Glanni. Þetta eru póst- kassar blaðsins. í þá á að láta allt um allt, þ.e. allt sem þið hafið áhuga á að koma £ blað- ið, umkvartanir, betrumbætur, greinar, og m.fl Við munum s£ðan hirða það og taka til athug- unar og birtingar ef plássleysi er ekki yfir- þyrmandi. Póstkassarnir verða oft tæmdir. Þess vegna er ykkur óhætt að setjast niður strax og byrja að pára,. það er ekki seinna vænna. G L A N N A r! Okkur vantar aðstoðarmenn. Ef þú hefur áhuga á blaðaútgáfu og vilt vinna við mótsblaðið, ertu beðinCn) að snúa þér strax til ritstjórnarinnar. Við getum notað allar gerðir af fólki, - blaðamenn, fréttasnápa, auglýsingasafnara, sendla, teiknara, fólk til að vinna að uppsetningu og umbroti svo eitthvað sé nefnt. En semsagt, - viljirðu fást við eitthvað af þessu, þá skaltu tölta hið snarasta upp £ ritstjórnarkofann og rabba við okkur. Glannar. 11

x

Glanni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glanni
https://timarit.is/publication/1865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.