Heimili og skóli - 01.04.1950, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.04.1950, Blaðsíða 8
28 HEIMILI OG SKÓLI höfðu á þær ill áhrif. Ég kynnti mér þetta allrækilega, bæði hafði ég at- hugað flestar þessar stúlkur meðan þær dvöldust á upptökuheimilinu í Reykjavík, og síðan var ég að beiðni ungmennadóms upp undir viku á Kleppjárnsreykjahælinu til að kynna mér það sem bezt. Ég lagði til, að „betri stúlkurnar“ væru látnar lausar og þær vistaðar á góðum heimilum, sem þeim stóðu til boða, en hinar látnar vera. Forstöðukona, sem mér virtist leggja mikla alúð við starfið, var mér sammála um þetta og hafði fundið mjög til, hve þetta fyrirkomu- lag torveldaði rekstur heimilisins. En Ungmennadómur, sem þá var starf- andi, og dæmt hafði stúlkurnar til hælisvistar um óákveðinn tíma, fór ekki eftir tillögum mínum; mig grun- ar, að meðfram hafi valdið ótti um, að hælið yrði lagt niður, ef vistmönn- um fækkaði í bili á heimilinu. En fyr- ir sama kom, næstu mánuðir leiddu í ljós, að tilgangslaust var að halda heimilinu áfram með þessu fyrirkomu- lagi; það var að lokum leyst upp. Þá er ein tegund uppeldisstofnana, sem okkur vantar nær algerlega, og torveldar þessi skortur störf barna- verndarnefnda víðsvegar á landinu, og fá þær hér lítið úr bætt meðan ástand- ið er eins og það er nú, og það eru fávitahœli. Raunar höfum við alllengi haft vísi að fávitahæli. Frú Sesselja Sig- mundsdóttir rak meira en áratug fá- vitahæli í Grímsnesi, með 10—15 fá- vitum, stundum raunar færri. En síð- ustu árin, eða um leið og fávitahæli frú Sesselju lagðist niður, hefur ríkið fávitahæli að Kleppjárnsreykjum, sem tekur rúma 20 fávita. Það þarf ekki að eyða orðum að því, hve þessi starfsemi er ófullnægjandi. Fávitar á háu stigi, sem eru kross á heimili sínu og eyði- leggja lífshamingju foreldra sinna og systkina, eru sjálfsagt þrefalt fleiri a.m. k. Nú eru, þótt fávitaháttur sé stund- um ættgengur, ekki nærri því allir fá- vitar fæddir fávitar, heldur verða fá- vitar upp úr veikindum, eða af afleið- ingu slyss. Því hörmulegra er þetta fyrir nánustu ættingja. Að koma fá- vitamálum okkar í sæmilegt horf er mikið mannúðar- og menningaratriði, bæði vegna vandamanna og systkina þessara vesalinga og eins gagnvart þeim sjálfum. Ég tel ekki þarft að hræra hugi ykkar með átakanlegum dæmum um þetta, sem ég þekki. Ég ímynda mér, að flest ykkar hafi í huga einhverja nístandi mynd þess, hversu fávitar hafa verið orsök að miklum andlegum þjáningum vandamanna sinna, með því að þeir hafa orðið að hafa þá á heimili sínu. Ég hef nú nefnt nokkrar þær helztu uppeldisstofnanir, sem barnaverndar- starfið þarf að styðjast við; tilvera sumra þeirra er beinlínis nauðsynleg, ef barnaverndarnefndir eiga að geta gegnt hlutverki sínu að fullu. Reynd- ar mætti hér til telja fleiri uppeldis- stofnanir, svo sem almenn barnaheim- ili, frá vöggustofum og upp úr. Hvað Reykjavík snertir, verða bráðlega um- bætur á þessu sviði. Ný vöggustofa er í þann veginn að taka til starfa, og væntanlega rekur Sumargjöfin dvalar- heimili fyrir börn í Steinahlíð. IV. Ýmist er óhjákvæmilegt eða æski- legt, að barnaverndarnefndir hafi sam-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.