Heimili og skóli - 01.12.1968, Side 10
Þriggja óra snaðar vilja cinnig fó stór
verkefni.
þeim, sem áður hafa notið hjálpar okkar.
„Captain Meadows”-heimilið í Kent er
bvggt fyrir sjóð frá skipstjóra einum á
kaupskipaflotanum, sem sjálfur var sóttur
út á götuna af Dr. Barnardo sjálfum. Barn-
ardo-stúlka, sem andaðist í Astralíu, arf-
leiddi stofnunina að 300.000 krónum.
Barnardo-stofnunin er nú undir vernd
ensku drottningarmóðurinnar, en Margrét
prinsessa er fulltrúi hennar, og stofnunin
lætur sig nú ekki aðeins varða fátæk og
heimilislaus börn, heldur einnig börn, sem
esu vangefin, eða á annan hátt alvarlega
afbrigðileg.
Nú í dag eru viðfangsefnin oft miklu
alvarlegri og víðtækari en þau voru á 19.
öldinni þegar um það var að ræða að bæta
úr fátækt. Fjórði hluti barnanna í Barn-
ardo-fj ölskyldunni eru nú af svörtum upp-
runa, og mörg þeirra þurfa á brýnni hjálp
að halda, einkurn gegn þeirri einsemdar-
tilfinningu, sem þau þjást af. Kynblend-
ingsdrengur orðaði þetta svo: „Ég vildi
126 HEIMILI OG SKÓLI
óska, að pabbi og mamma hefðu gift sig.
Þá hefði ég kannski eignazt bræður og
systur.”
Frederick Potter, sem verið hefur fram
að þessu framkvæmdastj óri stofnunarinn-
ar, segir: „Með aukinni velmegun hefur
orðið greinileg afturför varðandi siðgæði
og ábyrgðartilfinningu. Börnum fráskil-
inna foreldra og óskilgetnum börnum fjölg-
ar og eru meiri hlutinn af börnunum, sem
til o'kkar koma, og ískyggilega mikill fjöldi
af þeim börnum, sem við tökum á heimili
okkar, meira og minna veikluð vegna þess
að öryggi hefur vantað í líf þeirra.”
Tom Barnardo hélt því fram, að kæmi
barn frá lélegu heimili, væri bezt, að það
sliti öllum tengslum við það. En nú á tím-
um er það álit manna, að betra sé að
reyna að koma í veg fyrir mistökin en bæta
fyrir þau. Ogiftar mæður eru því styrktar
á ýmsan hátt, svo að þeim gefist kostur á
að ala sjálfar upp börn sín. Þegar það vof-
ir yfir einhverri fjölskyldu að vera sundr-
að vegna sjúkdóma, er þeim veitt aðstoð,
svo að foreldrarnir geti haft börnin hjá
sér. Það var t.d. maður einn, sem átti
fjóra syni, sem missti atvinnu sína skömmu
eftir að konan hans lézt. Þá voru börnin
tekin til fósturs þangað til faðirinn hafði
komið sér þannig fyrir, að hann gat mynd-
að heimili fyrir sig og syni sína. „Þróun-
in gengur í þá átt, að við reynum að hj álpa
fleiri og fleiri börnum, en nú um styttri
tíma,” segir Potter. „Eftir stríðið er dval-
artími hvers barns á heimilum okkar að
jafnaði 3—7 ár.”
Börnum, sem eiga enga foreldra, eða
eru mjög ung, er venjulega komið á einka-
heimili. Þannig var það eitt sinn með for-
eldralausan dreng, sem stofnunin styrkti
síðar til háskólanáms, og nú er að verða
þekktur skurðlæknir Hann var sendur til