Heimili og skóli - 01.12.1968, Qupperneq 13
UPPELDI TIL ÁBYRGÐAR
EFTIR ÓLAF GUNNARSSON, skólasólfræðing
Gamli skólastj órinn minn hélt einhverju
sinni erindi, sem ég man nú ekki lengur,
hvað hét, en hann talaÖi um uppeldi til
ábyrgðar. Ég var þá nemandi á Kennara-
háskólanum í Kaupmannahöfn og á þeim
tímum hafði ég hlustað á einn uppeldis-
fræðinginn af öðrum tala um frelsi. Á ein-
um stað í ræðu sinni gerði skólastj órinn
athugasemd við frelsið og sagði, að því
aðeins væri frelsið gott, að því fylgdi einn-
ig ábyrgð. Frelsi án ábyrgðar 'gæti lent út
á hinum mestu villigötum.
Það eru senn þrjátíu ár síðan ég hlust-
aði á öll þessi fögru orð um frelsið, þótt
ég muni ekki lengur, hvað allir þessir ræðu-
imenn hétu. Það er 'kannski þessi athuga-
semd skólastjórans um frelsið, sem veldur
því, að ég man stöðugt þessa setningu um
ábyrgðina. Kannski er það líka eigin lífs-
reynsla, sem hefur styrkt mig í þeirri trú,
að þessi orð míns gamla skólastjóra hefðu
við rök að styðjast.
eldrar hans ætluðu að skilja. Þeir höfðu
togazt á um hann uiii lengri tíma. I eins
konar sjálfsvöm neitaði hann blátt áfram
að ganga. Hann þjáðist af kærleiksskorti.
Þegar svo kemur að því, að barnið finnur
til öryggis, finnur að það nýtur ástar og
umhyggju og finnur að það hefur í fullu
tré við umhverfið, þá fyrst skiljum við,
hvað það er að ná góðum árangri.
H. J. M.
En hvernig 'gengur okkur svo að lifa
okkur inn í ábyrgðina?
I stuttu máli sagt: Fremur slælega.
Til þess að byrja á byrjuninni er rétt að
dvelja lítið eitt við litlu börnin. Þúsundir
af mæðrum leita til lækna og sálfræðinga
til að spyrja þá ráða um, hvað gera eigi
við tau’gaveikluð og erfið börn, sem aldrei
hlýða mæðrum sínum. Móðirin gerir sér
ekki grein fyrir, hvort hér er um sjúkdóm
að ræða, eða einhverja vöntun í uppeldið.
í níu tilfellum af hverjum tíu er óhætt að
fullyrða, að það gengur út af fyrir sig
ekkert að barninu. En það er móðirin, sem
hefur vanrækt þá skyldu sína að kenna
barninu að hlýða.
Þegar sú stund kemur, þegar ekki er
lengur hægt að komast hjá því, tekur barn-
ið til sinna ráða. Allar áminningar og leið-
réttingar grípa inn í hið falska frelsi, sem
barnið er orðið vant við, og það vill ekki
afsala sér.
Árekstrar milli móður og barns eru ó-
hj ákvæmilegir, og það er móðirin, sem hér
á sökina. Hún hefur vanrækt að kenna
barninu að lifa sig inn í þá ábyrgð, sem
fylgir lífinu. Þess vegna verður barnið
áttavilt í þessum efnum, þegar það mætir
hinum skilyrðislausu lögmálum um frelsi
og ábyrgð. Yandræðunum er oft reynt að
afstýra með róandi töflum. Orsakir þeirra
eru ekki Iæknaðar, en áhrifin deyfð. Hver
veit hvaða samband er á milli róandi lyfja
á bernskuárunum og deyfilyfjanna og eit-
HEIMILI OG SKÓLI 129