Fjarðarfréttir - 01.02.2024, Blaðsíða 4

Fjarðarfréttir - 01.02.2024, Blaðsíða 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2024 Jóhannes Reykdal fæddist 18. janúar 1874 að Vallakoti Reykjadal í Þing­ eyjarsýslu. Hann var yngstur 15 systkina og lærði trésmíði hjá Snorra Jónssyni á Akureyri. Eftir það fór hann til frekara náms til Kaup mannahafnar. Árið 1902 flytur JÓhannes til Hafnar­ fjarðar og er fenginn til þess að reisa Barnaskóla Hafnarfjarðar við Suður­ götu. 1903 reisir hann trésmíða verk­ smiðju með vélakosti, sem knúinn var með vatnsafli Lækjarins. Fyrsta verk­ smiðja sinnar tegundar á Íslandi. Ári síðar í desember 1904 stofnaði Jóhann­ es fyrstu almenningsrafveitu á Íslandi, fyrir aðeins 120 árum síðan. Hann virkjaði Hamarskotslæk í Hafnarfirði og var fyrstur Íslendinga til að nota vatnsafl til raforkuframleiðslu á Íslandi. Jóhannes sá til þess að í Hafnarfirði var kveikt rafljós í fyrstu kirkju, samkomu­ húsi, barnaskóla, verksmiðju, landsins og heimahúsum, ásamt því sem fjórir ljósastaurar fengu raflýsingu. Erlendis er slík um stofn unum vel við haldið og við stofnanirnar reist listaverk til að minnast slíkrar sérstöðu. HÁTÍÐ HAMARSKOTSLÆKJAR Hátíð Hamarskotslækjar minnir á mikilvægi lækjarins og ljóssins. Það var árið 2010 sem Steinunn Guðnadóttir ákvað ásamt Halldóri Árna Sveinssyni og öðrum góðum stuðningsaðilum að halda á lofti þessari merkilegu menningarsögu okkar Hafn­ firðinga. Hátíðin var haldin samfellt í samstarfi við jólaþorpið fram að covid tíma. Staðið var að 10 km Kaldárhlaupi, þar sem hlaupið er eftir vatnaleið Hamarskotslækjar. Aðrar uppákomur voru, ljósaganga, fyrirlestrar, kvi k­ mynda sýningar, gerð minjagripa, sögusýning í samstarfi við Byggða­ safnið, kórsöngur, ratleikur og aug­ lýsingar í samstarfi við Fjarðarfréttir, og samstarf var við Hafnarfjarðarbæ og Iðnskólann/Tækniskólann. Í listnáms­ braut skólans hönnuðu nemar eina önn drykkjarvatnspóst og vinn ings hafar fengu peningaverðlaun og nemar í rafdeild hönnuðu skrautlýsingu í Hellisgerði. Samstarfs­ og styrktaraðilar hafa ver ið margir þ.á.m. Hafnarfjarðarbær, Fjarðar­ fréttir, Hópbílar, Hlaup.is, Ann ríki, Matarbúðin, Gullsmiðjan, Strend ingur og VSB. Þá hafa fyrirtæki meðfram Hamarskotslæk gefið verð laun í Kaldár­ hlaup ásamt öðrum fyrirtækjum og veitingastöðum í bæn um. Í ár verður haldið uppá 150 ár frá því að Jóhannes J. Reykdal fæddist, 120 ár frá fyrstu almenningsrafveitu landsins í Hafnarfirði og 10 ára afmæli Hátíðar Hamarskotslækjar. Hátíðin fer fram í desember 2024, Kaldárhlaup verður haldið og hlaup fyrir fleiri aldurshópa. Þá stefna að stand endur Hátíðar Hamar skots­ lækjar að útgáfu bókar, kvikmyndar, o.fl. Á afmælisdegi Jóhannesar J. Reykdal þann 18. janúar sl. fagnaði fjölskylda Jóhannesar þessum merku tímamótum með því að hlusta á erindi séra Einars og söng og undirspil í Fríkirkju Hafnarfjarðar, en Jóhannes reisti kirkjuna 1913. Í safnaðarheimilinu var síðan kaffi­ boð þar sem rifjaðar voru upp sögur af frumkvöðlinum Jóhannesi J. Reykdal. 150 ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar J. Reykdals Frumkvöðlinum sem lýsti upp Hafnarfjörð Hluti afkomenda Jóhannesar Reykdal, í Fríkirkjunni 18. janúar 2024. Hulda sýnir í Garðabæ Hafnfirska listakonan Hulda Hreindal Sigurðardóttir opnar sýningu á Safnanótt, föstudag, 2. febrúar kl. 19 í Bókasafni Garðabæjar. Ber sýningin nafnið Umvafinn en sýningin er í samstarfi við Grósku, félag myndlistarmanna í Garðabæ, þar sem Hulda er með vinnustofu. Verkin sem hún sýnir eru akrýl verk frá 2011­2013 auk landslagsmynda en flest verkanna hafa ekki verið sýnd áður. Sýningin stendur út febrúar og verður opin á opnunartíma safnsins. Hulda Hreindal Sigurðardóttir Vetrarhátíð hefst í dag og stendur til laugardags. Fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs saman­ stend ur af þremur meginstoðum: Safna nótt, Sundlauganótt og ljóslista­ verkum. Boðið er upp á yfir 150 við­ burði þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Frítt er inn á alla viðburði á Vetrarhátíð. Í Hafnarfirði verður Sund­ lauganótt í kvöld, fimmtudag og Safna­ nótt annað kvöld, föstudagskvöld. SUNDLAUGANÓTT 1. FEBRÚAR KL. 18-22 Sundlauganótt er haldin í Ásvallalaug með ljósi, myrkri og gleði, opinni sund­ æfingu, bombukeppni og sund lauga­ bingói með Evu Ruzu. Kl. 19.30 og 21. Bombukeppni – hver nær stærstu gusunni? Kl. 20. Opin æfing hjá Görpunum í Sundfélagi Hafnarfjarðar Kl. 20. BINGÓ með Evu Ruzu SAFNANÓTT 2. FEBRÚAR KL. 18-22 Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafn­ ar borg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða upp á skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudagskvöld kl. 18­22. Bókasafn Hafnarfjarðar Kl. 18. Barnatónleikar með Mæju litlu Jarðarberi. Kl. 19.30 Galdratáknasmiðja með Otiliu Martin. Kynningar á starfi safnsins, hljóðsaga, opið í djammhorninu, kynning á tækjakosti. Byggðasafn Hafnarfjarðar Kl. 18­22 Pakkhúsið, Sívertsenhús og Beggubúð opin. Kl. 18­22 Ratleikur fyrir börn. Kl. 18­22 Annríki sýnir baðstofuverk í Sívertsens­húsi. Kl. 19.30 Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, flytur fyrirlesturinn „Máninn og myrkrið í íslenskum þjóðsögum“. Kl. 20:45 Listahópurinn Klassík flytur íslenska og erlenda tónlist. Hafnarborg Kl. 18­22 Yfirstandandi sýningar: Jónína Guðnadóttir – Flæðarmál og Þór Sigurþórsson – Vísar. Kl. 18. Síðdegistónar á Safnanótt: Tríó Halla Guðmunds – Tangó fyrir einn. Kl. 19.30 Nidra­hugleiðsla: í tengslum við sýningu Þórs Sigurþórssonar, Vísa, verður boðið upp á leidda hugleiðslu af jógakennara þar sem hugað verður að jarðtengingu, tima og innri ró. Viðburðurinn hentar gestum á öllum aldri. Kl. 20.30 Leiðsögn um sýningar safnsins með Aldísi Arnardóttur, forstöðumanni Hafnarborgar. Sjá nánar á reykjavik.is/vetraratid Vetrarhátíð hefst í dag Sæktu fyrir Apple síma! Á leiðinni fyrir Android www.fjardarfrettir.is FRÍTT APP vefblad.fjardarfrettir.is

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.