Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 15.12.2016, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið Jökull - 15.12.2016, Blaðsíða 2
Blaðið er gefið út af Steinprent ehf. og dreift á hvert heimili í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Blaðið kemur út vikulega. Upplag: 1.100 Áb.maður: Jóhannes Ólafsson Prentun: Steinprent ehf. Sandholt 22a, Ólafsvík 355 Snæfellsbæ Netfang: steinprent@simnet.is Sími: 436 1617 Árleg Bókaveisla Grunnskóla Snæfellsbæjar fór fram á Klifi þriðjudaginn 6. desember. Bóka­ veislan er eitt af átthaga fræði­ verkefnum 10. bekkjar í skóla­ num. Þar er áhersla lögð á að tengja saman skólann og sam­ félagið. Verkefnið er styrkt af Snæfellsbæ og Menninganefnd. Á bókaveislunni lásu höfundar úr nýútkomnum bókum sínum og nemendur 10. bekkjar kynntu höfunda og seldu veitingar í hléi til fjáröflunar fyrir útskriftaferð sína. Nemendur í 10. bekk í samstarfi við Tónlistarskóla Snæ­ fells bæjar fluttu valin jólalög í hléi sem átti vel við á aðventunni. Áður en kynningun hófst buðu nemendur rithöfundunum til kvöldverðar í skólanum þar sem Sigfús Almarsson, kokkur töfraði fram dýrindis kjötsúpu. Rithöfundarnir sem koma á Bókaveisluna í ár voru: Stefán Máni Sigþórsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Einar Kárason, Ásdís Halla Bragadóttir og Þorgrímur Þráinsson. Heppnaðist bóka­ veislan mjög vel í alla staði og nemendur stóðu sig með stakri prýði. Geta Snæfellsbæingar verið stoltir af unga fólkinu sínu en rithöfundarnir höfðu á orði að nemendurnir hefðu góða nærveru og ánægjulegt að þeir skyldu beina orðum sínum til þeirra. Bókaveislan var mjög vel sótt að þessu sinni og voru nemendur og starfsfólk skólans mjög ánægð með hversu margir gáfu sér tíma til að njóta kvöldsins með þeim. þa Fjölmenn Bókaveisla í Klifi Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði 40 ára Í tilefni þess að 4. janúar 2017 eru liðin 40 ár frá því að leikskólastarf hófst í Grundarrði, verður opið hús í leikskólanum laugardaginn 7. janúar n.k. Húsið er opið frá 14:00 – 16:00. Allir velkomnir. Starfsfólk og nemendur Sólvalla - Bílaviðgerðir - Skipaþjónusta - Almenn suðuvinna - Smurþjónusta - Smábátaþjónusta - Dekkjaverkstæði vegr@vegr.is vegr.is S: 849-7276 Remek og 898-5463 Þórður

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.