Bæjarblaðið Jökull - 09.02.2023, Page 3
Ný Þjóðgarðsmiðstöð Snæ-
fellsjökuls er risin á Hellissandi
og styttist í að glæsilegt mann-
virkið verði opnað fyrir almenn-
ingi en stefnt er á að opnunin
verði í mars. Vinna varðandi starf-
semi og nýtingu hússins, sýningar
og hvernig það getur nýst sam-
félaginu er í fullum gangi en í
liðinni viku áttu starfsfólk þjóð-
garðsins samtal við ýmsa hagaðila
úr nærsamfélaginu. Rætt var um
hvernig nýja þjóðgarðsmiðstöð-
in geti nýst samfélaginu og veitt
stuðning um málefni fræðslu- og
menningartengdri starfsemi á
Snæfellsnesi. Með þessum sam-
tals fundum var horft til þess að
efla samstarf við skóla- og fræðslu-
samfélagið á Snæfellsnesi til fram-
tíðar og voru aðilar úr skólasam-
félaginu, fræðasamfélaginu og
starfsfólk úr stjórnsýslu Snæfells-
bæjar boðað til samtals. Þar fengu
gestir kynningu á nýju húsinu og
starfsemi þjóðgarðsmiðstöðvar-
innar auk þess sem rætt var um
hvernig hægt sé að vinna saman
að fræðslu- og menningarstarf-
semi í Snæfellsbæ. Með þessu vilja
starfsmenn þjóðgarðsins að sam-
félagið taki þátt í uppbyggingu
á svæðinu og að meiri samvinna
eigi sér stað því þegar samfélag-
ið vinnur saman eykur það verð-
mæti svæðisins.
sj
Samtal á vegum þjóðgarðsins
Dagana 30. janúar til 5. febrúar
komu á land í höfnum Snæfells-
bæjar alls 608 tonn í 35 löndun-
um. Þar af var landað 413 tonnum
í 18 löndunum í Rifshöfn og 195
tonnum í 17 löndunum í Ólafs-
víkurhöfn. Hjá dragnóta bátun-
um landaði Gunnar Bjarnason
SH 26 tonnum í 2, Egill SH 22
tonnum í 1, Matthías SH 18 tonn-
um í 1, Rifsari SH 18 tonnum í
1, Saxhamar SH 15 tonnum í 2,
Esjar SH 14 tonnum í 1, Svein-
björn Jakobsson SH 11 tonnum
í 1, Magnús SH 10 tonnum í 1 og
Guðmundur Jensson SH 6 tonn-
um í 1 löndun. Hjá litlu línu bát-
unum landaði Gísli Súrsson GK
36 tonnum í 3, Tryggvi Eðvarðs
SH 22 tonnum í 1, Stakkhamar
SH 19 tonnum í 2, Kristinn HU
17 tonnum í 2, Gullhólmi SH 11
tonnum í 1, Brynja SH 11 tonn-
um í 2, Lilja SH 13 tonnum í 1 og
Sverrir SH 5 tonnum í 1 löndun.
Stóru línu bátarnir lönduðu all-
ir Tjaldur SH landaði 87 tonn-
um í 2, Örvar SH 70 tonnum og
Rifsnes SH 62 tonnum báðir í 1
löndun. Netabátarnir Bárður og
Ólafur Bjarnason lönduðu einni
þessa daga. Bárður SH landaði
74 tonnum í 4 og Ólafur Bjarna-
son SH 37 tonnum í 3 löndunum.
þa
Aflafréttir
Ungmennafélag Víkings/Reyn-
is fékk nýverið styrk frá Snæfells-
bæ til þess að stofna rafíþrótta-
deild. Undirbúningur hefur ver-
ið í fullum gangi hjá stjórn ung-
mennafélagsins enda að mörgu
að huga við skipulagningu á
nýrri afþreyingu. Námskeið í
rafíþróttum verða haldin í Líkn-
inni á Hellissandi og mun ung-
mennafélagið fljótlega auglýsa
með hvaða sniði og hvenær það
verður.
Rafíþróttir eru sífellt að verða
umsvifameiri í samfélaginu.
Mjög mikilvægt er að nálgast
tölvuleikjaiðkun með heilbrigðu
og góðu hugarfari og að spila
tölvuleiki á jákvæðan hátt.
Tölvuleikjaiðkun getur verið
afslappandi dægradvöl, góður
félagsskapur, íþrótt og jafnvel
atvinna.
jj
Rafíþróttadeild
stofnuð