Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 15.06.2023, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 15.06.2023, Blaðsíða 6
Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núver­ andi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottin­ um á veiðitímabilinu sem stend­ ur í 48 daga frá maí til ágúst. Lík­ legt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildar­ afla þorsks nemur tæpum fimm prósentum. Strandveiðar þó takmarkaðar séu hafa sannað gildi sitt. Þær eru hagkvæmar og hafa reynst vel fyrir hinar dreifðu sjávarbyggðir og yf­ ir sumartímann hleypt auknu lífi í brothættar byggðir víða um land. Auk þessa gefið fjölbreyttum hópi sjómanna atvinnufrelsi og tækifæri til handfæraveiða. Smábátaútgerð hefur spornað gegn samþjöppun og komið í veg fyrir að fjölbreyttur sjávarútvegur legðist af á landsbyggðinni. Strand­ veiðar eru umhverfisvænar, þær valda minnstu raski í hafrýminu, hafa minnsta kolefnissporið og há­ marka verðmæti aflans. Markmið fiskveiðistjórn- unarlaga hafa ekki náðst Markmið laga um fiskveiði­ stjórnun er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Kvótakerfinu var komið á til þess að vernda íslenska fiskistofna fyr­ ir ofveiði. Sé litið til markmiðsins um verndun þá hefur árangurinn ekki leitt til uppbyggingar fiskistofna. Kvótakerfinu var komið á fót til bráðabirgða árið 1984. Aflamark í þorski var þá lækkað í 200.000 tonn til að byggja upp þorskstofninn. Það eru sömu veiðiheimildir og í dag. Hafrannsóknastofnun lagði til að afli fiskveiðiárið 2022/2023 yrði ekki meira en 208.846 tonn. Mikil nákvæmni það. Gríðarlegar tæknibreytingar sl. 40 ár hafa einnig leitt til mikill­ ar hagkvæmni. Líklegt er að þær haldi áfram og verða enn hraðari á næstu árum. Segja má að kvótakerfið hafi einnig leitt til hagkvæmni með samruna fyrirtækja í greininni. Ríkið gerði aldrei kröfu eða skap­ aði skilyrði fyrir hagræðingu inn­ an greinarinnar fyrir daga kvót­ ans. Árum saman var gengi ís­ lensku krónunnar fellt þegar út­ gerð stóð illa. Útgerðarstjóri fór til þingmanns, sem fór til ráðherra og seðlabankastjóri felldi gengi ís­ lensku krónunnar. Frekar var þjóð­ in gerð fátækari sem nam geng­ isfellingu en krafa væri um hag­ ræðingu. Hún kemur ekki fyrr en með kvótasetningu. Markmiðin um að tryggja traust atvinnu og byggð í landinu hafa ekki náðst í þeim sjávarbyggðum þar sem kvótaeigandi er ekki með útgerð. Staða hinna dreifðu sjáv­ arbyggða staðfestir það. Sjávar­ byggðum hefur hnignað og íbú­ um fækkað. Þessi þróun mun halda áfram verði nýtingarréttur sjávar­ byggðanna ekki viðurkenndur. Það er viðurkenning á atvinnufrelsi og búseturétti í sjávarbyggðum lands­ ins. Vissulega hefur fískeldi styrkt byggð víða sem ný atvinnugrein og er mikilvæg viðbót. Ferðaþjón­ usta er það einnig yfir sumartím­ ann og eykur fjölbreytni í atvinnu­ lífi. Það breytir því ekki að sjávar­ útvegur er sérstaklega mikilvæg­ ur fyrir atvinnu og grundvöllur byggðar víða á landsbyggðinni og í sjávarbyggðunum. Viðurkenna þarf að aflahámarks­ kerfið hefur hvorki skilað þeim markmiðum sem lög um fiskveiði­ stjórnun stefna að né þeim árangri sem vonir stóðust til. Einnig þarf að viðurkenna réttmæti gagnrýni á hafrannsóknir og veiðiráðgjöf og gera umbætur. Strandveiðikerfið tryggir ekki jafnræði og atvinnufrelsi Núverandi strandveiðikerfi með 48 veiðidögum og litlum aflaheim­ ildum var sett á í kjölfar álits Mann­ réttindanefndar Sameinuðu þjóð­ anna frá 2007. Álitið sagði að stjórnkerfi fiskveiða bryti á jafn­ ræði borgaranna samkvæmt al­ þjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi. Strandveiðikerfið í núverandi mynd tryggir ekki jafnræði borg­ aranna. Til þess eru takmarkanir á veiðunum eru of miklar og meiri en nauðsyn krefur. Gæta verður meðalhófs við það ná því markmiði sem stefnt er að, sem er verndun fiskistofna, og réttlæta takmark­ anir á atvinnufrelsi. Takmarkan­ ir á atvinnufrelsi þarf að byggja á því að veiðar ógni fiskistofnum. Verndunin þarf að ná til veiðar­ færa sem ógna fiskistofnun, ekki þeirra sem ekki ógna þeim. Hand­ færaveiðar með nokkrum önglum á bát gera það ekki. Þegar kem­ ur að handfæraveiðum gengur skerðingin því lengra en nauðsyn krefur. Handfæraveiðar á smábát­ um búa einnig við náttúrulegar takmarkanir vegna veðurs og sjó­ lags. Þetta auk lögbundinna frí­ daga ættu að vera nægar takmark­ anir stóran hluta ársins. Núverandi ríkisstjórn hef­ ur gegnið mjög gegn hagsmun­ um strandveiða og sjávarbyggð­ anna. Fyrsta verk sjávarútvegsráð­ herra VG var reglugerðarbreyting um að skerða þorskveiðiheim­ ildir til strandveiða sumar 2022. Breytingin var á reglugerð sem hafði tekið gildi í ágúst 2021 ­ rétt fyrir kosningar ­ en með henni eru þorskveiðiheimildir skertar um 1.500 tonn. Aflaheimildir lækk­ uðu með því úr 10.000 tonnum í 8.500. Byggðakvótinn var einnig lækkaður um 874 tonn, úr 4.500 tonnum í 3.626 tonn. Hér var um umtalsverða skerðingu að ræða, sem fór þvert gegn kosningalof­ orðum VG í Norðvesturkjördæmi. Stjórnvöld hafa ekki tryggt strandveiðikerfinu nægjanlegar aflaheimildir til að tryggja 48 veiði­ daga. Í fyrra var veiðum hætt 21. júlí sl. vegna skorts á aflaheimild­ um. Líklegt er að svipað verði upp á teningnum í ár. Sátt í samræmi markmið við fiskveiðistjórnunarlaga og réttarvitund almennings Rétturinn til handfæraveiða er ævaforn og á styrka stoð í rétt­ arvitund almennings. Í Jónsbók frá 1281, lögbók Íslendinga í ár­ hundruð, segir „Allir menn eigu at veiða fyrir utan netlög at ósekju.“ Kvótakerfið var sett til vernd­ ar fiskistofnum og á því að ná til þeirra veiðiaðferða og veiðarfæra sem ógna fiskistofnunum. Hand­ færaveiðar með önglum ógna ekki fiskistofnum og ber því að gefa þær frjálsar. Rökin fyrir núgildandi tak­ mörkun handfæraveiða eru því ekki fyrir hendi og ættu að vera fyrir utan kvótasetningu. Hand­ færaveiðar gefa góðar upplýsingar um ástand fiskistofna við strendur landsins sem ætti að nýta betur. Auka þess að ógna ekki fiski­ stofnun og vera hagkvæmar þá myndu frjálsar handfæraveið­ ar stuðla mjög að því að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu, líkt og er markmið fiskveiðistjórn­ arlaganna. Er hér átt við byggð í sjávarbyggðum landsins, sem margar hverjar eru brothættar. Auknar strandveiðar myndu styrkja mjög stoðir hinna dreifðu byggða landsins með sjálfstæðum smáút­ gerðum, hleypa nýju lífi í hnign­ andi sjávarbyggðir og styrkja fjöl­ breytt útgerðarform í sjávarútvegi. Baráttan fyrir frjálsum hand­ færaveiðum er réttindabarátta. Þetta er barátta fyrir jafnræði og atvinnufrelsi en takmarkanir á at­ vinnufrelsi mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. Þetta er einnig barátta fyrir búseturétti í sjávar­ byggðum landsins, sem byggist á atvinnufrelsinu. Sjávarbyggðirnar hafa byggt til­ vist sína á fiskveiðum og aðgengi að fiskimiðunum. Þetta er barátta fyrir jöfnum búseturétti og rétti íbúa sjávarbyggðanna á lands­ byggðinni, þar sem byggð hefur alla tíð byggst á fiskveiðum. Hægt er að tryggja þennan rétt með efl­ ingu strandveiða án þessa að ógna fiskistofnum við landið. Ef vilji er til að ná sátt um fisk­ veiðistjórnarkerfið þá mun sú sátt felast í sanngjörnu veiðigjaldi og aðgengi að fiskveiðiauðlindinni með frelsi til handfæraveiða með náttúrulegum og eðlilegum tak­ mörkunum. Mikilvægt er að koma á breyting­ um á fiskveiðistjórnunarkerfinu í átt að réttlæti fyrir alla þjóðina og allar byggðir landsins sem byggja á jafnræði og atvinnufrelsi. Það verð­ ur einungis gert með því að virða rétt almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur. Eyjólur Ármannsson Höfundur er alþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæ- mi. eyjolfur.armannsson@althingi.is Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.